Katrín: „Strandaði ekki á okkur frekar en öðrum“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. desember 2016 15:43 Katrín Jakobsdóttir. Vísir/Anton Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir að óformlegar viðræður Pírata, VG, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Samfylkingar, hafi ekki strandað á Vinstri-grænum frekar en öðrum flokkum. Of langt hafi verið á milli flokkanna. „Það var of langt á milli flokkanna,“ segir Katrín í samtali við Vísi en tilkynnt var fyrir stundu að óformlegum viðræðum flokkanna fimm hafi verið slitið. Mun Birgitta Jónsdóttir Pírati fara til Bessastaða síðar í dag og skila umboði til stjórnarmyndunar aftur til forseta. Á mbl.is í dag var greint frá því að það væri helst Vinstri græn sem væru ekki til í að fara í formlegar viðræður. Katrín segir að mögulega henti það einhverjum að draga upp slíka mynd. „Þetta strandaði ekkert á okkur frekar en öðrum. Auðvitað hentar einhverjum að draga upp slíka mynd en mér fannst vera samhljómur þeirra sem sátu við borðið að vera ekki að benda á einhvern einn. Það er ekkert launungarmál að þetta eru ólíkir flokkar. Við erum þarna lengst til vinstri og kannski ekki skrýtið að erfitt sé að finna samhljóm með flokki lengst til hægri,“ segir Katrín. Þingflokkur VG sendi frá sér yfirlýsingu skömmu eftir viðræðuslitin þar sem greint var frá því að flokkurinn hafi lagt áherslu á gerðar væru breytingar „í þágu nauðsynlegra umbóta í heilbrigðismálum, menntamálum, velferðarmálum og uppbyggingu innviða.“ Til þess þess þyrfti að lágmarki 30 milljarða króna. Katrín segir að þetta hafi verið stóru kappsmál flokksins í viðræðunum. Samhljómur hafi verið í aðdraganda kosninganna að gefa þyrfti í þeim málaflokkum sem nefndir eru hér að ofan og að nú þurfi flokkarnir að svara pólitískum spurningum um hvort að vilji sé til þess að standa fyrir þessum umbótum og þá hvernig eigi að fjármagna þá með ábyrgum hætti. „Mér finnst ágætt ef þingið fær nú svigrúm til að glíma við fjárlögin en forsetinn gerir það sem honum þykir réttast,“ segir Katrín aðspurð um hvað hún telji að gerist nú eftir að upp úr slitnaði. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir að óformlegar viðræður Pírata, VG, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Samfylkingar, hafi ekki strandað á Vinstri-grænum frekar en öðrum flokkum. Of langt hafi verið á milli flokkanna. „Það var of langt á milli flokkanna,“ segir Katrín í samtali við Vísi en tilkynnt var fyrir stundu að óformlegum viðræðum flokkanna fimm hafi verið slitið. Mun Birgitta Jónsdóttir Pírati fara til Bessastaða síðar í dag og skila umboði til stjórnarmyndunar aftur til forseta. Á mbl.is í dag var greint frá því að það væri helst Vinstri græn sem væru ekki til í að fara í formlegar viðræður. Katrín segir að mögulega henti það einhverjum að draga upp slíka mynd. „Þetta strandaði ekkert á okkur frekar en öðrum. Auðvitað hentar einhverjum að draga upp slíka mynd en mér fannst vera samhljómur þeirra sem sátu við borðið að vera ekki að benda á einhvern einn. Það er ekkert launungarmál að þetta eru ólíkir flokkar. Við erum þarna lengst til vinstri og kannski ekki skrýtið að erfitt sé að finna samhljóm með flokki lengst til hægri,“ segir Katrín. Þingflokkur VG sendi frá sér yfirlýsingu skömmu eftir viðræðuslitin þar sem greint var frá því að flokkurinn hafi lagt áherslu á gerðar væru breytingar „í þágu nauðsynlegra umbóta í heilbrigðismálum, menntamálum, velferðarmálum og uppbyggingu innviða.“ Til þess þess þyrfti að lágmarki 30 milljarða króna. Katrín segir að þetta hafi verið stóru kappsmál flokksins í viðræðunum. Samhljómur hafi verið í aðdraganda kosninganna að gefa þyrfti í þeim málaflokkum sem nefndir eru hér að ofan og að nú þurfi flokkarnir að svara pólitískum spurningum um hvort að vilji sé til þess að standa fyrir þessum umbótum og þá hvernig eigi að fjármagna þá með ábyrgum hætti. „Mér finnst ágætt ef þingið fær nú svigrúm til að glíma við fjárlögin en forsetinn gerir það sem honum þykir réttast,“ segir Katrín aðspurð um hvað hún telji að gerist nú eftir að upp úr slitnaði.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Sjá meira