Benedikt stillir bjartsýni um gang viðræðna í hóf Anton Egilsson skrifar 10. desember 2016 20:44 Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar segir stjórnarmyndunarviðræður flokkanna fimm, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Vinstri grænna, Pírata og Samfylkingar ganga betur en áður. Hann gengur þó ekki jafn langt og fulltrúar Pírata sem segja að yfirgnæfandi líkur séu á að flokkarnir nái saman. Flokkarnir fimm hittust á óformlegum stjórnarmyndunarfundi í dag og segir Benedikt að fundurinn hafi gengið vel. „Að því leyti gekk hann betur en margir aðrir að allir voru sammála um að nú værum við búin að ræða mikið í kringum málin og þyrftum að fá aðeins meiri texta á blað þannig að við vissum nákvæmlega hvar við stæðum.“ Hann segir þó að staðan sé enn sú að um óformlegar viðræður sé að ræða. „Ástæðan fyrir því að við höfum viljað halda þeim þannig er að við að minnsta kosti höfum verið tvisvar í viðræðum formlega og það gekk ekki upp. Menn hefðu kannski aðeins átt að fara sér aðeins hægar í því og reyna að sjá hvar munurinn lægi áður en þeir fóru í svona formlegar viðræður.“Flokkarnir jákvæðari en áður fyrir markaðsleið í sjávarútvegiFlokkarnir hófu í gær samtal um sjávarútvegsmál og segir Benedikt að flokkarnir séu jákvæðari nú en áður fyrir markaðsleið í sjávarútvegi. „Það var nú vitað fyrir fram að fjórir flokkar af fimm eru jákvæðir fyrir leið af þessu tagi. Vinstri græn koma aðeins úr annarri átt og auðvitað verða þau að svara fyrir sig en maður skynjar það að það er einhver nálgun.“Tekur ekki jafn djúpt í árinni um gang viðræðna og Smári McCarthyBenedikt tekur þá ekki jafn djúpt í árinni og Smári McCarrthy, þingmaður Pírata, sem sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að yfirgnæfandi líkur væru á að flokkarnir fimm næðu saman og eitthvað mikið þyrfti að fara úrskeiðis til þess að það gerðist ekki. „Þetta er náttúrulega þeirra mat og þau eru með stjórnarmyndunarumboðið. Ég hef verið í þessum sömu sporum í viðræðum fyrr í haust og í bæði skiptin var ég mjög bjartsýnn á að þetta myndi takast og svo rann það út í sandinn. Þannig kannski hefði ég einhvern tímann sagt að það væri 90 prósent líkur á að eitthvað tækist sem ekki tókst svo. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Val Kilmer er látinn Lífið Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Sjá meira
Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar segir stjórnarmyndunarviðræður flokkanna fimm, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Vinstri grænna, Pírata og Samfylkingar ganga betur en áður. Hann gengur þó ekki jafn langt og fulltrúar Pírata sem segja að yfirgnæfandi líkur séu á að flokkarnir nái saman. Flokkarnir fimm hittust á óformlegum stjórnarmyndunarfundi í dag og segir Benedikt að fundurinn hafi gengið vel. „Að því leyti gekk hann betur en margir aðrir að allir voru sammála um að nú værum við búin að ræða mikið í kringum málin og þyrftum að fá aðeins meiri texta á blað þannig að við vissum nákvæmlega hvar við stæðum.“ Hann segir þó að staðan sé enn sú að um óformlegar viðræður sé að ræða. „Ástæðan fyrir því að við höfum viljað halda þeim þannig er að við að minnsta kosti höfum verið tvisvar í viðræðum formlega og það gekk ekki upp. Menn hefðu kannski aðeins átt að fara sér aðeins hægar í því og reyna að sjá hvar munurinn lægi áður en þeir fóru í svona formlegar viðræður.“Flokkarnir jákvæðari en áður fyrir markaðsleið í sjávarútvegiFlokkarnir hófu í gær samtal um sjávarútvegsmál og segir Benedikt að flokkarnir séu jákvæðari nú en áður fyrir markaðsleið í sjávarútvegi. „Það var nú vitað fyrir fram að fjórir flokkar af fimm eru jákvæðir fyrir leið af þessu tagi. Vinstri græn koma aðeins úr annarri átt og auðvitað verða þau að svara fyrir sig en maður skynjar það að það er einhver nálgun.“Tekur ekki jafn djúpt í árinni um gang viðræðna og Smári McCarthyBenedikt tekur þá ekki jafn djúpt í árinni og Smári McCarrthy, þingmaður Pírata, sem sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að yfirgnæfandi líkur væru á að flokkarnir fimm næðu saman og eitthvað mikið þyrfti að fara úrskeiðis til þess að það gerðist ekki. „Þetta er náttúrulega þeirra mat og þau eru með stjórnarmyndunarumboðið. Ég hef verið í þessum sömu sporum í viðræðum fyrr í haust og í bæði skiptin var ég mjög bjartsýnn á að þetta myndi takast og svo rann það út í sandinn. Þannig kannski hefði ég einhvern tímann sagt að það væri 90 prósent líkur á að eitthvað tækist sem ekki tókst svo.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Val Kilmer er látinn Lífið Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent