Vill gerast atvinnumaður Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. nóvember 2016 06:00 Systur með fimmtán gullverðlaun Eygló Ósk og Jóhanna Gerða Gústafsdætur voru afar sigursælar á Íslandsmeistaramótinu í 25 m laug sem fór fram um helgina. Þær hafa báðar tryggt sér keppnisrétt á HM í 25 m laug sem fer fram í Kanada í næsta mánuði. vísir/ernir Eygló Ósk Gústafsdóttir ætlar að byggja sig upp fyrir Ólympíuleikana í Tókýó sem atvinnumaður í sundi í Evrópu, fremur en að þekkjast boð um námsstyrk í Bandaríkjunum. Þetta staðfesti hún í samtali við Fréttablaðið. „Það er svo margt sem spilaði inn í þessa ákvörðun. En í grunninn tel ég að það hafi ekki verið rétti kosturinn fyrir mig að fara til Bandaríkjanna. Ég tel betra að finna mér stað í Evrópu þar sem ég get einbeitt mér algerlega að sundinu,“ segir Eygló Ósk, sem var valin íþróttamaður ársins í fyrra. Eygló Ósk er 21 árs og hefur verið að fá boð frá bandarískum háskólum í fimm ár. „Ég hef fengið ótal tölvupósta frá hinum ýmsu háskólum,“ segir hún. „En það lá alltaf fyrir hjá mér að klára menntaskólann á Íslandi fyrst. Það kom svo til greina hjá mér að fara til Bandaríkjanna eftir það en ég ákvað að það væri ekki fyrir mig.“Eygló ætlar að gerast atvinnumaður.vísir/ernirByrja á fullu í janúar Eygló Ósk hefur tekið því rólega síðan hún keppti á Ólympíuleikunum í Ríó í sumar. Þar komst hún í úrslit í 200 m baksundi og hafði þar með betur í samkeppni við marga fyrrverandi heims- og Ólympíumeistara. En þrátt fyrir að hafa tekið því rólega, ætlar hún ekki að slá slöku við. „Í janúar byrja ég að æfa á fullu og mun ekki hætta fyrr en að Ólympíuleikunum í Tókýó kemur. Ég hef enn rosalega mikinn metnað fyrir því sem ég vil gera en það er líka nauðsynlegt að taka sér hlé þegar tækifæri gefst, ekki síst fyrir andlegu hliðina,“ bætir hún við. Þess ber þó að geta að þrátt fyrir að hafa haft hægt um sig hefur hún æft daglega í sundlauginni.Keppa um peningaverðlaun Næst á dagskrá er að finna sér vettvang þar sem hún verður næstu þrjú og hálfa árið. Í því skyni hefur hún verið að þreifa fyrir sér og prófaði í haust að vera í æfingabúðum í Frakklandi. „Ég dýrka þjálfarann minn á Íslandi og gæti vel hugsað mér að vera áfram hér, ef ég hefði líka stórt keppnislið á bak við mig. En fyrst svo er ekki verður maður að leita annað,“ útskýrir hún. „Fyrst og fremst vil ég finna mér góðan stað þar sem ég get einbeitt mér að sundi án þess að hafa áhyggjur af fjárhagslegu hliðinni. Það er hægt að finna sér keppnislið þar sem maður er á launum og keppa á mótum þar sem peningaverðlaun eru í boði,“ segir hún. „Ég er tilbúin að prófa allt þar sem góð tækifæri eru í boði. En ég ætla að flýta mér hægt og taka mér góðan tíma til að taka endanlega ákvörðun.“ Sund Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira
Eygló Ósk Gústafsdóttir ætlar að byggja sig upp fyrir Ólympíuleikana í Tókýó sem atvinnumaður í sundi í Evrópu, fremur en að þekkjast boð um námsstyrk í Bandaríkjunum. Þetta staðfesti hún í samtali við Fréttablaðið. „Það er svo margt sem spilaði inn í þessa ákvörðun. En í grunninn tel ég að það hafi ekki verið rétti kosturinn fyrir mig að fara til Bandaríkjanna. Ég tel betra að finna mér stað í Evrópu þar sem ég get einbeitt mér algerlega að sundinu,“ segir Eygló Ósk, sem var valin íþróttamaður ársins í fyrra. Eygló Ósk er 21 árs og hefur verið að fá boð frá bandarískum háskólum í fimm ár. „Ég hef fengið ótal tölvupósta frá hinum ýmsu háskólum,“ segir hún. „En það lá alltaf fyrir hjá mér að klára menntaskólann á Íslandi fyrst. Það kom svo til greina hjá mér að fara til Bandaríkjanna eftir það en ég ákvað að það væri ekki fyrir mig.“Eygló ætlar að gerast atvinnumaður.vísir/ernirByrja á fullu í janúar Eygló Ósk hefur tekið því rólega síðan hún keppti á Ólympíuleikunum í Ríó í sumar. Þar komst hún í úrslit í 200 m baksundi og hafði þar með betur í samkeppni við marga fyrrverandi heims- og Ólympíumeistara. En þrátt fyrir að hafa tekið því rólega, ætlar hún ekki að slá slöku við. „Í janúar byrja ég að æfa á fullu og mun ekki hætta fyrr en að Ólympíuleikunum í Tókýó kemur. Ég hef enn rosalega mikinn metnað fyrir því sem ég vil gera en það er líka nauðsynlegt að taka sér hlé þegar tækifæri gefst, ekki síst fyrir andlegu hliðina,“ bætir hún við. Þess ber þó að geta að þrátt fyrir að hafa haft hægt um sig hefur hún æft daglega í sundlauginni.Keppa um peningaverðlaun Næst á dagskrá er að finna sér vettvang þar sem hún verður næstu þrjú og hálfa árið. Í því skyni hefur hún verið að þreifa fyrir sér og prófaði í haust að vera í æfingabúðum í Frakklandi. „Ég dýrka þjálfarann minn á Íslandi og gæti vel hugsað mér að vera áfram hér, ef ég hefði líka stórt keppnislið á bak við mig. En fyrst svo er ekki verður maður að leita annað,“ útskýrir hún. „Fyrst og fremst vil ég finna mér góðan stað þar sem ég get einbeitt mér að sundi án þess að hafa áhyggjur af fjárhagslegu hliðinni. Það er hægt að finna sér keppnislið þar sem maður er á launum og keppa á mótum þar sem peningaverðlaun eru í boði,“ segir hún. „Ég er tilbúin að prófa allt þar sem góð tækifæri eru í boði. En ég ætla að flýta mér hægt og taka mér góðan tíma til að taka endanlega ákvörðun.“
Sund Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira