Alveg skreytingaóð fyrir jólin Elín Albertsdóttir skrifar 5. desember 2016 12:00 Guðbjörg með jólaþorpið sitt. MYND/GVA Guðbjörg hefur gaman af alls kyns smáhlutum tengdum jólum. „Eiginmanni mínum fyrrverandi fannst ég aðeins of jólaóð. Hann sagði iðulega að það þyrfti að vera til sérstakur kafli í sálfræðinni fyrir skreytingaóða fólkið. Ég ólst upp við miklar jólaskreytingar og fékk sjálf áhuga á þeim. Hins vegar skreytti móðir mín aldrei fyrr en á Þorláksmessu. Mér finnst gaman að setja ljós í gluggana og lýsa upp jólin,“ segir Guðbjörg.Bústnu jólasveinarnir sem sóma sér vel við arininn. MYND/GVAAlls kyns muni má sjá á heimili Guðbjargar. Til dæmis heilt jólaþorp sem hún hefur safnað lengi og keypt hluta í það bæði hér á landi og erlendis. „Ég hef eiginlega ekki pláss fyrir meira dót á borðinu. En börnin hafa mjög gaman af þessu,“ segir Guðbjörg sem á fimm börn og tvö barnabörn. Hún setur alltaf upp stórt jólatré sem hún skreytir mikið. Guðbjörg vill þó ekki skreyta það fyrr en tveimur dögum fyrir jól. „Hér áður skreytti ég það á Þorláksmessu en hef aðeins fært mig fram til að njóta þess lengur. Fyrir framan arininn er hún með tvo bústna jólasveina sem hún fékk að gjöf. Þeir setja svip á stofuna auk alls annars jólaskrauts sem Guðbjörg hefur sett upp. Guðbjörg heldur fast í hefðir varðandi jólin. Hún er með hamborgarhrygg á aðfangadag og heimagerðan ís. Þá er hún dugleg að baka fyrir jólin með dætrum sínum. Þær gera 4-6 smákökutegundir. Guðbjörg starfar hjá Heilsu og Spa í Ármúla sem Ásdís Halla Bragadóttir rekur ásamt Ástu Þórarinsdóttur. Ásdís Halla er einmitt með bók í jólabókaflóðinu sem Guðbjörg var að lesa. „Ég get mælt með henni, þetta er mikil saga.“ Í eldhúsglugganum hanga útskornir íslenskir jólasveinar, Grýla og Leppalúði. Guðbjörg keypti þessa skemmtilegu karla í hönnunarmiðstöð í Ásbrú. MYND/GVA.Þessi fallegu kerti keypti Guðbjörg í versluninni Aff Concept en hún hefur ekki tímt að kveikja á þeim..Alls kyns jólasveinar skreyta heimili Guðbjargar eins og sjá má á myndunum. Einn þeirra er tilbúinn í sleðaferð. Fallegu englarnir eru kerti sem Guðbjörg hefur ekki viljað kveikja á. Hún keypti þau í verslun sem heitir AFF Concept og er mjög ánægð með þau. Aðventuskreytingin er einföld og ekki mjög dýr. Bústnu jólasveinarnir sem standa fyrir framan arininn setja skemmtilegan svip á umhverfið. MYNDir/GVA.Jólalegt umhverfi hjá Guðbjörgu. MYND/GVA.Alls staðar eru jólasveinar til skrauts..Guðbjörg býr til aðventukrans á einfaldan hátt. Gervisnjór á bakka, falleg kerti og jólatré með ljósi. MYND/GVA. Jól Jólafréttir Mest lesið Gerðu mikið úr aðventunni Jól Góð bók og nart Jól Hreindýraundirföt eiginmannsins gleðja Jól Allir voru velkomnir í Tryggvaskála Jól Rotaður í fjósi á jólanótt! Jól Svona gerirðu graflax Jól Stöðumælavörður sektaði jólasvein Jól Brotið blað um jól Jólin Marsipan-nougat smákökur Jól Hrærður yfir viðtökunum Jól
Guðbjörg hefur gaman af alls kyns smáhlutum tengdum jólum. „Eiginmanni mínum fyrrverandi fannst ég aðeins of jólaóð. Hann sagði iðulega að það þyrfti að vera til sérstakur kafli í sálfræðinni fyrir skreytingaóða fólkið. Ég ólst upp við miklar jólaskreytingar og fékk sjálf áhuga á þeim. Hins vegar skreytti móðir mín aldrei fyrr en á Þorláksmessu. Mér finnst gaman að setja ljós í gluggana og lýsa upp jólin,“ segir Guðbjörg.Bústnu jólasveinarnir sem sóma sér vel við arininn. MYND/GVAAlls kyns muni má sjá á heimili Guðbjargar. Til dæmis heilt jólaþorp sem hún hefur safnað lengi og keypt hluta í það bæði hér á landi og erlendis. „Ég hef eiginlega ekki pláss fyrir meira dót á borðinu. En börnin hafa mjög gaman af þessu,“ segir Guðbjörg sem á fimm börn og tvö barnabörn. Hún setur alltaf upp stórt jólatré sem hún skreytir mikið. Guðbjörg vill þó ekki skreyta það fyrr en tveimur dögum fyrir jól. „Hér áður skreytti ég það á Þorláksmessu en hef aðeins fært mig fram til að njóta þess lengur. Fyrir framan arininn er hún með tvo bústna jólasveina sem hún fékk að gjöf. Þeir setja svip á stofuna auk alls annars jólaskrauts sem Guðbjörg hefur sett upp. Guðbjörg heldur fast í hefðir varðandi jólin. Hún er með hamborgarhrygg á aðfangadag og heimagerðan ís. Þá er hún dugleg að baka fyrir jólin með dætrum sínum. Þær gera 4-6 smákökutegundir. Guðbjörg starfar hjá Heilsu og Spa í Ármúla sem Ásdís Halla Bragadóttir rekur ásamt Ástu Þórarinsdóttur. Ásdís Halla er einmitt með bók í jólabókaflóðinu sem Guðbjörg var að lesa. „Ég get mælt með henni, þetta er mikil saga.“ Í eldhúsglugganum hanga útskornir íslenskir jólasveinar, Grýla og Leppalúði. Guðbjörg keypti þessa skemmtilegu karla í hönnunarmiðstöð í Ásbrú. MYND/GVA.Þessi fallegu kerti keypti Guðbjörg í versluninni Aff Concept en hún hefur ekki tímt að kveikja á þeim..Alls kyns jólasveinar skreyta heimili Guðbjargar eins og sjá má á myndunum. Einn þeirra er tilbúinn í sleðaferð. Fallegu englarnir eru kerti sem Guðbjörg hefur ekki viljað kveikja á. Hún keypti þau í verslun sem heitir AFF Concept og er mjög ánægð með þau. Aðventuskreytingin er einföld og ekki mjög dýr. Bústnu jólasveinarnir sem standa fyrir framan arininn setja skemmtilegan svip á umhverfið. MYNDir/GVA.Jólalegt umhverfi hjá Guðbjörgu. MYND/GVA.Alls staðar eru jólasveinar til skrauts..Guðbjörg býr til aðventukrans á einfaldan hátt. Gervisnjór á bakka, falleg kerti og jólatré með ljósi. MYND/GVA.
Jól Jólafréttir Mest lesið Gerðu mikið úr aðventunni Jól Góð bók og nart Jól Hreindýraundirföt eiginmannsins gleðja Jól Allir voru velkomnir í Tryggvaskála Jól Rotaður í fjósi á jólanótt! Jól Svona gerirðu graflax Jól Stöðumælavörður sektaði jólasvein Jól Brotið blað um jól Jólin Marsipan-nougat smákökur Jól Hrærður yfir viðtökunum Jól