Kveikt í 945 bílum í Frakklandi um áramótin Finnur Thorlacius skrifar 4. janúar 2017 10:59 Sá leiði ósiður heldur áfram um hver áramót í Frakklandi að kveikja í bílum og valda með því miklu tjóni. Þessi áramót voru engin undanteknig frá því þar sem kveikt var í 945 bílum. Þessarar hrinu skemmdarverka fór fyrst að gæta uppúr 1990 í Strasbourg í austurhluta Frakklands, en þar býr mikið af fátæku fólki. Þaðan hefur ósiðurinn breiðst út til annarra borga í Frakklandi á nýarsnótt. Talið er að óánægð ungmenni sem hafa orðið undir í frönsku þjóðfélagi standi fyrir þessum íkveikjum. Þessa nýliðna nýársnótt var kveikt í 17% fleiri bílum en árið á undan og því virðist þessu bylgja skemmdarverka aðeins vera í vexti. Sem betur fer meiddist enginn alvarlega í þessum hildarleik þetta árið, en tjónið er sannarlega mikið. Franska lögreglan handtók 454 einstaklinga sem grunaðir eru um íkveikjur í bílum þessa dramtísku nótt og voru 301 þeirra settir undir lás og slá. Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent
Sá leiði ósiður heldur áfram um hver áramót í Frakklandi að kveikja í bílum og valda með því miklu tjóni. Þessi áramót voru engin undanteknig frá því þar sem kveikt var í 945 bílum. Þessarar hrinu skemmdarverka fór fyrst að gæta uppúr 1990 í Strasbourg í austurhluta Frakklands, en þar býr mikið af fátæku fólki. Þaðan hefur ósiðurinn breiðst út til annarra borga í Frakklandi á nýarsnótt. Talið er að óánægð ungmenni sem hafa orðið undir í frönsku þjóðfélagi standi fyrir þessum íkveikjum. Þessa nýliðna nýársnótt var kveikt í 17% fleiri bílum en árið á undan og því virðist þessu bylgja skemmdarverka aðeins vera í vexti. Sem betur fer meiddist enginn alvarlega í þessum hildarleik þetta árið, en tjónið er sannarlega mikið. Franska lögreglan handtók 454 einstaklinga sem grunaðir eru um íkveikjur í bílum þessa dramtísku nótt og voru 301 þeirra settir undir lás og slá.
Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent