Könnun sýnir sterkari ACD meirihluta Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. desember 2016 07:00 Áfram yrðu sjö flokkar á Alþingi ef kosið væri aftur til Alþingis. Áfram myndu sjö flokkar eiga fulltrúa á Alþingi ef kosið væri í dag. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Niðurstöður myndu mjög lítið breytast frá kosningunum 29. október. Sjálfstæðisflokkurinn yrði áfram stærsti flokkurinn á Alþingi, fengi 31,8 prósent atkvæða. VG yrði næststærstur með 17 prósent atkvæða, Píratar yrðu þriðji stærsti flokkurinn með 13,1 prósent atkvæða. Framsóknarflokkurinn fengi 9,7 prósent atkvæða, Viðreisn 10,1 prósent atkvæða og Björt framtíð 10,8 prósent atkvæða. Munurinn á Bjartri framtíð, Viðreisn og Framsóknarflokki er innan skekkjumarka. Samfylkingin er áfram minnsti flokkurinn með 5,6 prósenta fylgi. Yrði þetta niðurstaða kosninganna myndi Sjálfstæðisflokkurinn fá 23 þingmenn kjörna, VG 11, Píratar átta, Björt framtíð, Viðreisn og Framsóknarflokkurinn sex menn hver og Samfylkingin myndi fá þrjá menn. Niðurstaðan bendir því til þess að áfram yrði erfitt að mynda starfhæfan meirihluta. Meirihlutastjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar myndi hafa 35 manna meirihluta að baki sér, en slík stjórn myndi hafa 32 þingmenn í dag. Fimm flokka stjórn Pírata, VG, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar myndi hafa 34 menn að baki sér, yrði jafn sterk og ef hún væri mynduð í dag. Hringt var í 1.268 manns þar til náðist í 791 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 12.-14. desember. Svarhlutfallið var 62,4 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Alls tóku 73 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. 13,2 prósent sögðust ekki vilja svara spurningunni, 9,3 prósent sögðust ekki myndu kjósa eða að þeir myndu skila auðu og 4,6 prósent sögðust óákveðin í afstöðu sinni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira
Áfram myndu sjö flokkar eiga fulltrúa á Alþingi ef kosið væri í dag. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Niðurstöður myndu mjög lítið breytast frá kosningunum 29. október. Sjálfstæðisflokkurinn yrði áfram stærsti flokkurinn á Alþingi, fengi 31,8 prósent atkvæða. VG yrði næststærstur með 17 prósent atkvæða, Píratar yrðu þriðji stærsti flokkurinn með 13,1 prósent atkvæða. Framsóknarflokkurinn fengi 9,7 prósent atkvæða, Viðreisn 10,1 prósent atkvæða og Björt framtíð 10,8 prósent atkvæða. Munurinn á Bjartri framtíð, Viðreisn og Framsóknarflokki er innan skekkjumarka. Samfylkingin er áfram minnsti flokkurinn með 5,6 prósenta fylgi. Yrði þetta niðurstaða kosninganna myndi Sjálfstæðisflokkurinn fá 23 þingmenn kjörna, VG 11, Píratar átta, Björt framtíð, Viðreisn og Framsóknarflokkurinn sex menn hver og Samfylkingin myndi fá þrjá menn. Niðurstaðan bendir því til þess að áfram yrði erfitt að mynda starfhæfan meirihluta. Meirihlutastjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar myndi hafa 35 manna meirihluta að baki sér, en slík stjórn myndi hafa 32 þingmenn í dag. Fimm flokka stjórn Pírata, VG, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar myndi hafa 34 menn að baki sér, yrði jafn sterk og ef hún væri mynduð í dag. Hringt var í 1.268 manns þar til náðist í 791 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 12.-14. desember. Svarhlutfallið var 62,4 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Alls tóku 73 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. 13,2 prósent sögðust ekki vilja svara spurningunni, 9,3 prósent sögðust ekki myndu kjósa eða að þeir myndu skila auðu og 4,6 prósent sögðust óákveðin í afstöðu sinni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira