Eitt umdeildasta nauðgunaratriði í sögu Hollywood var raunveruleg nauðgun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. desember 2016 23:01 Brando og Schneider í hlutverkum sínum í Last Tango in Paris. Eitt umdeildasta nauðgunaratriði í sögu Hollywood, svokallað smjöratriði úr mynd ítalska leikstjórans Bernardo Bertolucci, Last Tango in Paris, var í raun nauðgun þar sem leikkonan, Maria Schneider, vissi ekki hvernig atriðið var þegar hún „lék“ í því á móti Marlon Brando. Leikstjórinn upplýsti um þetta í viðtali árið 2013 sem erlendir miðlar hafa greint frá undanfarna daga en Bertolucci segist ekki sjá eftir því að hafa gert atriðið á þennan hátt þó að hann sé með samviskubit yfir því. Last Tango in Paris var frumsýnd árið 1972. Schneider var aðeins 19 ára gömul þegar hún lék í myndinni en Brando 48 ára. Gagnrýnendur héldu ekki vatni yfir frammistöðu Schneider og sagði Roger Ebert meðal annars að svo virtist sem Schneider væri ekki að leika heldur geislaði einfaldlega af henni. Það er að minnsta kosti ljóst að Schneider var ekki að leika í nauðgunaratriðinu þar sem persóna Brando notar smjör til þess að hann eigi auðveldara með að nauðga stúlkunni. Í viðtalinu frá árinu 2013 segir Bertolucci að hann og Brando hafi fengið hugmyndina að atriðinu yfir morgunmatnum daginn áður en það var tekið upp. Hann hafi hins vegar ákveðið að segja Schneider ekki frá því. „Ég kom hræðilega fram við Mariu því ég sagði henni ekki hvað væri í gangi,“ sagði Bertolucci. „Ég vildi ekki að hún myndi leika niðurlæginguna og reiðina. Ég vildi að hún fyndi til, ekki að hún myndi leika, heldur að hún fyndi fyrir niðurlægingunni og reiðinni. Síðan hataði hún mig það sem eftir var ævinnar.“ Schneider lést árið 2011 en hún ræddi atriðið á sínum tíma í viðtali við Daily Mail. Þar sagði hún að henni hafi fundist hún niðurlægð. „Og ef ég á að vera hreinskilin þá fannst mér smá eins og mér hefði verið nauðgað, bæði af Marlon og Bertolucci. Eftir atriðið þá huggaði Marlon mig ekki eða baðst afsökunar og sem betur fer var bara ein taka.“ Viðtalið við Bertolucci má sjá hér að neðan. Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Eitt umdeildasta nauðgunaratriði í sögu Hollywood, svokallað smjöratriði úr mynd ítalska leikstjórans Bernardo Bertolucci, Last Tango in Paris, var í raun nauðgun þar sem leikkonan, Maria Schneider, vissi ekki hvernig atriðið var þegar hún „lék“ í því á móti Marlon Brando. Leikstjórinn upplýsti um þetta í viðtali árið 2013 sem erlendir miðlar hafa greint frá undanfarna daga en Bertolucci segist ekki sjá eftir því að hafa gert atriðið á þennan hátt þó að hann sé með samviskubit yfir því. Last Tango in Paris var frumsýnd árið 1972. Schneider var aðeins 19 ára gömul þegar hún lék í myndinni en Brando 48 ára. Gagnrýnendur héldu ekki vatni yfir frammistöðu Schneider og sagði Roger Ebert meðal annars að svo virtist sem Schneider væri ekki að leika heldur geislaði einfaldlega af henni. Það er að minnsta kosti ljóst að Schneider var ekki að leika í nauðgunaratriðinu þar sem persóna Brando notar smjör til þess að hann eigi auðveldara með að nauðga stúlkunni. Í viðtalinu frá árinu 2013 segir Bertolucci að hann og Brando hafi fengið hugmyndina að atriðinu yfir morgunmatnum daginn áður en það var tekið upp. Hann hafi hins vegar ákveðið að segja Schneider ekki frá því. „Ég kom hræðilega fram við Mariu því ég sagði henni ekki hvað væri í gangi,“ sagði Bertolucci. „Ég vildi ekki að hún myndi leika niðurlæginguna og reiðina. Ég vildi að hún fyndi til, ekki að hún myndi leika, heldur að hún fyndi fyrir niðurlægingunni og reiðinni. Síðan hataði hún mig það sem eftir var ævinnar.“ Schneider lést árið 2011 en hún ræddi atriðið á sínum tíma í viðtali við Daily Mail. Þar sagði hún að henni hafi fundist hún niðurlægð. „Og ef ég á að vera hreinskilin þá fannst mér smá eins og mér hefði verið nauðgað, bæði af Marlon og Bertolucci. Eftir atriðið þá huggaði Marlon mig ekki eða baðst afsökunar og sem betur fer var bara ein taka.“ Viðtalið við Bertolucci má sjá hér að neðan.
Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira