Matthías Orri: Líður eins og við getum ekki unnið Smári Jökull Jónsson í Hellinum skrifar 3. nóvember 2016 21:53 Matthías Orri Sigurðarson var stigahæstur ÍR-inga í kvöld með 20 stig. vísir/ernir Matthías Orri Sigurðarson átti fínan leik fyrir ÍR í kvöld sem dugði þó ekki til í þriggja stiga tapi gegn Grindavík. Matthías var gagnrýninn á ÍR-liðið í leikslok. „Þetta er mjög svekkjandi og bara lélegt. Ef við ætlum að gera eitthvað í þessari deild þá þurfum við að vinna lið eins og Grindavík. Þó þeir séu með mjög sterkan mannskap þá eigum við að vinna á heimavelli. Við verðum að verja heimavöllinn. Mér líður eins og við getum ekki unnið, þetta er fáránlegt,“ sagði svekktur Matthías í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Matthías sagði ÍR liðið einfaldlega ekki hafa mætt til leiks í upphafi og kallaði eftir að þeir myndu spila vel í 40 mínútur í leikjum. „Það var eins og við nenntum ekki að spila í fyrri hálfleik, það vantaði orku og gleði í þetta. Það voru allir að gera hluti sem þeir áttu ekki að vera að gera og að spila út úr hlutverki. Við fórum yfir hlutina í hálfleik og vorum grimmari varnarlega. Það gengur ekki að spila annan helminginn af leiknum og ef við ætlum alltaf að gera það þá verðum við í þessu harki lengst niðri,“ bætti Matthías við. ÍR er með 4 stig eftir fimm leiki í deildinni og Matthías svaraði játandi þegar hann var spurður hvort byrjunin væri vonbrigði. „Já, þetta eru vonbrigði. Við ættum að vera með 6 stig og verðum að klára svona leiki. Við vorum með einhverjar yfirlýsingar fyrir mót og verðum að klára leiki sem þennan. Á móti Stjörnunni vorum við tuttugu stigum yfir í þriðja leikhluta og eigum einfaldlega að klára það.“ Það hefur aðeins verið talað um stemmningsleysi á pöllunum hjá ÍR en stuðningsmenn þeirra létu vel í sér heyra í kvöld, sérstaklega undir lokin. „Það er alltaf stemmning hérna í Breiðholtinu. Við þurfum bara að spila fyrir þessa stuðningsmenn og það er oft sem við gerum ekki neitt. Þeir kveikja í sér um leið og við sýnum eitthvað inni á vellinum, þegar við sýnum smá orku og karakter." "En þangað til þá eru þeir hljóðir og ég skil það bara vel. Þeir mæta alltaf hingað til að styðja okkur og við mætum í annan hvern leik. Það er ekki boðlegt,“ sagði Matthías Orri Sigurðarson að lokum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍR - Grindavík 78-81 | Grindvíkingar unnu ÍR í háspennuleik Grindvíkingar unnu góðan útisigur á ÍR í háspennuleik í 5.umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í kvöld. 3. nóvember 2016 22:15 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Sjá meira
Matthías Orri Sigurðarson átti fínan leik fyrir ÍR í kvöld sem dugði þó ekki til í þriggja stiga tapi gegn Grindavík. Matthías var gagnrýninn á ÍR-liðið í leikslok. „Þetta er mjög svekkjandi og bara lélegt. Ef við ætlum að gera eitthvað í þessari deild þá þurfum við að vinna lið eins og Grindavík. Þó þeir séu með mjög sterkan mannskap þá eigum við að vinna á heimavelli. Við verðum að verja heimavöllinn. Mér líður eins og við getum ekki unnið, þetta er fáránlegt,“ sagði svekktur Matthías í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Matthías sagði ÍR liðið einfaldlega ekki hafa mætt til leiks í upphafi og kallaði eftir að þeir myndu spila vel í 40 mínútur í leikjum. „Það var eins og við nenntum ekki að spila í fyrri hálfleik, það vantaði orku og gleði í þetta. Það voru allir að gera hluti sem þeir áttu ekki að vera að gera og að spila út úr hlutverki. Við fórum yfir hlutina í hálfleik og vorum grimmari varnarlega. Það gengur ekki að spila annan helminginn af leiknum og ef við ætlum alltaf að gera það þá verðum við í þessu harki lengst niðri,“ bætti Matthías við. ÍR er með 4 stig eftir fimm leiki í deildinni og Matthías svaraði játandi þegar hann var spurður hvort byrjunin væri vonbrigði. „Já, þetta eru vonbrigði. Við ættum að vera með 6 stig og verðum að klára svona leiki. Við vorum með einhverjar yfirlýsingar fyrir mót og verðum að klára leiki sem þennan. Á móti Stjörnunni vorum við tuttugu stigum yfir í þriðja leikhluta og eigum einfaldlega að klára það.“ Það hefur aðeins verið talað um stemmningsleysi á pöllunum hjá ÍR en stuðningsmenn þeirra létu vel í sér heyra í kvöld, sérstaklega undir lokin. „Það er alltaf stemmning hérna í Breiðholtinu. Við þurfum bara að spila fyrir þessa stuðningsmenn og það er oft sem við gerum ekki neitt. Þeir kveikja í sér um leið og við sýnum eitthvað inni á vellinum, þegar við sýnum smá orku og karakter." "En þangað til þá eru þeir hljóðir og ég skil það bara vel. Þeir mæta alltaf hingað til að styðja okkur og við mætum í annan hvern leik. Það er ekki boðlegt,“ sagði Matthías Orri Sigurðarson að lokum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍR - Grindavík 78-81 | Grindvíkingar unnu ÍR í háspennuleik Grindvíkingar unnu góðan útisigur á ÍR í háspennuleik í 5.umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í kvöld. 3. nóvember 2016 22:15 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍR - Grindavík 78-81 | Grindvíkingar unnu ÍR í háspennuleik Grindvíkingar unnu góðan útisigur á ÍR í háspennuleik í 5.umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í kvöld. 3. nóvember 2016 22:15