Ógagnsæi og þögn í söluferli eigna ríkisins Hafliði Helgason skrifar 14. nóvember 2016 13:30 Þórhallur Arason, stjórnaformaður Lindarhvols og skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu. Engin svör fást frá Lindarhvoli um gagnrýni á söluferli Lindarhvols á eignum ríkisins í Klakka sem á lánafyrirtækið Lýsingu. Á heimasíðu Lindarhvols birtist á föstudag tilkynning um að sölu væri lokið og félagið selt BLM fjárfestingum. BLM er í eigu vogunarsjóðsins Burlington Loan Management. Veruleg óánægja er með framkvæmd sölunnar meðal umbjóðenda Kviku sem sendu tilboð í félagið. BLM höfðu áður reynt að kaupa hlutinn í Klakka á 428 milljónir króna í lok september. Félagið var auglýst til sölu og 14. október sendi Kvika tilboð fyrir hönd viðskiptavina sem hljóðaði upp á 501 milljón króna. BLM reyndist svo eiga tilboð upp á 505 milljónir króna í hlutinn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins leikur grunur meðal annarra bjóðenda á að trúnaðargögnum hafi verið lekið. Í útboðsreglum ríkisins er gert ráð fyrir að tilboð séu opnuð í viðurvist bjóðenda, en í tilviki sölunnar nú voru tilboð send í tölvupósti og því virðist ferlið ekki hafa tryggt jafnræði bjóðenda. Steinar Þór Guðgeirsson lögmaður og Íslög sjá um daglegan rekstur Lindarhvols. Ekki er hægt að sjá á heimasíðu Lindarhvols að sú þjónusta hafi verið boðin út. Steinar er stjórnarmaður í Klakka, en forstjóri félagsins er Magnús Scheving Thorsteinsson en gagnrýnendur söluferlisins telja að hann hafi gert tilboðið fyrir hönd BLM sem er fyrir stærsti eigandi Klakka, þar sem hann er eini stjórnarmaður félagsins. Lindarhvoll ehf. er með samning við fjármálaráðuneytið um sölu ríkiseigna. Utanaðkomandi ráðgjafar hafa verið fengnir í önnur verkefni, en svo virðist ekki vera um sölu þessa hlutar. Á heimasíðu Lindarhvols er gefið upp símanúmer til að hringja í á skrifstofutíma. Ekki virðist svarað í þann síma. Þá hefur Fréttablaðið komið skilaboðum á stjórnarformann Lindarhvols, Þórhall Arason, skrifstofustjóra í fjármálaráðuneytinu, og Steinar Þór Guðgeirsson, en hvorugur hefur svarað skilaboðum. Sigurður Valtýsson er framkvæmdastjóri félags í eigu Ágústs og Lýðs Guðmundssona sem Kvika gerði tilboð fyrir. Hann segir stjórnarhætti Lindarhvols fyrir neðan allar hellur. „Við teljum að þessi vinnubrögð séu brot á samningi Lindarhvols við fjármálaráðuneytið og ef ekkert verði að gert hljóti ábyrgðin á endanum að vera fjármálaráðherrans.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Starfsemi Lindarhvols Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Engin svör fást frá Lindarhvoli um gagnrýni á söluferli Lindarhvols á eignum ríkisins í Klakka sem á lánafyrirtækið Lýsingu. Á heimasíðu Lindarhvols birtist á föstudag tilkynning um að sölu væri lokið og félagið selt BLM fjárfestingum. BLM er í eigu vogunarsjóðsins Burlington Loan Management. Veruleg óánægja er með framkvæmd sölunnar meðal umbjóðenda Kviku sem sendu tilboð í félagið. BLM höfðu áður reynt að kaupa hlutinn í Klakka á 428 milljónir króna í lok september. Félagið var auglýst til sölu og 14. október sendi Kvika tilboð fyrir hönd viðskiptavina sem hljóðaði upp á 501 milljón króna. BLM reyndist svo eiga tilboð upp á 505 milljónir króna í hlutinn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins leikur grunur meðal annarra bjóðenda á að trúnaðargögnum hafi verið lekið. Í útboðsreglum ríkisins er gert ráð fyrir að tilboð séu opnuð í viðurvist bjóðenda, en í tilviki sölunnar nú voru tilboð send í tölvupósti og því virðist ferlið ekki hafa tryggt jafnræði bjóðenda. Steinar Þór Guðgeirsson lögmaður og Íslög sjá um daglegan rekstur Lindarhvols. Ekki er hægt að sjá á heimasíðu Lindarhvols að sú þjónusta hafi verið boðin út. Steinar er stjórnarmaður í Klakka, en forstjóri félagsins er Magnús Scheving Thorsteinsson en gagnrýnendur söluferlisins telja að hann hafi gert tilboðið fyrir hönd BLM sem er fyrir stærsti eigandi Klakka, þar sem hann er eini stjórnarmaður félagsins. Lindarhvoll ehf. er með samning við fjármálaráðuneytið um sölu ríkiseigna. Utanaðkomandi ráðgjafar hafa verið fengnir í önnur verkefni, en svo virðist ekki vera um sölu þessa hlutar. Á heimasíðu Lindarhvols er gefið upp símanúmer til að hringja í á skrifstofutíma. Ekki virðist svarað í þann síma. Þá hefur Fréttablaðið komið skilaboðum á stjórnarformann Lindarhvols, Þórhall Arason, skrifstofustjóra í fjármálaráðuneytinu, og Steinar Þór Guðgeirsson, en hvorugur hefur svarað skilaboðum. Sigurður Valtýsson er framkvæmdastjóri félags í eigu Ágústs og Lýðs Guðmundssona sem Kvika gerði tilboð fyrir. Hann segir stjórnarhætti Lindarhvols fyrir neðan allar hellur. „Við teljum að þessi vinnubrögð séu brot á samningi Lindarhvols við fjármálaráðuneytið og ef ekkert verði að gert hljóti ábyrgðin á endanum að vera fjármálaráðherrans.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Starfsemi Lindarhvols Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira