Konan fannst vestast í Reynisfjöru klukkan rúmlega 14. Allt tiltækt lið lögreglu og björgunarsveita á Suðurlandi auk þyrlu Landhelgisgæslunnar og björgunarskipsins Þórs var kallað út eftir að tilkynning barst um að hópurinn hefði farið í sjóinn, en leitin tók um það bil eina klukkustund.
Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan konunnar, en verið er að flytja hana með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann. Eiginmaður hennar og börn eru á leiðinni með sjúkrabíl á spítalann, en þau munu ekki hafa slasast.