Öflugasti Bentley frá upphafi Finnur Thorlacius skrifar 6. janúar 2017 11:05 Bentley Continental GT Supersports er lúxusraketta. Ný gerð Bentley Continental GT Supersports hefur runnið af færiböndunum hjá breska lúxusbílasalanum og þar fer öflugasti bíll sem Bentley hefur nokkurntíma smíðað. Hann er með W12 vél með forþjöppum sem skila 700 hestöflum, eða 79 hestöflum meira en forverinn. Það dugar þessum stóra bíl til að taka sprettinn í 100 á litlum 3,4 sekúndum. Í tilfelli blæjuútgáfu bílsins tekur það 0,3 sekúndum lengur en þá leikur vindurinn um hárið og upplifunin ef til vill enn skemmtilegri. Bentley Continental GT Supersports er með hámarkshraðann 336 km/klst en þá þarf að brjóta allar umferðarreglur í Bretlandi og vissara að nýta fremur þennan mikla hámarkshraða á þýskum hraðbrautum með ótakmarkaðan hámarkshraða. Bíllinn er fjórhjóladrifinn enda erfitt að senda allt þetta afl aðeins til tveggja hjóla. Í hefðbundnum akstri fer 60% aflsins til afturhjólanna, en aflið færist milli öxla eftir þörfum hverju sinni og gripi. Með svona mikið afl er vissara að hafa 16,5 tommu bremsudiska að framan og 14 tommu að aftan. Bilinn stendur á 21 tommu felgum og pústkerfi bílsins er úr titanium og með því léttist bíllinn um 5 kíló. Ekki kemur fram hvað bíllinn mun kosta, en það er þó aðeins á færi þeirra efnameiri að fjárfesta í svona grip. Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent
Ný gerð Bentley Continental GT Supersports hefur runnið af færiböndunum hjá breska lúxusbílasalanum og þar fer öflugasti bíll sem Bentley hefur nokkurntíma smíðað. Hann er með W12 vél með forþjöppum sem skila 700 hestöflum, eða 79 hestöflum meira en forverinn. Það dugar þessum stóra bíl til að taka sprettinn í 100 á litlum 3,4 sekúndum. Í tilfelli blæjuútgáfu bílsins tekur það 0,3 sekúndum lengur en þá leikur vindurinn um hárið og upplifunin ef til vill enn skemmtilegri. Bentley Continental GT Supersports er með hámarkshraðann 336 km/klst en þá þarf að brjóta allar umferðarreglur í Bretlandi og vissara að nýta fremur þennan mikla hámarkshraða á þýskum hraðbrautum með ótakmarkaðan hámarkshraða. Bíllinn er fjórhjóladrifinn enda erfitt að senda allt þetta afl aðeins til tveggja hjóla. Í hefðbundnum akstri fer 60% aflsins til afturhjólanna, en aflið færist milli öxla eftir þörfum hverju sinni og gripi. Með svona mikið afl er vissara að hafa 16,5 tommu bremsudiska að framan og 14 tommu að aftan. Bilinn stendur á 21 tommu felgum og pústkerfi bílsins er úr titanium og með því léttist bíllinn um 5 kíló. Ekki kemur fram hvað bíllinn mun kosta, en það er þó aðeins á færi þeirra efnameiri að fjárfesta í svona grip.
Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent