Audi Q8 E-tron á leiðinni Finnur Thorlacius skrifar 22. desember 2016 10:01 Audi Q8 E-tron er nýjasta útspilið í sístækkandi jeppa/jepplinga-flokki Audi. Á bílasýningunni í Detroit í næsta mánuði ætlar Audi að kynna Audi Q8 E-tron, nýjan rafdrifinn jeppa sem er á stærð við Q7 jeppann en með coupe-lagi. Hann er þó ekki með jafn mikið afturhallandi línu og samkeppnisbílarnir BMW X6 og Mercedes Benz GLE Coupe. Miðað við E-tron nafnið verður Q8 eingöngu drifinn áfram með rafmagni og í því ljósi er þessi nýi bíll ef til vill fremur samkeppnisbíll Tesla Model X. Það er ekki bara þessi afturhallandi lína í Q8 sem verður frábrugðin Q7 jeppanum. Bíllinn fær nýjan framenda með mikið breyttu grilli og hvassari línum. Innréttingin í Q8 á að vera í ætt við útlitið í A8 bílnum og því mjög ríkulegt, en A8 er ávallt talið flaggskip Audi og ný kynslóð þess bíls fer í sölu næsta sumar. Mjög fáir takkar eru í mælaborði þeirra beggja, því flestu er stjórnað með upplýsingakerfinu á stórum skjá. Einu takkarnir eru “Hazard”-ljósið og takki sem ræsir eða slekkur á bílastæðaaðstoð. Mælaborðið verður allt stafrænt. Er þessi þróun orðin nokkuð afgerandi í lúxusbílum samtímans, sjáanlegum tökkum fer mjög fækkandi, eru nánast horfnir í sumum þeirra og öllu stjórnað gegnum afþreyingarkerfið. Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Innlent
Á bílasýningunni í Detroit í næsta mánuði ætlar Audi að kynna Audi Q8 E-tron, nýjan rafdrifinn jeppa sem er á stærð við Q7 jeppann en með coupe-lagi. Hann er þó ekki með jafn mikið afturhallandi línu og samkeppnisbílarnir BMW X6 og Mercedes Benz GLE Coupe. Miðað við E-tron nafnið verður Q8 eingöngu drifinn áfram með rafmagni og í því ljósi er þessi nýi bíll ef til vill fremur samkeppnisbíll Tesla Model X. Það er ekki bara þessi afturhallandi lína í Q8 sem verður frábrugðin Q7 jeppanum. Bíllinn fær nýjan framenda með mikið breyttu grilli og hvassari línum. Innréttingin í Q8 á að vera í ætt við útlitið í A8 bílnum og því mjög ríkulegt, en A8 er ávallt talið flaggskip Audi og ný kynslóð þess bíls fer í sölu næsta sumar. Mjög fáir takkar eru í mælaborði þeirra beggja, því flestu er stjórnað með upplýsingakerfinu á stórum skjá. Einu takkarnir eru “Hazard”-ljósið og takki sem ræsir eða slekkur á bílastæðaaðstoð. Mælaborðið verður allt stafrænt. Er þessi þróun orðin nokkuð afgerandi í lúxusbílum samtímans, sjáanlegum tökkum fer mjög fækkandi, eru nánast horfnir í sumum þeirra og öllu stjórnað gegnum afþreyingarkerfið.
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Innlent