60 ára gamlir skór eru komnir aftur með stæl Ritstjórn skrifar 15. nóvember 2016 12:30 Það er ekkert lát að vinsældum strigaskósins þessa dagana og úrvalið hefur sjaldan verið meira og betra. Til dæmis hefur merkið Adidas fengið uppreisn æru undanfarin misseri með því að dusta rykið af skóm á borð við Stan Smith og Superstar sem tískufyrirmyndir hafa klæðst óspart síðustu mánuði. Nú er það hinsvegar önnur týpa sem er að tröllríða öllu en það er Gazelle frá Adidas sem á 60 ára sögu hjá merkinu. Skórnir voru í uppáhaldi hjá Kate Moss árið 1993, en tíska tíunda áratugarins er einmitt kominn hringinn þetta árið og margir sækja innblástur þaðan. Einkenni skósins er t-ið á tánni og blandan af litríku rúskinni og hvítum röndum. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum eru þetta skór sem passa við hvað sem er og eru þægindin í fyrirrúmi. Skórnir fást hér á landi mörgum ólíkum litum í búðum á borð við Skór.is, Húrra Reykjavík og Urban í Kringlunni. Kate Moss. Glamour Tíska Mest lesið Crocs skór á tískupallinn Glamour Hliðarspeglatöskur og bílamottupils Glamour Hátíðarfarðanir sem munu slá í gegn Glamour Raf Simons hættur hjá Dior Glamour Ég er glamorous! Glamour Grammy 2017: Verst klæddu stjörnurnar Glamour Frábærar hugmyndir að konudagsgjöfum Glamour Perlur fyrir alla - alls staðar Glamour Leiklesa Sorry á stórkostlegan hátt Glamour Svart og hvítt á rauðum dregli Glamour
Það er ekkert lát að vinsældum strigaskósins þessa dagana og úrvalið hefur sjaldan verið meira og betra. Til dæmis hefur merkið Adidas fengið uppreisn æru undanfarin misseri með því að dusta rykið af skóm á borð við Stan Smith og Superstar sem tískufyrirmyndir hafa klæðst óspart síðustu mánuði. Nú er það hinsvegar önnur týpa sem er að tröllríða öllu en það er Gazelle frá Adidas sem á 60 ára sögu hjá merkinu. Skórnir voru í uppáhaldi hjá Kate Moss árið 1993, en tíska tíunda áratugarins er einmitt kominn hringinn þetta árið og margir sækja innblástur þaðan. Einkenni skósins er t-ið á tánni og blandan af litríku rúskinni og hvítum röndum. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum eru þetta skór sem passa við hvað sem er og eru þægindin í fyrirrúmi. Skórnir fást hér á landi mörgum ólíkum litum í búðum á borð við Skór.is, Húrra Reykjavík og Urban í Kringlunni. Kate Moss.
Glamour Tíska Mest lesið Crocs skór á tískupallinn Glamour Hliðarspeglatöskur og bílamottupils Glamour Hátíðarfarðanir sem munu slá í gegn Glamour Raf Simons hættur hjá Dior Glamour Ég er glamorous! Glamour Grammy 2017: Verst klæddu stjörnurnar Glamour Frábærar hugmyndir að konudagsgjöfum Glamour Perlur fyrir alla - alls staðar Glamour Leiklesa Sorry á stórkostlegan hátt Glamour Svart og hvítt á rauðum dregli Glamour