Svona lítur úrslitakeppnin í NFL út Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. janúar 2017 07:30 Tom Brady fær auka hvíld. vísir/getty Síðasta leikvika deildarkeppninnar í NFL-deildinni í amerískum fótbolta fór fram í gær og er nú ljóst hvaða lið eru komin í úrslitakeppnina og hvaða lið mætast þar en hún hefst um næstu helgi. New England Patriots vann Miami Dolphins örugglega, 27-14, í leik innan austurriðils Ameríkudeildarinnar sem það vann í áttunda sinn í röð. New England gerði enn betur og vann fjórtán leiki af 16 og vann þar með Ameríkudeildina. Patriots-liðið fær því frí í fyrstu umferð úrslitakeppninnar eins og Dallas Cowboys sem lauk deildarkeppninni með því að tapa fyrir Philadelphia Eagles, 17-13. Cowboys vann engu að síður þrettán leiki af sextán og hafði sigur í Þjóðardeildinni. Liðin sem unnu sína riðla í Ameríkudeildinni og fengu sjálfkrafa sæti í úrslitakeppninni eru New England (14-2), Kansas City Chiefs (12-4), Pittsburgh Steelers (11-5) og Houston Texans (9-7). Liðin sem fengu svokallað „Wild card“-sæti eru Oakland Raiders (12-4) og Miami Dolphins (10-6). Liðin sem unnu sína riðla í Þjóðardeildinni og fengu sjálfkrafa sæti í úrslitakeppninni eru Dallas Cowboys (13-3), Atlanta Falcons (11-5), Seattle Seahawks (10-5-1) og Green Bay Packers (10-6). Liðin sem fengu „Wild card“-sæti eru New York Giants (11-5) og Detroit Lions (9-7). Úrslitakeppnin hefst um næstu helgi með „Wild Card“-umferðinni en spilað verður bæði laugardag og sunnudag næstu tvær helgar. Allir leikirnir í úrslitakeppninni verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Dagskráin í úrslitakeppni NFL næstu tvær vikur:Laugardagur 7. janúar: Houston - Oakland Seattle - DetroitSunnudagur 8. janúar: Pittsburg - Miami Green Bay - New York GiantsSunnudagur 14. janúar Atlanta - Seattle/Green Bay/New York Giants New England - Houston/Oakland/MiamiSunnudagur 15. janúar Kansas City - Pittsburgh/Houston/Oakland Dallas Cowboys - Green Bay/New York Giants/Detroit NFL Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Fleiri fréttir Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Sjá meira
Síðasta leikvika deildarkeppninnar í NFL-deildinni í amerískum fótbolta fór fram í gær og er nú ljóst hvaða lið eru komin í úrslitakeppnina og hvaða lið mætast þar en hún hefst um næstu helgi. New England Patriots vann Miami Dolphins örugglega, 27-14, í leik innan austurriðils Ameríkudeildarinnar sem það vann í áttunda sinn í röð. New England gerði enn betur og vann fjórtán leiki af 16 og vann þar með Ameríkudeildina. Patriots-liðið fær því frí í fyrstu umferð úrslitakeppninnar eins og Dallas Cowboys sem lauk deildarkeppninni með því að tapa fyrir Philadelphia Eagles, 17-13. Cowboys vann engu að síður þrettán leiki af sextán og hafði sigur í Þjóðardeildinni. Liðin sem unnu sína riðla í Ameríkudeildinni og fengu sjálfkrafa sæti í úrslitakeppninni eru New England (14-2), Kansas City Chiefs (12-4), Pittsburgh Steelers (11-5) og Houston Texans (9-7). Liðin sem fengu svokallað „Wild card“-sæti eru Oakland Raiders (12-4) og Miami Dolphins (10-6). Liðin sem unnu sína riðla í Þjóðardeildinni og fengu sjálfkrafa sæti í úrslitakeppninni eru Dallas Cowboys (13-3), Atlanta Falcons (11-5), Seattle Seahawks (10-5-1) og Green Bay Packers (10-6). Liðin sem fengu „Wild card“-sæti eru New York Giants (11-5) og Detroit Lions (9-7). Úrslitakeppnin hefst um næstu helgi með „Wild Card“-umferðinni en spilað verður bæði laugardag og sunnudag næstu tvær helgar. Allir leikirnir í úrslitakeppninni verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Dagskráin í úrslitakeppni NFL næstu tvær vikur:Laugardagur 7. janúar: Houston - Oakland Seattle - DetroitSunnudagur 8. janúar: Pittsburg - Miami Green Bay - New York GiantsSunnudagur 14. janúar Atlanta - Seattle/Green Bay/New York Giants New England - Houston/Oakland/MiamiSunnudagur 15. janúar Kansas City - Pittsburgh/Houston/Oakland Dallas Cowboys - Green Bay/New York Giants/Detroit
NFL Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Fleiri fréttir Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Sjá meira