Eitthvað virðist þó vanta á markaðssetninguna hjá Amazon ef marka má það sem hér sést, eða risastóra styttu af Jeremy Clarkson og er stórt höfuðið óvarið aftast á þessum flutningabíl sem sagt er í Twitter færslu að fari hér um þjóðvegi Washington ríkis. Á mynd sem fylgir sést þó að í bílnum sem myndin er tekin úr er hraðamælir sem mælir í kílómetrum og óíklegt er að slíkir bílar finnist á bandarískum vegum. Því eru þessar myndir líklega teknar í öðru landi, en hvar er ekki vitað.
Á flutningabílnum eru vafalaust aðrir líkamspartar Jeremy Clarkson og á því líklega eftir að setja styttuna saman á áfangastað. Þar sem enn standa yfir tökur á núverandi þáttaröð er sennilegt að styttan af Jeremy Clarkson komi við sögu seinna í þeim og kannski líka styttur af Richard Hammond og James May.

