Vonar að ferðamönnum verði ekki smalað í kirkjugarðana um jólin Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. desember 2016 15:07 Það er spurning hvort að ferðamenn muni fjölmenna í kirkjugarðana um jólin. vísir „Ég ætla að vona að það sé ekki verið að smala þeim hingað á aðfangadag og ekki á morgun heldur svo sem,“ segir Kári Garðarsson, garðyrkjustjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæmis, þegar hann er spurður út í frétt Vísis um að Höfuðborgarstofa bendi ferðamönnum sem eru í borginni um jól og áramót að kíkja í kirkjugarðana. Mikil umferð er vanalega við kirkjugarðana á Þorláksmessu og aðfangadag og mun lögreglan sérstaklega fylgjast með umferð við Fossvogskirkjugarð og Gufuneskirkjugarð. „Miðað við hvernig traffíkin er, sem hefur svo sem verið að breytast í gegnum árin og er mismundandi á milli hverfa, þá er þetta nú ekki það sem við erum að sækjast eftir, ég viðurkenni það alveg eins og er,“ segir Kári og bætir við að umferðin og álagið í görðunum sé nóg fyrir.Myndi keyra um þverbak ef rútur færu að koma „Hér er yfirleitt allt fullt á aðfangadag og þó að þetta dreifist yfir fleiri daga en áður þá er það ennþá mjög algengt að Íslendingar fari í kirkjugarðinn á aðfangadag.“ Aðspurður hvort að starfsfólk kirkjugarðanna hafi orðið vart við ferðamenn í görðunum undanfarin ár á þessum árstíma segir Kári svo ekki vera. „Við erum ekki farin að sjá rútur ennþá og maður leggur ekki merki til þess að ferðamenn séu sérstaklega að koma í garðana en það er líka svo mikill straumur af fólki og mikil traffík að við höfum ekki orðið vör við það þannig.“ Þá kveðst Kári ekki spenntur fyrir því að fara að fá rútur fullar af ferðamönnum í garðana. „Nei, það myndi nú bara keyra um þverbak ef það yrði,“ segir hann.Umferð takmörkuð við garðana Hér að neðan má sjá upplýsingar um það hvernig umferð verður háttað við kirkjugarðana í Reykjavík næstu daga.Búast má við mikilli umferð við kirkjugarða á höfuðborgarsvæðinu á Þorláksmessu og aðfangadag. Lögreglan mun fylgjast sérstaklega með umferð við Fossvogskirkjugarð og Gufuneskirkjugarð og greiða fyrir umferð eins og hægt er.Bílaumferð inn í Fossvogskirkjugarði er takmörkuð á aðfangadag á milli kl 9–15 og aðeins heimil þeim sem framvísa svokölluðu P-merki. Ökumönnum er bent á bílastæði við Fossvogskirkju, Suðurhlíð og Vesturhlíð. Suðurhlíð er opin inn á Kringlumýrarbraut í gegnum planið hjá N1 í Fossvogi frá og með 22. desember. Sú leið er hentug fyrir þá sem eru að fara til Hafnarfjarðar og/eða Kópavogs. Ökumenn sem nýta sér þá leið eru sérstaklega beðnir um að sýna aðgát gagnvart gangandi vegfarendum.Aðkoma að Gufuneskirkjugarði verður eingöngu frá Hallsvegi. Starfsfólk Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma stýrir umferðinni inni í kirkjugarðinum og verður um einskonar hringakstur að ræða. Farið er út úr Gufuneskirkjugarði norðanmegin og inn á Borgaveg. Ökumenn eru beðnir um að aka Borgaveg í vestur og þaðan um Strandveg. Með þessu móti minnkar álagið á Víkurveg og Hallsveg og greiðir fyrir umferð þeirra sem eru að koma í kirkjugarðinn.Sem fyrr hvetur lögreglan ökumenn til að aka varlega og sýna tillitssemi í umferðinni. Rétt er sömuleiðis að vara gangandi vegfarendur við hálku sem er víða að finna á bifreiðastæðum og göngustígum og því vissara að fara að öllu með gát. Ferðamennska á Íslandi Jólafréttir Tengdar fréttir Benda ferðamönnum í Reykjavík á að fara í messu og að kíkja í kirkjugarðana um jólin Þegar flestir Íslendingar verða uppteknir í jólaboðum með fjölskyldum og vinum um hátíðarnar þá munu tug þúsundir ferðamanna vera á ferð og flugi um landið. 22. desember 2016 11:45 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira
„Ég ætla að vona að það sé ekki verið að smala þeim hingað á aðfangadag og ekki á morgun heldur svo sem,“ segir Kári Garðarsson, garðyrkjustjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæmis, þegar hann er spurður út í frétt Vísis um að Höfuðborgarstofa bendi ferðamönnum sem eru í borginni um jól og áramót að kíkja í kirkjugarðana. Mikil umferð er vanalega við kirkjugarðana á Þorláksmessu og aðfangadag og mun lögreglan sérstaklega fylgjast með umferð við Fossvogskirkjugarð og Gufuneskirkjugarð. „Miðað við hvernig traffíkin er, sem hefur svo sem verið að breytast í gegnum árin og er mismundandi á milli hverfa, þá er þetta nú ekki það sem við erum að sækjast eftir, ég viðurkenni það alveg eins og er,“ segir Kári og bætir við að umferðin og álagið í görðunum sé nóg fyrir.Myndi keyra um þverbak ef rútur færu að koma „Hér er yfirleitt allt fullt á aðfangadag og þó að þetta dreifist yfir fleiri daga en áður þá er það ennþá mjög algengt að Íslendingar fari í kirkjugarðinn á aðfangadag.“ Aðspurður hvort að starfsfólk kirkjugarðanna hafi orðið vart við ferðamenn í görðunum undanfarin ár á þessum árstíma segir Kári svo ekki vera. „Við erum ekki farin að sjá rútur ennþá og maður leggur ekki merki til þess að ferðamenn séu sérstaklega að koma í garðana en það er líka svo mikill straumur af fólki og mikil traffík að við höfum ekki orðið vör við það þannig.“ Þá kveðst Kári ekki spenntur fyrir því að fara að fá rútur fullar af ferðamönnum í garðana. „Nei, það myndi nú bara keyra um þverbak ef það yrði,“ segir hann.Umferð takmörkuð við garðana Hér að neðan má sjá upplýsingar um það hvernig umferð verður háttað við kirkjugarðana í Reykjavík næstu daga.Búast má við mikilli umferð við kirkjugarða á höfuðborgarsvæðinu á Þorláksmessu og aðfangadag. Lögreglan mun fylgjast sérstaklega með umferð við Fossvogskirkjugarð og Gufuneskirkjugarð og greiða fyrir umferð eins og hægt er.Bílaumferð inn í Fossvogskirkjugarði er takmörkuð á aðfangadag á milli kl 9–15 og aðeins heimil þeim sem framvísa svokölluðu P-merki. Ökumönnum er bent á bílastæði við Fossvogskirkju, Suðurhlíð og Vesturhlíð. Suðurhlíð er opin inn á Kringlumýrarbraut í gegnum planið hjá N1 í Fossvogi frá og með 22. desember. Sú leið er hentug fyrir þá sem eru að fara til Hafnarfjarðar og/eða Kópavogs. Ökumenn sem nýta sér þá leið eru sérstaklega beðnir um að sýna aðgát gagnvart gangandi vegfarendum.Aðkoma að Gufuneskirkjugarði verður eingöngu frá Hallsvegi. Starfsfólk Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma stýrir umferðinni inni í kirkjugarðinum og verður um einskonar hringakstur að ræða. Farið er út úr Gufuneskirkjugarði norðanmegin og inn á Borgaveg. Ökumenn eru beðnir um að aka Borgaveg í vestur og þaðan um Strandveg. Með þessu móti minnkar álagið á Víkurveg og Hallsveg og greiðir fyrir umferð þeirra sem eru að koma í kirkjugarðinn.Sem fyrr hvetur lögreglan ökumenn til að aka varlega og sýna tillitssemi í umferðinni. Rétt er sömuleiðis að vara gangandi vegfarendur við hálku sem er víða að finna á bifreiðastæðum og göngustígum og því vissara að fara að öllu með gát.
Ferðamennska á Íslandi Jólafréttir Tengdar fréttir Benda ferðamönnum í Reykjavík á að fara í messu og að kíkja í kirkjugarðana um jólin Þegar flestir Íslendingar verða uppteknir í jólaboðum með fjölskyldum og vinum um hátíðarnar þá munu tug þúsundir ferðamanna vera á ferð og flugi um landið. 22. desember 2016 11:45 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira
Benda ferðamönnum í Reykjavík á að fara í messu og að kíkja í kirkjugarðana um jólin Þegar flestir Íslendingar verða uppteknir í jólaboðum með fjölskyldum og vinum um hátíðarnar þá munu tug þúsundir ferðamanna vera á ferð og flugi um landið. 22. desember 2016 11:45