Sarah Jessica Parker veit ýmislegt um tísku.Mynd/Getty
Loksins hefur komið að því að leikkonan og tískuunnandinn Sarah Jessica Parker opni sína eigin búð. Aðdáendum hennar til mikillar undrun verður búðin þó ekki staðsett í New York heldur í Washington D.C.
Í búðinni verður seld nýja skólínan hennar, sem hingað til hefur aðeins verið í boði á netinu, sem og nýja kjóla línan hennar.
Búðin opnar 9.desember og er nokkuð ljóst að aðdáendur hennar muni mæta á svæðið og styðja við bakið á sinni konu.