Bjarni fékk umboð frá forseta og stefnir á forsætisráðherrann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. desember 2016 17:09 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er kominn með formlegt umboð til ríkisstjórnarmyndunar. Þessu greindi Bjarni frá að loknum hálftímalöngum fundi með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag. Fyrr í dag fundaði Guðni með Benedikt Jóhannessyni, formanni Viðreisnar, og Óttari Proppé, formanni Bjartrar framtíðar, og lýstu yfir vilja að ganga til formlegra viðræðrna við Sjálfstæðisflokkinn. Bjarni sagðist hafa farið yfir viðræður sínar við Bjarta framtíð og Viðreisn. Samkomulag væri á milli flokkanna að láta reyna á myndun ríkisstjórnar og greina frá stöðu mála formlega eins og gert væri í dag. Fyrir liggur að gangi viðræðurnar eftir verði Bjarni forsætisráðherra í nýrri ríkisstjórn. Viðræður um sjávarútvegs- og Evrópumál eru langt komnar að sögn Bjarna en lengra er í land í öðrum málum, til dæmis er varðar stjórnarskrá og uppbyggingu innviða. Hann segir mikilvægt að fara ekki hraðar yfir en fæturnir geta borið en ótvírætt sé að viðræðurnar eru lengra komnar en síðast þegar flokkarnir þrír áttu í formlegum viðræðum.Bjarni sagði að í viðræðunum væri gert ráð fyrir að hann gegndi forsætisráðherra stöðu í nýrri ríkisstjórn en rétt væri að taka fram að ekki væri búið að ljúka við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Hann reiknaði með því að þeirri vinnu yrði lokið ekki seinna en 24. janúar þegar Alþingi kemur saman eftir jólafrí. Árlegur ríkisráðsfundur er á Bessastöðum á morgun þar sem ráðherrar funda með forseta Íslands.Blaðamannafundur Bjarna á Bessastöðum var í beinni útsendingu á Vísi og má sjá upptöku frá honum í spilaranum að ofan.Að neðan má sjá yfirlýsingu forseta Íslands að loknum fundinumYfirlýsing forseta Íslands Rúmur hálfur mánuður er liðinn frá því að Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, skilaði fyrir hönd þess flokks umboði forseta til stjórnarmyndunar. Þingstörf tóku þá við og hlé var gert á formlegum viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar sem nyti meirihlutastuðnings á Alþingi. Frá því að þingi var frestað hafa átt sér stað óformlegar viðræður fulltrúa Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks um möguleika á stjórnarsamstarfi þessara flokka. Fyrr í dag gengu Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, og Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, á fund minn og lýstu vilja til að ganga til formlegra viðræðna við Sjálfstæðisflokkinn um myndun ríkisstjórnar þessara flokka, undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Í kjölfar þessa fundar, og í ljósi undangenginna viðræðna, boðaði ég Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, á fund minn. Að loknum samræðum okkar um stöðu mála fól ég honum umboð til stjórnarmyndunar. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bein útsending: Bjarni Benediktsson heldur til Bessastaða Fundar með forseta Íslands klukkan 16:30. 30. desember 2016 15:18 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er kominn með formlegt umboð til ríkisstjórnarmyndunar. Þessu greindi Bjarni frá að loknum hálftímalöngum fundi með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag. Fyrr í dag fundaði Guðni með Benedikt Jóhannessyni, formanni Viðreisnar, og Óttari Proppé, formanni Bjartrar framtíðar, og lýstu yfir vilja að ganga til formlegra viðræðrna við Sjálfstæðisflokkinn. Bjarni sagðist hafa farið yfir viðræður sínar við Bjarta framtíð og Viðreisn. Samkomulag væri á milli flokkanna að láta reyna á myndun ríkisstjórnar og greina frá stöðu mála formlega eins og gert væri í dag. Fyrir liggur að gangi viðræðurnar eftir verði Bjarni forsætisráðherra í nýrri ríkisstjórn. Viðræður um sjávarútvegs- og Evrópumál eru langt komnar að sögn Bjarna en lengra er í land í öðrum málum, til dæmis er varðar stjórnarskrá og uppbyggingu innviða. Hann segir mikilvægt að fara ekki hraðar yfir en fæturnir geta borið en ótvírætt sé að viðræðurnar eru lengra komnar en síðast þegar flokkarnir þrír áttu í formlegum viðræðum.Bjarni sagði að í viðræðunum væri gert ráð fyrir að hann gegndi forsætisráðherra stöðu í nýrri ríkisstjórn en rétt væri að taka fram að ekki væri búið að ljúka við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Hann reiknaði með því að þeirri vinnu yrði lokið ekki seinna en 24. janúar þegar Alþingi kemur saman eftir jólafrí. Árlegur ríkisráðsfundur er á Bessastöðum á morgun þar sem ráðherrar funda með forseta Íslands.Blaðamannafundur Bjarna á Bessastöðum var í beinni útsendingu á Vísi og má sjá upptöku frá honum í spilaranum að ofan.Að neðan má sjá yfirlýsingu forseta Íslands að loknum fundinumYfirlýsing forseta Íslands Rúmur hálfur mánuður er liðinn frá því að Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, skilaði fyrir hönd þess flokks umboði forseta til stjórnarmyndunar. Þingstörf tóku þá við og hlé var gert á formlegum viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar sem nyti meirihlutastuðnings á Alþingi. Frá því að þingi var frestað hafa átt sér stað óformlegar viðræður fulltrúa Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks um möguleika á stjórnarsamstarfi þessara flokka. Fyrr í dag gengu Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, og Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, á fund minn og lýstu vilja til að ganga til formlegra viðræðna við Sjálfstæðisflokkinn um myndun ríkisstjórnar þessara flokka, undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Í kjölfar þessa fundar, og í ljósi undangenginna viðræðna, boðaði ég Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, á fund minn. Að loknum samræðum okkar um stöðu mála fól ég honum umboð til stjórnarmyndunar.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bein útsending: Bjarni Benediktsson heldur til Bessastaða Fundar með forseta Íslands klukkan 16:30. 30. desember 2016 15:18 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Bein útsending: Bjarni Benediktsson heldur til Bessastaða Fundar með forseta Íslands klukkan 16:30. 30. desember 2016 15:18