Ráðherraskipan nýrrar ríkisstjórnar nánast frágengin Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 5. janúar 2017 18:45 Ráðherraskipan nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar er nánast frágengin. Ennþá stendur yfir vinna við lokafrágang stjórnarsáttmála en reiknað er með að ný ríkisstjórn verði kynnt eftir helgi. Forystufólk Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar kom saman til fundar í alþingishúsinu klukkan ellefu í morgun en formlegar stjórnarmyndunarviðræður flokkanna hófust á mánudag. Fundi flokkanna lauk klukkan rúmlega fjögur síðdegis.Ekkert bakslag „Við erum að vinna í málefnavinnunni og setja orð niður á blað. Það á eftir að koma í ljós hvort það er langt komið eða ekki en við erum allavega ennþá að á fullu. Núna eftir fundi dagsins erum við aðeins að vinna í sitt hvoru lagi og það kemur í ljós hvort það verður fundur aftur seinna í dag eða á morgun,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir árangur haft náðst í viðræðunum í dag. „Þetta mjakast alltaf svolítið áfram og fer alltaf í rétta átt og ekkert bakslag hefur verið,“ segir Benedikt. Bæði Benedikt og Óttarr ítrekuðu að ekki væri komin endanleg niðurstaða um hvort flokkunum takist að mynda ríkisstjórn. „Við erum að nálgast sameiginlegan skilning held ég og mér finnst líklegra en ekki að það verði að þessari ríkisstjórn. En maður á aldrei að segja aldrei í þessu samhengi,“ segir Óttarr.Ráðherraskipan nánast frágengin Samkvæmt heimildum fréttastofu er ráðherraskipan ríkisstjórnar flokkanna nánast frágengin og ólíklegt að hún taki breytingum frá því sem ákveðið var í dag. Þá er stjórnarsáttmálinn langt komin og aðeins á eftir að nást samkomulag um endanlegt orðalag hans. En hvenær verður ný ríkisstjórn kynnt? Eftir að stjórnarsáttmálinn er tilbúinn þarf að leggja hann fyrir stofnanir allra flokka til samþykktar. Samkvæmt heimildum fréttastofu er reiknað með að það verði gert um helgina og ný ríkisstjórn kynnt á þriðjudag. Kosningar 2016 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Sjá meira
Ráðherraskipan nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar er nánast frágengin. Ennþá stendur yfir vinna við lokafrágang stjórnarsáttmála en reiknað er með að ný ríkisstjórn verði kynnt eftir helgi. Forystufólk Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar kom saman til fundar í alþingishúsinu klukkan ellefu í morgun en formlegar stjórnarmyndunarviðræður flokkanna hófust á mánudag. Fundi flokkanna lauk klukkan rúmlega fjögur síðdegis.Ekkert bakslag „Við erum að vinna í málefnavinnunni og setja orð niður á blað. Það á eftir að koma í ljós hvort það er langt komið eða ekki en við erum allavega ennþá að á fullu. Núna eftir fundi dagsins erum við aðeins að vinna í sitt hvoru lagi og það kemur í ljós hvort það verður fundur aftur seinna í dag eða á morgun,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir árangur haft náðst í viðræðunum í dag. „Þetta mjakast alltaf svolítið áfram og fer alltaf í rétta átt og ekkert bakslag hefur verið,“ segir Benedikt. Bæði Benedikt og Óttarr ítrekuðu að ekki væri komin endanleg niðurstaða um hvort flokkunum takist að mynda ríkisstjórn. „Við erum að nálgast sameiginlegan skilning held ég og mér finnst líklegra en ekki að það verði að þessari ríkisstjórn. En maður á aldrei að segja aldrei í þessu samhengi,“ segir Óttarr.Ráðherraskipan nánast frágengin Samkvæmt heimildum fréttastofu er ráðherraskipan ríkisstjórnar flokkanna nánast frágengin og ólíklegt að hún taki breytingum frá því sem ákveðið var í dag. Þá er stjórnarsáttmálinn langt komin og aðeins á eftir að nást samkomulag um endanlegt orðalag hans. En hvenær verður ný ríkisstjórn kynnt? Eftir að stjórnarsáttmálinn er tilbúinn þarf að leggja hann fyrir stofnanir allra flokka til samþykktar. Samkvæmt heimildum fréttastofu er reiknað með að það verði gert um helgina og ný ríkisstjórn kynnt á þriðjudag.
Kosningar 2016 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Sjá meira