Nissan Qashqai áfram framleiddur í Bretlandi Finnur Thorlacius skrifar 1. nóvember 2016 09:53 Nissan Qashqai er mest seldi jepplingur Evrópu. Þrátt fyrir alla þá óvissu sem útganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefur skapað fyrir bíliðnaðinn hefur Nissan staðfest að framleiðsla vinsælasta jepplings Evrópu og heimsins alls, Nissan Qashqai verður áfram í Bretlandi, en bíllinn er framleiddur þar í miklu magni í borginni Sunderland. Ekki nóg með það heldur verður bætt við framleiðslu næstu kynslóðar Nissan X-Trail jeppans í verksmiðjunni. Hins vegar sagði forstjóri Renault-Nissan, Carlos Ghosn, að hann muni skera niður frekari fjárfestingar í Bretlandi ef mótaðgerðir við aukna skatta á bíla framleidda í Bretlandi verða ekki að veruleika. Breska ríkisstjórnin hefur þó nýlega sannfært Ghosn um að fyrirtækið muni njóta stuðnings og trygginga fyrir framleiðslu sinni og það ætti að þýða að hún muni jafna út þá skatta sem á bíla Nissan gæti lagst á meginlandi Evrópu. Brexit Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent
Þrátt fyrir alla þá óvissu sem útganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefur skapað fyrir bíliðnaðinn hefur Nissan staðfest að framleiðsla vinsælasta jepplings Evrópu og heimsins alls, Nissan Qashqai verður áfram í Bretlandi, en bíllinn er framleiddur þar í miklu magni í borginni Sunderland. Ekki nóg með það heldur verður bætt við framleiðslu næstu kynslóðar Nissan X-Trail jeppans í verksmiðjunni. Hins vegar sagði forstjóri Renault-Nissan, Carlos Ghosn, að hann muni skera niður frekari fjárfestingar í Bretlandi ef mótaðgerðir við aukna skatta á bíla framleidda í Bretlandi verða ekki að veruleika. Breska ríkisstjórnin hefur þó nýlega sannfært Ghosn um að fyrirtækið muni njóta stuðnings og trygginga fyrir framleiðslu sinni og það ætti að þýða að hún muni jafna út þá skatta sem á bíla Nissan gæti lagst á meginlandi Evrópu.
Brexit Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent