Yfir þúsund uppsagnir í fiskvinnslu: Formaður VLFA undrast skrif Heiðrúnar og segir útgerðina fara illa með starfsfólk Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 6. janúar 2017 12:30 Alls voru 1.075 umsóknir um atvinnuleysistryggingar sem tengjast vinnslustöðvun í fiskvinnslu skráðar inn í kerfi Vinnumálastofnunar síðastliðinn miðvikudag. Af þeim umsóknum hafa 989 verð samþykktar. Þetta staðfestir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar í samtali við fréttastofu. 36 fyrirtæki í fiskvinnslu hafa þar sagt upp fleiri en tveimur starfsmönnum. Þá hefur Samherji sagt upp flestum, eða 127 manns. Þar á eftir kemur Íslenskt sjávarfang sem hefur sagt upp 80 og Útgerðarfélag Akureyringa næst með 79 manns. Flestum hefur verið sagt upp á norðurlandi eystra og suðurlandi. Reiknað er með að heildarfjöldinn nái 1200 í janúar og þýðir það að útgjaldaaukning Vinnumálastofnunar verði alls hálfur milljarður vegna þessara einstaklinga og annarra þátta. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir útgerðarmenn sýna of mikla hörku í deilunni sem sé komin á núllpunkt eftir fundarhöld sjómannaforystunnar og útgerðarinnar í gær.Frá fundi deiluaðila hjá Ríkissáttarsemjara í gær. Vilhjálmur er annar frá vinstri.Vísir/Stefán„Ég skal alveg viðurkenna það fúslega að miðað við fundinn í gær líst mér lítið á þetta eins og staðan er í dag,“ segir Vilhjálmur „Það liggur fyrir að þeir höfnuðu öllum okkar kröfum á fundinum í gær og vildu í rauninni byrja á núllpunkti og drógu fram sínar kröfur frá því þegar kjarasamningar voru fyrst lausir. Þannig að staðan er afar þing, það er alveg ljóst.“ Hann segir útgerðina fara illa með starfsfólk sitt í fiskvinnslu og að til séu aðrar leiðir en að hreinlega segja fólkinu upp. „Það er alveg ljóst að þetta er farið að hafa veruleg áhrif á fiskvinnslufólk. Það er verið að setja þetta fólk á atvinnuleysisbætur og ég harma það að fiskvinnslufyrirtækin séu að gera það því að þau hafa heimild til að halda ráðningarsambandi við fiskvinnslufólkið og fengið mótframlag frá atvinnuleysistryggingasjóði og haldið þannig fólki í ráðningasambandi og greitt þeim grunnlaunin,“ segir Vilhjálmur og bendir á að fiskvinnslufólkið verði alltaf fyrir tekjutapi þar sem það sé með bónus en tekjutapið verði enn meira fari það á hráar stvinnuleysisbætur. Þá gefur Vilhjálmur lítið fyrir orð Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra SFS, í Viðskiptablaðinu í gær um að það lægi beinast við að forstjórar og framkvæmdastjórar færu næst í verkfall þar sem tekjur sjómanna séu ekki víðs fjarri.Sjá: „Heiðrún Lind bendir á að laun sjómanna voru hærri en laun lækna.“„Þessi skrif voru alveg með ólíkindum,“ segir Vilhjálmur. „Staðan er einfaldlega þannig ef við skoðum hver meðallaun frystitogarasjómanna og þeirra sem eru á ísfiskstogurum þá kemur í ljós að tekjur þeirra árið 2015 voru ekki 2,3 milljónir að meðaltali heldur rétt rúm 1,1 milljón. Þannig að hér er mikill munur á milli,“ segir Vilhjálmur. „En í dag eru þessi meðallaun, árið 2016, komin niður í 990 þúsund krónur,“ og vísar hann í iðgjaldaskrána innan Verkalýðsfélags Akraness. Þegar orlof sé þá dregið frá séu sjómenn komnir niður fyrir 800 þúsund krónur. „Þessu til viðbótar þurfa sjómenn að standa straum af netkostnaði um borð í skipunum, þeir þurfa að borga hlut í fæðinu og vinnufatnaði. Þannig að þetta eru nú öll þau ofurlaun sem talað er um að sjómenn á Íslandi fái í dag,“ segir hann.Uppsagnir eftir landshlutumCreate column charts Verkfall sjómanna Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Alls voru 1.075 umsóknir um atvinnuleysistryggingar sem tengjast vinnslustöðvun í fiskvinnslu skráðar inn í kerfi Vinnumálastofnunar síðastliðinn miðvikudag. Af þeim umsóknum hafa 989 verð samþykktar. Þetta staðfestir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar í samtali við fréttastofu. 36 fyrirtæki í fiskvinnslu hafa þar sagt upp fleiri en tveimur starfsmönnum. Þá hefur Samherji sagt upp flestum, eða 127 manns. Þar á eftir kemur Íslenskt sjávarfang sem hefur sagt upp 80 og Útgerðarfélag Akureyringa næst með 79 manns. Flestum hefur verið sagt upp á norðurlandi eystra og suðurlandi. Reiknað er með að heildarfjöldinn nái 1200 í janúar og þýðir það að útgjaldaaukning Vinnumálastofnunar verði alls hálfur milljarður vegna þessara einstaklinga og annarra þátta. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir útgerðarmenn sýna of mikla hörku í deilunni sem sé komin á núllpunkt eftir fundarhöld sjómannaforystunnar og útgerðarinnar í gær.Frá fundi deiluaðila hjá Ríkissáttarsemjara í gær. Vilhjálmur er annar frá vinstri.Vísir/Stefán„Ég skal alveg viðurkenna það fúslega að miðað við fundinn í gær líst mér lítið á þetta eins og staðan er í dag,“ segir Vilhjálmur „Það liggur fyrir að þeir höfnuðu öllum okkar kröfum á fundinum í gær og vildu í rauninni byrja á núllpunkti og drógu fram sínar kröfur frá því þegar kjarasamningar voru fyrst lausir. Þannig að staðan er afar þing, það er alveg ljóst.“ Hann segir útgerðina fara illa með starfsfólk sitt í fiskvinnslu og að til séu aðrar leiðir en að hreinlega segja fólkinu upp. „Það er alveg ljóst að þetta er farið að hafa veruleg áhrif á fiskvinnslufólk. Það er verið að setja þetta fólk á atvinnuleysisbætur og ég harma það að fiskvinnslufyrirtækin séu að gera það því að þau hafa heimild til að halda ráðningarsambandi við fiskvinnslufólkið og fengið mótframlag frá atvinnuleysistryggingasjóði og haldið þannig fólki í ráðningasambandi og greitt þeim grunnlaunin,“ segir Vilhjálmur og bendir á að fiskvinnslufólkið verði alltaf fyrir tekjutapi þar sem það sé með bónus en tekjutapið verði enn meira fari það á hráar stvinnuleysisbætur. Þá gefur Vilhjálmur lítið fyrir orð Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra SFS, í Viðskiptablaðinu í gær um að það lægi beinast við að forstjórar og framkvæmdastjórar færu næst í verkfall þar sem tekjur sjómanna séu ekki víðs fjarri.Sjá: „Heiðrún Lind bendir á að laun sjómanna voru hærri en laun lækna.“„Þessi skrif voru alveg með ólíkindum,“ segir Vilhjálmur. „Staðan er einfaldlega þannig ef við skoðum hver meðallaun frystitogarasjómanna og þeirra sem eru á ísfiskstogurum þá kemur í ljós að tekjur þeirra árið 2015 voru ekki 2,3 milljónir að meðaltali heldur rétt rúm 1,1 milljón. Þannig að hér er mikill munur á milli,“ segir Vilhjálmur. „En í dag eru þessi meðallaun, árið 2016, komin niður í 990 þúsund krónur,“ og vísar hann í iðgjaldaskrána innan Verkalýðsfélags Akraness. Þegar orlof sé þá dregið frá séu sjómenn komnir niður fyrir 800 þúsund krónur. „Þessu til viðbótar þurfa sjómenn að standa straum af netkostnaði um borð í skipunum, þeir þurfa að borga hlut í fæðinu og vinnufatnaði. Þannig að þetta eru nú öll þau ofurlaun sem talað er um að sjómenn á Íslandi fái í dag,“ segir hann.Uppsagnir eftir landshlutumCreate column charts
Verkfall sjómanna Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira