Bestu tískuaugnablik ársins 2016 Ritstjórn skrifar 23. desember 2016 09:00 Blake Lively rokkaði rauða dregilinn í Cannes í sumar. Myndir/Getty Það var margt gott og slæmt sem gerðist á rauðu dreglunum á árinu en við höfum ákveðið að taka saman það sem stóð upp úr. Stjörnurnar tóku áhættur og fóru nýjar leiðir á árinu sem var gaman að fylgjast með á meðan aðrir héldu sig við klassískan stíl og náðu þannig að skara fram úr.Blake Lively klæddist þessum fallega bláa Ateliér Versace kjól á kvikmyndahátíðinni í Cannes í byrjun sumars. Á þeim tíma var hún nýbúin að tilkynna um óléttu sína. Allt við þetta dress hittir beint í mark.Gigi Hadid tók á móti verðlaunum fyrir fyrirsætu ársins á bresku tískuverðlaununum í byrjun desember. Þar mætti hún í þessum kjól sem gæti þó líka flokkast sem dragt frá Ateliér Versace.Beyoncé lét alla missa hökuna í gólfið þegar hún mætti á VMA hátíðina í þessum einstaka kjól frá ítalska hönnuðinum Francesco Scognamiglio.Selena Gomez fær að vera tvisvar sinnum á þessum lista enfaldlega vegna þess að hún á það skilið. Á Met Gala mætti hún í þessum afslappaða Louis Vuitton kjól við hermannaskó og gjörsamlega sló í gegn. Svo núna í lok ársins klæddist hún rauðum Prada kjól á American Music Awards.Star Wars stjarnan Daisy Ridley mætti í fyrsta skiptið á Óskarsverðlaunin og náði að stimpla sig inn sem tískufyrirmynd. Leikkonan klæddist fallegum og klassískum Chanel kjól sem var nógu mikið öðruvísi frá öllum öðrum kjólum á Óskarnum að hann sat í okkur eftir hátíðina.Rooney Mara var töff í sérsaumuðum Givenchy kjól á Óskarsverðlaununum. Mara er með einstakan stíl sem fékk að njóta sín með þessum fallega kjól.Kerry Washington var ólétt þegar hún mætti á Emmy verðlaunin þetta árið. Hún leit út fyrir að vera diskó drottning með stórt hár og í skemmtilegum kjól frá Brandon Maxwell. Klárlega einn af eftirminnilegustu kjólum ársins. Fréttir ársins 2016 Mest lesið Óförðuð Kim í spænska Vogue Glamour Dansandi Gisele í nýrri auglýsingu Glamour Kim komin í smellubuxur Glamour Louis Vuitton og Jeff Koons hanna saman töskur Glamour Indía og Vogue hvetja fólk til að kjósa Glamour Slegist um að klæða Caitlyn Glamour Kíkt inn í Arket í London - nýja verslun í eigu H&M Glamour Hliðarspeglatöskur og bílamottupils Glamour Kendall Jenner fyrir Calvin Klein Glamour Þetta eru einar best klæddu konur vikunnar Glamour
Það var margt gott og slæmt sem gerðist á rauðu dreglunum á árinu en við höfum ákveðið að taka saman það sem stóð upp úr. Stjörnurnar tóku áhættur og fóru nýjar leiðir á árinu sem var gaman að fylgjast með á meðan aðrir héldu sig við klassískan stíl og náðu þannig að skara fram úr.Blake Lively klæddist þessum fallega bláa Ateliér Versace kjól á kvikmyndahátíðinni í Cannes í byrjun sumars. Á þeim tíma var hún nýbúin að tilkynna um óléttu sína. Allt við þetta dress hittir beint í mark.Gigi Hadid tók á móti verðlaunum fyrir fyrirsætu ársins á bresku tískuverðlaununum í byrjun desember. Þar mætti hún í þessum kjól sem gæti þó líka flokkast sem dragt frá Ateliér Versace.Beyoncé lét alla missa hökuna í gólfið þegar hún mætti á VMA hátíðina í þessum einstaka kjól frá ítalska hönnuðinum Francesco Scognamiglio.Selena Gomez fær að vera tvisvar sinnum á þessum lista enfaldlega vegna þess að hún á það skilið. Á Met Gala mætti hún í þessum afslappaða Louis Vuitton kjól við hermannaskó og gjörsamlega sló í gegn. Svo núna í lok ársins klæddist hún rauðum Prada kjól á American Music Awards.Star Wars stjarnan Daisy Ridley mætti í fyrsta skiptið á Óskarsverðlaunin og náði að stimpla sig inn sem tískufyrirmynd. Leikkonan klæddist fallegum og klassískum Chanel kjól sem var nógu mikið öðruvísi frá öllum öðrum kjólum á Óskarnum að hann sat í okkur eftir hátíðina.Rooney Mara var töff í sérsaumuðum Givenchy kjól á Óskarsverðlaununum. Mara er með einstakan stíl sem fékk að njóta sín með þessum fallega kjól.Kerry Washington var ólétt þegar hún mætti á Emmy verðlaunin þetta árið. Hún leit út fyrir að vera diskó drottning með stórt hár og í skemmtilegum kjól frá Brandon Maxwell. Klárlega einn af eftirminnilegustu kjólum ársins.
Fréttir ársins 2016 Mest lesið Óförðuð Kim í spænska Vogue Glamour Dansandi Gisele í nýrri auglýsingu Glamour Kim komin í smellubuxur Glamour Louis Vuitton og Jeff Koons hanna saman töskur Glamour Indía og Vogue hvetja fólk til að kjósa Glamour Slegist um að klæða Caitlyn Glamour Kíkt inn í Arket í London - nýja verslun í eigu H&M Glamour Hliðarspeglatöskur og bílamottupils Glamour Kendall Jenner fyrir Calvin Klein Glamour Þetta eru einar best klæddu konur vikunnar Glamour