Sebastian Loeb í forystu Dakar eftir annan dag Finnur Thorlacius skrifar 4. janúar 2017 16:06 Peugeot á tvo fyrstu bílana eftir tvo fyrstu daga keppninnar. Frakkinn Sebastian Loeb er fyrstur í bílaflokki eftir annan dag Dakar rallsins, en honum lauk rétt áðan. Loeb ekur Peugeot bíl. Vel gengur í upphafi rallsins fyrir Peugeot því Stéphane Peterhansel, sigurvegarinn frá því í fyrra, er í öðru sæti, tveimur mínútum og 23 sekúndum á eftir Leob. Ekur hann einnig fyrir Peugeot. Toyota er greinilega líka að gera góða hluti í upphafi keppninnar og eiga 5 bíla í 10 efstu sætunum. Í Þriðja sæti er Giniel De Villiers á Toyota Hilux, Mikko Hirvonen á Mini í fjórða sæti, og svo koma þrír Toyota bílar í fimmta, sjötta og sjöunda sæti með ökumönnunum Poulter, Vasilyev og Ten Brinke. Ciril Depres er áttundi á Peugeot og sá sem leiddi eftir fyrsta dag, Kvatarbúinn Al-Attyiah er níunda á Mini bíl. Í tíunda sætinu er enn einn Toyota bíllinn með Tékkanum Prokop undir stýri. Hann er 5:30 mínútum á eftir Loeb, en Peterhansel er 2:23 mínútum á eftir Loeb og De Villiers 3:01 á eftir Loeb. Ekki gengur alltof vel hjá Carlos Sainz því hann er í 13. sæti og næstum 11 mínútum á eftir forystusauðnum Loeb. Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent
Frakkinn Sebastian Loeb er fyrstur í bílaflokki eftir annan dag Dakar rallsins, en honum lauk rétt áðan. Loeb ekur Peugeot bíl. Vel gengur í upphafi rallsins fyrir Peugeot því Stéphane Peterhansel, sigurvegarinn frá því í fyrra, er í öðru sæti, tveimur mínútum og 23 sekúndum á eftir Leob. Ekur hann einnig fyrir Peugeot. Toyota er greinilega líka að gera góða hluti í upphafi keppninnar og eiga 5 bíla í 10 efstu sætunum. Í Þriðja sæti er Giniel De Villiers á Toyota Hilux, Mikko Hirvonen á Mini í fjórða sæti, og svo koma þrír Toyota bílar í fimmta, sjötta og sjöunda sæti með ökumönnunum Poulter, Vasilyev og Ten Brinke. Ciril Depres er áttundi á Peugeot og sá sem leiddi eftir fyrsta dag, Kvatarbúinn Al-Attyiah er níunda á Mini bíl. Í tíunda sætinu er enn einn Toyota bíllinn með Tékkanum Prokop undir stýri. Hann er 5:30 mínútum á eftir Loeb, en Peterhansel er 2:23 mínútum á eftir Loeb og De Villiers 3:01 á eftir Loeb. Ekki gengur alltof vel hjá Carlos Sainz því hann er í 13. sæti og næstum 11 mínútum á eftir forystusauðnum Loeb.
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent