Katrín segir flokkana þurfa að hugsa út fyrir kassann og útilokar ekki minnihlutastjórn Heimir Már Pétursson skrifar 25. nóvember 2016 00:00 Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir formenn flokkanna þurfa að hugsa út fyrir kassann í þeirri stöðu sem nú er komin upp í stjórnmálum landsins. Hún útilokar ekki að mynduð verði minnihlutastjórn í landinu eftir að hún skilaði umboði sínu til stjórnarmyndunar í dag. Katrín kom á fund forseta Íslands klukkan tíu í morgun og skilaði skilaði umboði sínu til stjórnarmyndunar eftir að hafa haft það í níu daga. Hún greindi forseta frá því að ekki hefði tekist að mynda þá fimm flokka stjórn sem hún vildi mynda og benti ekki á neinn annan sem taldi að ætti að fá umboð til myndun stjórnar. Það eru kannski ekki margir möguleikar eftir. Það er auðvitað hægt að mynda sömu þriggja flokka stjórnina og Bjarni Benediktsson reyndi að mynda með Viðreisn og Bjartri framtíð. Hún hefði minnsta mögulega meirihluta á Alþingi. En Bjarni skilaði sínu umboði eftir að hann taldi að ekki væri næg samstaða um lykilmálefni og að við þær aðstæður væri meirihlutinn of knappur.Er kannski komið að því sem Píratar ræddu, að mynda minnihlutastjórn sem myndi þá þurfa að semja við aðra flokka um einstök mál eða jafnvel þjóðstjórn?„Ég held að það sé ekkert útilokað í stöðunni núna. Þótt það sé eðlilegt að fyrst hafi verið reynt að ná að mynda hér meirihlutastjórnir held ég að þetta sé eitt af því sem flokkarnir verða að ræða í sínum röðum. Hvað þeir eru tilbúnirn að gera í þessum málum. Ég held að við þurfum að hugsa svolítið út fyrir kassann,“ sagði Katrín. Vinstri græn hafi lagt áherslu á tiltekin málefni í kosningabaráttunni og viðræðum við aðra flokka að loknum kosningum. „Og þau munu áfram ráða för í okkar vinnu í þessum málum. En auðvitað þurfum við að fara yfir hvaða málamiðlanir við teljum raunhæft að gera,“ sagði formaður VG.Þarf þá ekki að semja um færri mál sem skipta þjóðina öllu máli heldur en að búa til mjög ítarlegan stjórnarsáttmála?„Það kann að vera,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Benedikt hrifsaði með sér Svarta-Péturinn Össur greinir stöðuna og telur víst að Katrín verði ráðherra innan tíðar. 25. nóvember 2016 13:11 „Forsetinn getur ekkert barið þá saman“ Sagnfræðingur telur það klókt af forseta Íslands að veita engum stjórnarmyndunarumboð. Það gæti haft þveröfugáhrif ef hann myndi skipta sér of mikið af. 25. nóvember 2016 14:22 Þorsteinn: Málefnaleg samstaða mikilvægari en sterkur meirihluti Segir að viðræður þar sem stór hluti hins pólitíska litrófs komi saman verði til þess að allir þurfi að gefa of mikið eftir af sínum stefnumálum. 25. nóvember 2016 18:03 Forsetinn veitir engum stjórnarmyndunarumboð: "Engin ástæða til taugaveiklunar“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hefur ákveðið að veita engum tilteknum flokksleiðtoga umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 25. nóvember 2016 11:13 Hefur fullan skilning á ákvörðun forseta að veita engum umboð „Það liggur ekki fyrir að neinum formanni hafi tekist að ná nógu mörgum að borðinu.“ 25. nóvember 2016 12:41 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Áformin séu það eina í stöðunni vegna neyðarástands Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir formenn flokkanna þurfa að hugsa út fyrir kassann í þeirri stöðu sem nú er komin upp í stjórnmálum landsins. Hún útilokar ekki að mynduð verði minnihlutastjórn í landinu eftir að hún skilaði umboði sínu til stjórnarmyndunar í dag. Katrín kom á fund forseta Íslands klukkan tíu í morgun og skilaði skilaði umboði sínu til stjórnarmyndunar eftir að hafa haft það í níu daga. Hún greindi forseta frá því að ekki hefði tekist að mynda þá fimm flokka stjórn sem hún vildi mynda og benti ekki á neinn annan sem taldi að ætti að fá umboð til myndun stjórnar. Það eru kannski ekki margir möguleikar eftir. Það er auðvitað hægt að mynda sömu þriggja flokka stjórnina og Bjarni Benediktsson reyndi að mynda með Viðreisn og Bjartri framtíð. Hún hefði minnsta mögulega meirihluta á Alþingi. En Bjarni skilaði sínu umboði eftir að hann taldi að ekki væri næg samstaða um lykilmálefni og að við þær aðstæður væri meirihlutinn of knappur.Er kannski komið að því sem Píratar ræddu, að mynda minnihlutastjórn sem myndi þá þurfa að semja við aðra flokka um einstök mál eða jafnvel þjóðstjórn?„Ég held að það sé ekkert útilokað í stöðunni núna. Þótt það sé eðlilegt að fyrst hafi verið reynt að ná að mynda hér meirihlutastjórnir held ég að þetta sé eitt af því sem flokkarnir verða að ræða í sínum röðum. Hvað þeir eru tilbúnirn að gera í þessum málum. Ég held að við þurfum að hugsa svolítið út fyrir kassann,“ sagði Katrín. Vinstri græn hafi lagt áherslu á tiltekin málefni í kosningabaráttunni og viðræðum við aðra flokka að loknum kosningum. „Og þau munu áfram ráða för í okkar vinnu í þessum málum. En auðvitað þurfum við að fara yfir hvaða málamiðlanir við teljum raunhæft að gera,“ sagði formaður VG.Þarf þá ekki að semja um færri mál sem skipta þjóðina öllu máli heldur en að búa til mjög ítarlegan stjórnarsáttmála?„Það kann að vera,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Benedikt hrifsaði með sér Svarta-Péturinn Össur greinir stöðuna og telur víst að Katrín verði ráðherra innan tíðar. 25. nóvember 2016 13:11 „Forsetinn getur ekkert barið þá saman“ Sagnfræðingur telur það klókt af forseta Íslands að veita engum stjórnarmyndunarumboð. Það gæti haft þveröfugáhrif ef hann myndi skipta sér of mikið af. 25. nóvember 2016 14:22 Þorsteinn: Málefnaleg samstaða mikilvægari en sterkur meirihluti Segir að viðræður þar sem stór hluti hins pólitíska litrófs komi saman verði til þess að allir þurfi að gefa of mikið eftir af sínum stefnumálum. 25. nóvember 2016 18:03 Forsetinn veitir engum stjórnarmyndunarumboð: "Engin ástæða til taugaveiklunar“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hefur ákveðið að veita engum tilteknum flokksleiðtoga umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 25. nóvember 2016 11:13 Hefur fullan skilning á ákvörðun forseta að veita engum umboð „Það liggur ekki fyrir að neinum formanni hafi tekist að ná nógu mörgum að borðinu.“ 25. nóvember 2016 12:41 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Áformin séu það eina í stöðunni vegna neyðarástands Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Sjá meira
Benedikt hrifsaði með sér Svarta-Péturinn Össur greinir stöðuna og telur víst að Katrín verði ráðherra innan tíðar. 25. nóvember 2016 13:11
„Forsetinn getur ekkert barið þá saman“ Sagnfræðingur telur það klókt af forseta Íslands að veita engum stjórnarmyndunarumboð. Það gæti haft þveröfugáhrif ef hann myndi skipta sér of mikið af. 25. nóvember 2016 14:22
Þorsteinn: Málefnaleg samstaða mikilvægari en sterkur meirihluti Segir að viðræður þar sem stór hluti hins pólitíska litrófs komi saman verði til þess að allir þurfi að gefa of mikið eftir af sínum stefnumálum. 25. nóvember 2016 18:03
Forsetinn veitir engum stjórnarmyndunarumboð: "Engin ástæða til taugaveiklunar“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hefur ákveðið að veita engum tilteknum flokksleiðtoga umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 25. nóvember 2016 11:13
Hefur fullan skilning á ákvörðun forseta að veita engum umboð „Það liggur ekki fyrir að neinum formanni hafi tekist að ná nógu mörgum að borðinu.“ 25. nóvember 2016 12:41