Manchester United dróst gegn franska liðinu Saint-Étienne í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.
Paul Pogba, leikmaður Man Utd og dýrasti fótboltamaður allra tíma, mætir þar bróður sínum.
Sá heitir Florentin Pogba og hefur spilað með Saint-Étienne frá árinu 2012.
Florentin er 26 ára, þremur árum eldri en Paul. Florentin er tvíburi en tvíburabróðir hans, Mathias, spilar með Spörtu í Rotterdam.
Florentin fæddist í Conakry, höfuðborg Gíneu, í ágúst 1990 en Pogba fjölskyldan fluttist til Frakklands þegar Florentin og Mathias voru átta mánaða gamlir.
Florentin, sem er varnarmaður, leikur með landsliði Gíneu en ekki Frakklands eins og Paul.

