Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, mun fyrst funda með Loga Má Einarssyni, formanni Samfylkingarinnar, í Alþingishúsinu á morgun.
Katrín hyggst funda með leiðtogum allra flokka á morgun, eftir að Guðni Th. Jóhannesson afhenti henni umboð til stjórnarmyndunar á Bessastöðum í dag.
Fundur Katrínar og Loga hefst klukkan 9:30. Tveimur tímum síðar er fyrrhugaður fundur með formönnum Bjartrar framtíðar og Viðreisnar, þeim Óttari Proppé og Benedikt Jóhannessyni.
Katrín fundar svo með Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknar, klukkan 14, fulltrúum Pírata klukkan 15:30 og loks Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokks, klukkan 17.
Fundirnir fara fram í forsetaherbergi Alþingis, en Katrín mun svara fyrirspurnum blaðamanna að öllum fundum loknum.
Dagskrá Katrínar Jakobsdóttur á morgun:
09.30 Samfylkingin
11.30 Björt framtíð og Viðreisn
14.00 Framsóknarflokkur
15.30 Píratar
17.00 Sjálfstæðisflokkur
Katrín fundar fyrst með Samfylkingu

Tengdar fréttir

Katrín nálgast stjórnarmyndun með auðmýkt
Katrín Jakobsdóttir hyggst ræða við aðra flokksleiðtoga á morgun og segist helst vilja mynda fimm flokka ríkisstjórn gömlu stjórnarandstöðuflokkanna og Viðreisnar.

Katrín komin með umboð til að mynda ríkisstjórn
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar á fundi þeirra á Bessastöðum í dag.

Katrín byrjar þreifingarnar snemma
Formenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar mæta saman á fundinn.

Fyrsti kostur Katrínar fjölflokka stjórn á vinstri vængnum
Hún sagði alla flokka gera sér grein fyrir því að það sé ábyrgðarhluti að mynda starfhæfa ríkisstjórn.