Óþekktur aðili kannar vindmyllugarð á Mosfellsheiði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 16. desember 2016 07:00 Mannvirkin gætu orðið enn stærri en nú tíðkast ef verkefni með vindmyllur á Mosfellsheiði dregst á langinn. Myllurnar á myndinni eru nærri Búrfellsvirkjun. Vísir/Valli Ketill Sigurjónsson, lögfræðingur og kunnur áhugamaður og bloggari um orkumál til margra ára, er talsmaður óþekktra aðila sem vilja reisa vindmyllugarð á Mosfellsheiði. Ketill hefur sent forsætisráðuneytinu, Mosfellsbæ, Ölfusi og Grímsnes- og Grafningshreppi erindi fyrir hönd þeirra sem standa að verkefninu. Málið hefur verið tekið fyrir hjá Mosfellsbæ en þar sem Ketill óskaði trúnaðar vegna viðskiptahagsmuna fylgdu málinu engin gögn fyrir almenning að skoða við umfjöllun nefnda og ráða bæjarins. Fréttablaðið fékk þó bréfið afhent með því að strikað var fyrir upphæð áætlaðar fjárfestingar í verkefninu. „Um er að ræða óvenju umhverfisvæna aðferð til raforkuframleiðslu, enda fylgja henni hvorki miðlunarlón, stíflur né brennisteinsmengun. Umhverfisáhrifin eru því með allra minnsta móti,“ segir í bréfi Ketils sem segir um áhugavert tækifæri að ræða. Mögulegt könnunarsvæði nær inn fyrir lögsögu allra þriggja fyrrnefndra sveitarfélaga. „Nánari staðsetning vindlundar innan svæðisins ræðst af margvíslegum þáttum sem þarfnast nánari athugana og rannsókna. Við Fréttablaðið segir Ketill um verkefni til margra ára að ræða. Stærð vindmyllanna ráðist af þeirri tækniþróun sem orðin verði ef og þegar orkuverið verður byggt. „Ef verkefnið dregst lengi er líklegt að tækniþróunin myndi verða til þess að mannvirkin yrðu jafnvel enn þá stærri en þau eru í dag. En miðað við það sem gengur og gerist í dag má ætla að þetta verði 80 til 90 metra há mannvirki.“ Aðspurður um staðarvalið segir Ketill svæðið áhugavert út frá hagkvæmni. „Þar spila saman annars vegar veðurfarsaðstæður og nálægð við flutningsnet og svo atriði sem er erfiðara að mæla – sem eru þessi sjónrænu áhrif sem svona mannvirki valda fólki,“ útskýrir hann. Nesjavallaleið liggur í gegn um svæðið. „Þetta er alls ekki úr allri sjónlínu frá fólki en það sést ekki í þetta frá þéttbýlinu.“ Að sögn Ketils er málið enn til athugunar hjá sveitarfélögunum þremur og forsætisráðuneytinu sem fer með eignarhald á þeim hluta svæðisins sem fellur undir þjóðlendur. „Mér sýnist þessar sveitarstjórnir taka mjög faglega á málinu,“ segir hann um stöðuna. „Það mundi verða sett upp vindmælistöð sem mælir vindinn í mjög mikilli hæð til að staðreyna hversu góð skilyrðin eru,“ segir Ketill um næsta skref. Ketill vill ekkert segja um hverjir standi að baki verkefninu. „Það verður ekki gefið upp fyrr en málið kemst aðeins lengra,“ segir hann. „Ég myndi ekki fara að vinna með einhverjum vafasömum,“ bætir hann við aðspurður hvort um áreiðanlega aðila sé að ræða. Varðandi stærð verkefnisins bendir hann á tvö vindmylluverkefni Landsvirkjunar; við Búrfell og Blöndu sem eru annars vegar 100 MW og hins vegar 200 MW virkjanir. Hann bendir einnig á fyrirtækið Biocraft sem skoðar uppsetningu á 45 MW vindorkuveri í Þykkvabæ. Það mál er nú í umhverfismati. „Þetta verður að minnsta kosti upp á tugi megavatta.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Vindmyllur í Þykkvabæ Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Ketill Sigurjónsson, lögfræðingur og kunnur áhugamaður og bloggari um orkumál til margra ára, er talsmaður óþekktra aðila sem vilja reisa vindmyllugarð á Mosfellsheiði. Ketill hefur sent forsætisráðuneytinu, Mosfellsbæ, Ölfusi og Grímsnes- og Grafningshreppi erindi fyrir hönd þeirra sem standa að verkefninu. Málið hefur verið tekið fyrir hjá Mosfellsbæ en þar sem Ketill óskaði trúnaðar vegna viðskiptahagsmuna fylgdu málinu engin gögn fyrir almenning að skoða við umfjöllun nefnda og ráða bæjarins. Fréttablaðið fékk þó bréfið afhent með því að strikað var fyrir upphæð áætlaðar fjárfestingar í verkefninu. „Um er að ræða óvenju umhverfisvæna aðferð til raforkuframleiðslu, enda fylgja henni hvorki miðlunarlón, stíflur né brennisteinsmengun. Umhverfisáhrifin eru því með allra minnsta móti,“ segir í bréfi Ketils sem segir um áhugavert tækifæri að ræða. Mögulegt könnunarsvæði nær inn fyrir lögsögu allra þriggja fyrrnefndra sveitarfélaga. „Nánari staðsetning vindlundar innan svæðisins ræðst af margvíslegum þáttum sem þarfnast nánari athugana og rannsókna. Við Fréttablaðið segir Ketill um verkefni til margra ára að ræða. Stærð vindmyllanna ráðist af þeirri tækniþróun sem orðin verði ef og þegar orkuverið verður byggt. „Ef verkefnið dregst lengi er líklegt að tækniþróunin myndi verða til þess að mannvirkin yrðu jafnvel enn þá stærri en þau eru í dag. En miðað við það sem gengur og gerist í dag má ætla að þetta verði 80 til 90 metra há mannvirki.“ Aðspurður um staðarvalið segir Ketill svæðið áhugavert út frá hagkvæmni. „Þar spila saman annars vegar veðurfarsaðstæður og nálægð við flutningsnet og svo atriði sem er erfiðara að mæla – sem eru þessi sjónrænu áhrif sem svona mannvirki valda fólki,“ útskýrir hann. Nesjavallaleið liggur í gegn um svæðið. „Þetta er alls ekki úr allri sjónlínu frá fólki en það sést ekki í þetta frá þéttbýlinu.“ Að sögn Ketils er málið enn til athugunar hjá sveitarfélögunum þremur og forsætisráðuneytinu sem fer með eignarhald á þeim hluta svæðisins sem fellur undir þjóðlendur. „Mér sýnist þessar sveitarstjórnir taka mjög faglega á málinu,“ segir hann um stöðuna. „Það mundi verða sett upp vindmælistöð sem mælir vindinn í mjög mikilli hæð til að staðreyna hversu góð skilyrðin eru,“ segir Ketill um næsta skref. Ketill vill ekkert segja um hverjir standi að baki verkefninu. „Það verður ekki gefið upp fyrr en málið kemst aðeins lengra,“ segir hann. „Ég myndi ekki fara að vinna með einhverjum vafasömum,“ bætir hann við aðspurður hvort um áreiðanlega aðila sé að ræða. Varðandi stærð verkefnisins bendir hann á tvö vindmylluverkefni Landsvirkjunar; við Búrfell og Blöndu sem eru annars vegar 100 MW og hins vegar 200 MW virkjanir. Hann bendir einnig á fyrirtækið Biocraft sem skoðar uppsetningu á 45 MW vindorkuveri í Þykkvabæ. Það mál er nú í umhverfismati. „Þetta verður að minnsta kosti upp á tugi megavatta.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Vindmyllur í Þykkvabæ Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira