Ofurfyrirsætan Coco Rocha er forsíðufyrirsæta okkar en hún kom hingað til lands ásamt flottu teymi í haust og Silja Magg myndaði hana í stórbrotinni íslenskri náttúru. Það er óhætt að segja að hún hafi heillast af landi og þjóð og vakti ferð hennar hingað verðskuldaða athygli á samfélagsmiðlum. Afraksturin eru fjórir tískuþættir eftir Silju sem njóta sín vel í nýjasta blaðinu.
Fyrirsætan hefur setið fyrir og gengið tískupalla fyrir öll þekktustu tískuhúsin í heiminum í dag og er í dag einnig með eigin fatalínu og fyrirsætuskrifstofu. Coco Rocha er í einlægu viðtali í blaðinu þar sem meðal annars kemur fram að henni þykir íslensk fatahönnun eigi að fá meiri athygli athygli á alþjóðamarkaði og að Ísland sé ólíkur öllum öðrum stöðum sem hún hefur komið til á sínum 14 ára ferli sem fyrirsæta. „Þetta er einstakur staður í heiminum, ekki einungis landið sjálft heldur tilfinningalega og sálfræðilega. Ég held að Ísland sé í algjörri andstæðu við margt af því sem fer í taugarnar á okkur við heiminn í dag.“
Hér er má sjá brot af því sem Glamour býður upp á að þessu sinni! Ekki gleyma að tryggja þér eintak í næstu verslun eða koma í áskrift hér.



