Stál í stál í kjaraviðræðum sjómanna og útgerðarmanna Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. desember 2016 18:30 Skipin liggja nú bundin við bryggju. MYND/Vilhelm Allt stefnir í að sjómenn verði í verkfalli fram á næsta ár. Stál í stál er í kjaraviðræðum þeirra og útgerðarmanna og samninganefndir munu ekki funda aftur fyrr en eftir áramótin. Fiskvinnsla hefur þegar stöðvast víða um land. Vika er nú síðan að verkfall sjómanna hófst á ný og þrjú þúsund og fimm hundruð sjómenn lögðu niður störf. Samninganefndir sjómanna og útgerðarmanna funduðu í dag í fyrsta sinn frá því sjómenn felldu kjarasamninga. Fundurinn stóð aðeins í hálftíma. „Mér sýnist það bera mikið á milli og það er nú eiginlega stál í stál með þetta allt saman núna,“ segir Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambands Íslands. „Ég held að við getum í það minnsta verið sammála um það að staðan er erfið og alvarleg,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. „Ég held að við kælum okkur yfir jólin og njótum þeirra með okkar fjölskyldum og svo hittumst við á nýjum ári,“ segir Valmundur. Hann á von á að sjómenn verði verkfalli fram á næsta ár. Verkfall sjómanna hefur þegar haft töluverð áhrif á útgerðarfyrirtækin og stór hluti fiskvinnslu hefur stöðvast. „Við ætluðum að vera í vinnslu núna þessa þrjá daga sem eru að líða af þessari viku á Akranesi. Þannig að þar dettur sú vinnsla niður,“ segir Vilhjálmur Vilhjálmsson forstjóri HB Granda. Vilhjálmur segir að þetta sé sá tími þegar starfsfólk í fiskvinnslustöðvum sé að jafnaði að fara í jólafrí. Það mæti svo aftur til vinnu 2. janúar. Ef sjómenn verða ekki farnir aftur til veiða þá þá verði ekkert hráefni til að vinna úr. Hann segir að fyrirtækið selji fiskafurðir fyrir um hundrað milljónir króna á dag alla virka daga ársins. Verkfallið hafi því mikil áhrif ef það dregst á langinn. Verkfall sjómanna Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Sjá meira
Allt stefnir í að sjómenn verði í verkfalli fram á næsta ár. Stál í stál er í kjaraviðræðum þeirra og útgerðarmanna og samninganefndir munu ekki funda aftur fyrr en eftir áramótin. Fiskvinnsla hefur þegar stöðvast víða um land. Vika er nú síðan að verkfall sjómanna hófst á ný og þrjú þúsund og fimm hundruð sjómenn lögðu niður störf. Samninganefndir sjómanna og útgerðarmanna funduðu í dag í fyrsta sinn frá því sjómenn felldu kjarasamninga. Fundurinn stóð aðeins í hálftíma. „Mér sýnist það bera mikið á milli og það er nú eiginlega stál í stál með þetta allt saman núna,“ segir Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambands Íslands. „Ég held að við getum í það minnsta verið sammála um það að staðan er erfið og alvarleg,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. „Ég held að við kælum okkur yfir jólin og njótum þeirra með okkar fjölskyldum og svo hittumst við á nýjum ári,“ segir Valmundur. Hann á von á að sjómenn verði verkfalli fram á næsta ár. Verkfall sjómanna hefur þegar haft töluverð áhrif á útgerðarfyrirtækin og stór hluti fiskvinnslu hefur stöðvast. „Við ætluðum að vera í vinnslu núna þessa þrjá daga sem eru að líða af þessari viku á Akranesi. Þannig að þar dettur sú vinnsla niður,“ segir Vilhjálmur Vilhjálmsson forstjóri HB Granda. Vilhjálmur segir að þetta sé sá tími þegar starfsfólk í fiskvinnslustöðvum sé að jafnaði að fara í jólafrí. Það mæti svo aftur til vinnu 2. janúar. Ef sjómenn verða ekki farnir aftur til veiða þá þá verði ekkert hráefni til að vinna úr. Hann segir að fyrirtækið selji fiskafurðir fyrir um hundrað milljónir króna á dag alla virka daga ársins. Verkfallið hafi því mikil áhrif ef það dregst á langinn.
Verkfall sjómanna Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Sjá meira