Ætla ekki að fjarlægja sig Viðreisn Birgir Olgeirsson skrifar 24. nóvember 2016 23:00 Óttarr Proppé ræðir hér við félagsmenn Bjartrar framtíðar. Vísir/Ernir „Við vorum að spjalla um stöðuna í pólitíkinni hérna og aðeins að tala saman um stjórnarmyndunarviðræðurnar sem var slitið í gær og hvað muni gerast næst,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, um fund í félagsheimili Bjartrar framtíðar að Bræðraborgarstíg. Komu þar saman nær allir þingmenn flokksins sem fóru yfir stöðuna með hluta af stjórn Bjartrar framtíðar, sem telur rúmlega áttatíu manns. Ekki var um formlegan fund að ræða en meðlimir flokksins veltu þar fyrri sér hlutunum skoðuðu málin og reyndu að ímynda sér næstu skrefin í þessari flóknu stöðu sem er komin upp. Björt framtíð og Viðreisn hafa farið saman í gegnum þetta stjórnarmyndunarferli en í gær kom í ljós að stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Pírata, Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar og Viðreisnar strönduðu á því hve langt var á milli Vinstri grænna og Viðreisnar þegar kom að skattamálum og sjávarútvegsmálum. Aðspurður hvort það hafi komið til tals á þessum fundi í kvöld að Björt framtíð myndi fjarlægja sig Viðreisn í næstu skrefum svarar Óttarr því neitandi. „Það hefur ekkert verið rætt og við höfum ekki séð ástæðu til annars en að halda áfram því samstarfi. Flokkarnir eiga margt sameiginlegt og þessi frjálslynda miðja þarf „boost“ í íslenskri pólitík og við gerum það betur saman.“ Hann segist gera fastlega ráð fyrir því að allir forystumenn flokkanna ásamt öðrum finni til ábyrgðar að reyna að finna einhverja leið til að mynda ríkisstjórn. „Þetta er skrýtinn tími á árinu til þess og menn þurfa örugglega að horfa til þess næstu daga að leggja fram fjárlög. Ég geri nú ráð fyrir því að það verði allir dálítið að reyna að finna einhverjar leiðir til þess. En ég er eiginlega löngu hættur að reyna að ímynda mér hvernig það verður. Það þarf einhvern veginn að reyna að vinna á nýjan hátt úr því sem kom úr kössunum,“ segir Óttarr en aðspurður hvað þetta nýja ætti að vera segist hann ekki vera með neitt ákveðið í huga. „Síðan ég var í barnaskóla hefur þessi staða aldrei verið uppi að það hafi verið óljóst hverjir mynda ríkisstjórn eða hver myndi vera leiðandi í því að mynda ríkisstjórn. Við erum með þrjá tiltölulega nýja flokka á þingi og marga flokka sem hafa gefið út miklar yfirlýsingar um samstarf eða ómöguleika á samstarfi, þannig að þetta er mjög flókin staða sem við berum öll sameiginlega ábyrgð á að leysa,“ segir Óttarr. Spurður hvort hann muni taka stjórnarmyndunarumboði frá forseta Íslands ef það myndi bjóðast svarar Óttarr: „Maður er eiginlega þessa dagana kominn í það að taka því sem kemur upp, þetta er þannig ástand.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Forsetinn gæti farið að reka á eftir formönnum flokkanna Stjórnmálafræðingi finnst formenn flokkanna hafa verið fremur lausbeislaðir í þessum stjórnarmyndunarviðræðum. 23. nóvember 2016 21:04 Lilja um stjórnarmyndunarviðræður: Teljum þriggja flokka stjórn betri "Það sem er að gerast akkúrat núna er að allir flokkar eru að tala saman.“ 24. nóvember 2016 18:40 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
„Við vorum að spjalla um stöðuna í pólitíkinni hérna og aðeins að tala saman um stjórnarmyndunarviðræðurnar sem var slitið í gær og hvað muni gerast næst,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, um fund í félagsheimili Bjartrar framtíðar að Bræðraborgarstíg. Komu þar saman nær allir þingmenn flokksins sem fóru yfir stöðuna með hluta af stjórn Bjartrar framtíðar, sem telur rúmlega áttatíu manns. Ekki var um formlegan fund að ræða en meðlimir flokksins veltu þar fyrri sér hlutunum skoðuðu málin og reyndu að ímynda sér næstu skrefin í þessari flóknu stöðu sem er komin upp. Björt framtíð og Viðreisn hafa farið saman í gegnum þetta stjórnarmyndunarferli en í gær kom í ljós að stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Pírata, Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar og Viðreisnar strönduðu á því hve langt var á milli Vinstri grænna og Viðreisnar þegar kom að skattamálum og sjávarútvegsmálum. Aðspurður hvort það hafi komið til tals á þessum fundi í kvöld að Björt framtíð myndi fjarlægja sig Viðreisn í næstu skrefum svarar Óttarr því neitandi. „Það hefur ekkert verið rætt og við höfum ekki séð ástæðu til annars en að halda áfram því samstarfi. Flokkarnir eiga margt sameiginlegt og þessi frjálslynda miðja þarf „boost“ í íslenskri pólitík og við gerum það betur saman.“ Hann segist gera fastlega ráð fyrir því að allir forystumenn flokkanna ásamt öðrum finni til ábyrgðar að reyna að finna einhverja leið til að mynda ríkisstjórn. „Þetta er skrýtinn tími á árinu til þess og menn þurfa örugglega að horfa til þess næstu daga að leggja fram fjárlög. Ég geri nú ráð fyrir því að það verði allir dálítið að reyna að finna einhverjar leiðir til þess. En ég er eiginlega löngu hættur að reyna að ímynda mér hvernig það verður. Það þarf einhvern veginn að reyna að vinna á nýjan hátt úr því sem kom úr kössunum,“ segir Óttarr en aðspurður hvað þetta nýja ætti að vera segist hann ekki vera með neitt ákveðið í huga. „Síðan ég var í barnaskóla hefur þessi staða aldrei verið uppi að það hafi verið óljóst hverjir mynda ríkisstjórn eða hver myndi vera leiðandi í því að mynda ríkisstjórn. Við erum með þrjá tiltölulega nýja flokka á þingi og marga flokka sem hafa gefið út miklar yfirlýsingar um samstarf eða ómöguleika á samstarfi, þannig að þetta er mjög flókin staða sem við berum öll sameiginlega ábyrgð á að leysa,“ segir Óttarr. Spurður hvort hann muni taka stjórnarmyndunarumboði frá forseta Íslands ef það myndi bjóðast svarar Óttarr: „Maður er eiginlega þessa dagana kominn í það að taka því sem kemur upp, þetta er þannig ástand.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Forsetinn gæti farið að reka á eftir formönnum flokkanna Stjórnmálafræðingi finnst formenn flokkanna hafa verið fremur lausbeislaðir í þessum stjórnarmyndunarviðræðum. 23. nóvember 2016 21:04 Lilja um stjórnarmyndunarviðræður: Teljum þriggja flokka stjórn betri "Það sem er að gerast akkúrat núna er að allir flokkar eru að tala saman.“ 24. nóvember 2016 18:40 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Forsetinn gæti farið að reka á eftir formönnum flokkanna Stjórnmálafræðingi finnst formenn flokkanna hafa verið fremur lausbeislaðir í þessum stjórnarmyndunarviðræðum. 23. nóvember 2016 21:04
Lilja um stjórnarmyndunarviðræður: Teljum þriggja flokka stjórn betri "Það sem er að gerast akkúrat núna er að allir flokkar eru að tala saman.“ 24. nóvember 2016 18:40