Sjálfstæðismenn ekki búnir að gefa Katrínu uppá bátinn Jakob Bjarnar skrifar 15. nóvember 2016 16:43 Sjálfstæðismenn horfa nú vonglöðum augum til Katrínar og hafa ekki gefið upp alla von um að takist að mynda stjórn Sjálfstæðisflokks og VG. Sjálfstæðismenn eru ekki alveg búnir að gefa upp alla von um stjórnarsetu og biðla nú til Katrínar Jakobsdóttur. Eftir að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðiflokksins, sleit stjórnarmyndunarviðræðum við BF og Viðreisn, beinast sjónir manna að Katrínu Jakobsdóttur, formanns VG. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, telur borðleggjandi að hún fái umboðið næst.Vonglaðir sveitarstjórnarmenn Bjarni er ekki búinn að skila umboði sínu, hann á fund með Guðna Th. Jóhannssyni forseta Íslands nú klukkan fimm og er fastlega búist við því að hann muni þá skila stjórnarmyndunarumboðinu. Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði við HÍ telur að val Guðna standi á milli Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar og Katrínar. Og þó Katrín teljist líklegri kostur kemur Benedikt allt eins til greina, sé rýnt í orð forsetans þegar hann fól Bjarna að reyna að mynda stjórn. Slit viðræðnanna virðast hafa valdið vonbrigðum í herbúðum Sjálfstæðismanna, þeir láta lítt fyrir sér fara á samfélagsmiðlum. En, þó eru tveir sveitarstjórnarmenn sem láta ekki deigan síga, foringjar í sinni sveit. Elliði Vignisson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðismanna í borginni. Halldór spyr: „Hvernig væri nú að VG kæmi að borðinu með Sjálfstæðisflokki. Það þarf að mynda starfhæfa ríkisstjórn.“Katrín mun sýna ábyrgð Og Elliði segir: „Enn er fátt sem kemur á óvart. Næst verður reynd vinstri ríkisstjórn etv. með hlutleysi einhverra flokka. Þegar það svo gengur ekki sýnir Katrín Jakobsdóttir þá ábyrgð að taka upp viðræður við Sjálfstæðisflokk og Bjarta framtíð. Sú ríkisstjórn kemur til með að hafa breiða skírskotun og leiða í jörð þrætumál seinustu áratuga.“ Sjálfstæðismenn renndu hýru auga til Katrínar áður en viðræður hófust, en hún gaf þeim ekkert undir fótinn og hefur lýst því yfir að hún muni, líkt og Elliði bendir á, freista þess að mynda stjórn frá vinstri og inn að miðju. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Fögnuður brýst út á Facebook og Óttarr tekinn í sátt Stjórnmálafræðingur gerir frekar ráð fyrir því að Katrín fái umboðið en Benedikt. 15. nóvember 2016 15:22 Bjarni og Katrín búin að ræða saman Óvíst er hvað gerist á fundi Bjarna með Guðna Th. Jóhanessyni á Bessastöðum klukkan 17. 15. nóvember 2016 16:37 Katrín ítrekar að hún vilji fá stjórnarmyndunarumboðið Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir í samtali við Vísi að ekki sé búið að boða hana á Bessastaði í dag. 15. nóvember 2016 16:38 Bein útsending: Bjarni fundar með forseta klukkan 17 Óvíst er þó hvort að Bjarni muni skila stjórnarmyndunarumboðinu á fundinum með forsetanum. 15. nóvember 2016 15:30 Birgitta: Eðlilegast að Bjarni skili umboðinu og Katrín fái að spreyta sig Segir Pírata aldrei hafa hafnað því að taka þátt í ríkisstjórn. 15. nóvember 2016 15:55 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Sjá meira
Sjálfstæðismenn eru ekki alveg búnir að gefa upp alla von um stjórnarsetu og biðla nú til Katrínar Jakobsdóttur. Eftir að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðiflokksins, sleit stjórnarmyndunarviðræðum við BF og Viðreisn, beinast sjónir manna að Katrínu Jakobsdóttur, formanns VG. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, telur borðleggjandi að hún fái umboðið næst.Vonglaðir sveitarstjórnarmenn Bjarni er ekki búinn að skila umboði sínu, hann á fund með Guðna Th. Jóhannssyni forseta Íslands nú klukkan fimm og er fastlega búist við því að hann muni þá skila stjórnarmyndunarumboðinu. Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði við HÍ telur að val Guðna standi á milli Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar og Katrínar. Og þó Katrín teljist líklegri kostur kemur Benedikt allt eins til greina, sé rýnt í orð forsetans þegar hann fól Bjarna að reyna að mynda stjórn. Slit viðræðnanna virðast hafa valdið vonbrigðum í herbúðum Sjálfstæðismanna, þeir láta lítt fyrir sér fara á samfélagsmiðlum. En, þó eru tveir sveitarstjórnarmenn sem láta ekki deigan síga, foringjar í sinni sveit. Elliði Vignisson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðismanna í borginni. Halldór spyr: „Hvernig væri nú að VG kæmi að borðinu með Sjálfstæðisflokki. Það þarf að mynda starfhæfa ríkisstjórn.“Katrín mun sýna ábyrgð Og Elliði segir: „Enn er fátt sem kemur á óvart. Næst verður reynd vinstri ríkisstjórn etv. með hlutleysi einhverra flokka. Þegar það svo gengur ekki sýnir Katrín Jakobsdóttir þá ábyrgð að taka upp viðræður við Sjálfstæðisflokk og Bjarta framtíð. Sú ríkisstjórn kemur til með að hafa breiða skírskotun og leiða í jörð þrætumál seinustu áratuga.“ Sjálfstæðismenn renndu hýru auga til Katrínar áður en viðræður hófust, en hún gaf þeim ekkert undir fótinn og hefur lýst því yfir að hún muni, líkt og Elliði bendir á, freista þess að mynda stjórn frá vinstri og inn að miðju.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Fögnuður brýst út á Facebook og Óttarr tekinn í sátt Stjórnmálafræðingur gerir frekar ráð fyrir því að Katrín fái umboðið en Benedikt. 15. nóvember 2016 15:22 Bjarni og Katrín búin að ræða saman Óvíst er hvað gerist á fundi Bjarna með Guðna Th. Jóhanessyni á Bessastöðum klukkan 17. 15. nóvember 2016 16:37 Katrín ítrekar að hún vilji fá stjórnarmyndunarumboðið Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir í samtali við Vísi að ekki sé búið að boða hana á Bessastaði í dag. 15. nóvember 2016 16:38 Bein útsending: Bjarni fundar með forseta klukkan 17 Óvíst er þó hvort að Bjarni muni skila stjórnarmyndunarumboðinu á fundinum með forsetanum. 15. nóvember 2016 15:30 Birgitta: Eðlilegast að Bjarni skili umboðinu og Katrín fái að spreyta sig Segir Pírata aldrei hafa hafnað því að taka þátt í ríkisstjórn. 15. nóvember 2016 15:55 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Sjá meira
Fögnuður brýst út á Facebook og Óttarr tekinn í sátt Stjórnmálafræðingur gerir frekar ráð fyrir því að Katrín fái umboðið en Benedikt. 15. nóvember 2016 15:22
Bjarni og Katrín búin að ræða saman Óvíst er hvað gerist á fundi Bjarna með Guðna Th. Jóhanessyni á Bessastöðum klukkan 17. 15. nóvember 2016 16:37
Katrín ítrekar að hún vilji fá stjórnarmyndunarumboðið Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir í samtali við Vísi að ekki sé búið að boða hana á Bessastaði í dag. 15. nóvember 2016 16:38
Bein útsending: Bjarni fundar með forseta klukkan 17 Óvíst er þó hvort að Bjarni muni skila stjórnarmyndunarumboðinu á fundinum með forsetanum. 15. nóvember 2016 15:30
Birgitta: Eðlilegast að Bjarni skili umboðinu og Katrín fái að spreyta sig Segir Pírata aldrei hafa hafnað því að taka þátt í ríkisstjórn. 15. nóvember 2016 15:55