Steinkross gæti verið elsti grafreitur Íslands Kristján Már Unnarsson skrifar 28. nóvember 2016 22:45 Elstu grafreitir Íslendinga gætu verið að Steinkrossi á Rangárvöllum, sé sú kenning Einars Pálssonar rétt að sá staður hafi verið miðja sólúrs og goðfræðilegrar heimsmyndar á landnámsöld. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 og þættinum Landnemarnir í viðtali við Pétur Halldórsson, áhugamann um kenningar Einars. Það var árið 1969 sem fræðimaðurinn Einar Pálsson birti byltingarkenndar kenningar sínar um að í Njálssögu væri fólgið goðfræðilegt táknmál sem úr mætti lesa það sem hann kallaði Hjól Rangárhverfis og væri byggt á ævafornri speki og helgum tölum. Samkvæmt þeim gegndi jörðin Steinkross lykilhlutverki. Hún var miðjan í þeirri heimsmynd sem Einar las úr launmáli Njálu.Einar Pálsson, höfundur rita um rætur íslenskrar menningar. Hann lést árið 1996.Pétur Halldórsson er í hópi áhugamanna sem halda kenningum Einars á lofti. „Það er sennilega með merkilegri uppgötvunum í Íslandssögunni. Einar Pálsson finnur þetta kerfi í Njálssögu, - í launmáli Njálssögu,” segir Pétur. Kenningarnar hafa þó ætíð verið umdeildar, þannig segist Guðrún Sveinbjarnardóttir fornleifafræðingar ekki vita um neinn í sinni stétt sem trúi þessu.Guðrún Sveinbjarnardóttir fornleifafræðingur.Stöð 2/Ragnar Dagur.„Þetta er svona heillandi og freistandi kannski að sjá eitthvað munstur í þessu. En ég veit ekki um neinn sem tekur neitt mark á þessu,” segir Guðrún. Þeir eru þó til innan háskólasamfélagsins sem telja að þetta sé ekki tóm steypa. Þannig segir Gísli Sigurðsson, rannsóknarprófessor við Árnastofnun, að fram séu komnar viðurkenndar vísindarannsóknir sem sýni að miklu meira hafi verið hugsað um einmitt svona staðsetningar og einhverskonar mælingar en menn vissu fyrir 20-30 árum. Þrídrangar í hafi voru eitt af kennileitunum sem mörkuðu Hjól Rangárhverfis, samkvæmt tilgátu Einars Pálssonar.Teikning/Sigurður Valur Sigurðsson.En kannski gæti fornleifauppgröftur að Steinkrossi veitt svör. „Ég held því fram að hérna séu grafreitir, og jafnvel með þeim fyrstu sennilega, því miðað við þær heimsmyndir sem ég er að sjá um allan heim, þá eru grafreitir í miðjunni,” segir Pétur Halldórsson. Ítarlega var fjallað um kenningar Einars Pálssonar í þættinum Landnemarnir. Fornminjar Landnemarnir Rangárþing ytra Tengdar fréttir Vantar marga kafla inn í Íslandssöguna Þetta segir Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur, höfundur nýrrar bókar um Árdaga Íslendinga. 13. nóvember 2016 20:45 Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15 Voru skógarnir svona veglegir við landnám? "Ég er sannfærður um það að allt láglendi landsins hafi litið svona út eins og þessi mynd sýnir,” segir Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri. 20. nóvember 2016 12:00 Forn varða talin hluti af launspeki landnámsins Stór varða í útjaðri Reykjavíkur sögð hluti af útmældu kerfi sem tengdist árstíðaskiptum og gangi himintungla. 27. nóvember 2016 08:30 Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira
Elstu grafreitir Íslendinga gætu verið að Steinkrossi á Rangárvöllum, sé sú kenning Einars Pálssonar rétt að sá staður hafi verið miðja sólúrs og goðfræðilegrar heimsmyndar á landnámsöld. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 og þættinum Landnemarnir í viðtali við Pétur Halldórsson, áhugamann um kenningar Einars. Það var árið 1969 sem fræðimaðurinn Einar Pálsson birti byltingarkenndar kenningar sínar um að í Njálssögu væri fólgið goðfræðilegt táknmál sem úr mætti lesa það sem hann kallaði Hjól Rangárhverfis og væri byggt á ævafornri speki og helgum tölum. Samkvæmt þeim gegndi jörðin Steinkross lykilhlutverki. Hún var miðjan í þeirri heimsmynd sem Einar las úr launmáli Njálu.Einar Pálsson, höfundur rita um rætur íslenskrar menningar. Hann lést árið 1996.Pétur Halldórsson er í hópi áhugamanna sem halda kenningum Einars á lofti. „Það er sennilega með merkilegri uppgötvunum í Íslandssögunni. Einar Pálsson finnur þetta kerfi í Njálssögu, - í launmáli Njálssögu,” segir Pétur. Kenningarnar hafa þó ætíð verið umdeildar, þannig segist Guðrún Sveinbjarnardóttir fornleifafræðingar ekki vita um neinn í sinni stétt sem trúi þessu.Guðrún Sveinbjarnardóttir fornleifafræðingur.Stöð 2/Ragnar Dagur.„Þetta er svona heillandi og freistandi kannski að sjá eitthvað munstur í þessu. En ég veit ekki um neinn sem tekur neitt mark á þessu,” segir Guðrún. Þeir eru þó til innan háskólasamfélagsins sem telja að þetta sé ekki tóm steypa. Þannig segir Gísli Sigurðsson, rannsóknarprófessor við Árnastofnun, að fram séu komnar viðurkenndar vísindarannsóknir sem sýni að miklu meira hafi verið hugsað um einmitt svona staðsetningar og einhverskonar mælingar en menn vissu fyrir 20-30 árum. Þrídrangar í hafi voru eitt af kennileitunum sem mörkuðu Hjól Rangárhverfis, samkvæmt tilgátu Einars Pálssonar.Teikning/Sigurður Valur Sigurðsson.En kannski gæti fornleifauppgröftur að Steinkrossi veitt svör. „Ég held því fram að hérna séu grafreitir, og jafnvel með þeim fyrstu sennilega, því miðað við þær heimsmyndir sem ég er að sjá um allan heim, þá eru grafreitir í miðjunni,” segir Pétur Halldórsson. Ítarlega var fjallað um kenningar Einars Pálssonar í þættinum Landnemarnir.
Fornminjar Landnemarnir Rangárþing ytra Tengdar fréttir Vantar marga kafla inn í Íslandssöguna Þetta segir Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur, höfundur nýrrar bókar um Árdaga Íslendinga. 13. nóvember 2016 20:45 Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15 Voru skógarnir svona veglegir við landnám? "Ég er sannfærður um það að allt láglendi landsins hafi litið svona út eins og þessi mynd sýnir,” segir Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri. 20. nóvember 2016 12:00 Forn varða talin hluti af launspeki landnámsins Stór varða í útjaðri Reykjavíkur sögð hluti af útmældu kerfi sem tengdist árstíðaskiptum og gangi himintungla. 27. nóvember 2016 08:30 Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira
Vantar marga kafla inn í Íslandssöguna Þetta segir Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur, höfundur nýrrar bókar um Árdaga Íslendinga. 13. nóvember 2016 20:45
Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15
Voru skógarnir svona veglegir við landnám? "Ég er sannfærður um það að allt láglendi landsins hafi litið svona út eins og þessi mynd sýnir,” segir Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri. 20. nóvember 2016 12:00
Forn varða talin hluti af launspeki landnámsins Stór varða í útjaðri Reykjavíkur sögð hluti af útmældu kerfi sem tengdist árstíðaskiptum og gangi himintungla. 27. nóvember 2016 08:30