S-Kórea sektar Volkswagen um 3,5 milljarða fyrir dísilvélasvindlið Finnur Thorlacius skrifar 8. desember 2016 10:09 Dísilvél í Volkswagen bíl. Yfirvöld í S-Kóreu hafa lagt 3,5 milljarða króna sekt á Volkswagen vegna villandi auglýsinga fyrirtækisins á dísilbílum sínum í S-Kóreu og er þetta hæsta sekt sem þar hefur verið lögð á fyrirtæki hingað til vegna slíks brots. Bílar Volkswagen reyndust menga mun meira en auglýsingar þess bentu til og þess vegna er sektin lögð fram. Í auglýsingunum var sagt að dísilbílar Volkswagen væri afar umhverfisvænir, en annað kom í ljós við mælingar á þeim. Auk þessarar sektar hafa saksóknarar í S-Kóreu verið beðnir að rannsaka fimm núverandi og fyrrverandi yfirmenn Volkswagen í S-Kóreu og gætu þeir átt yfir höfðu sér fangelsisvist ef þeir verða fundnir sekir, sem og álagðar fjársektir. Yfirvöld í S-Kóreu hafa einnig bannað sölu 80 bílgerða með dísilvélum frá bílafjölskyldu Volkswagen í S-Kóreu, þar á meðal bíla frá Audi og Bentley. Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent
Yfirvöld í S-Kóreu hafa lagt 3,5 milljarða króna sekt á Volkswagen vegna villandi auglýsinga fyrirtækisins á dísilbílum sínum í S-Kóreu og er þetta hæsta sekt sem þar hefur verið lögð á fyrirtæki hingað til vegna slíks brots. Bílar Volkswagen reyndust menga mun meira en auglýsingar þess bentu til og þess vegna er sektin lögð fram. Í auglýsingunum var sagt að dísilbílar Volkswagen væri afar umhverfisvænir, en annað kom í ljós við mælingar á þeim. Auk þessarar sektar hafa saksóknarar í S-Kóreu verið beðnir að rannsaka fimm núverandi og fyrrverandi yfirmenn Volkswagen í S-Kóreu og gætu þeir átt yfir höfðu sér fangelsisvist ef þeir verða fundnir sekir, sem og álagðar fjársektir. Yfirvöld í S-Kóreu hafa einnig bannað sölu 80 bílgerða með dísilvélum frá bílafjölskyldu Volkswagen í S-Kóreu, þar á meðal bíla frá Audi og Bentley.
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent