Aukabúgrein Magnús Guðmundsson skrifar 16. janúar 2017 07:00 Fyrsta skrefið að framförum er oftar en ekki fólgið í skilningi. Skilningi samfélagsins á viðkomandi þörfum og möguleikum til framtíðar, samfélaginu öllu til heilla. Staða lista á Íslandi er gott dæmi um þetta en til þess að efla skilning ráðamanna og líkast til samfélagsins alls var á sínum tíma farið að tala í auknum mæli um listsköpun sem „skapandi greinar“ en hugtakið bæði víkkar skilning okkar á sköpun og tekur sér sess í orðræðunni sem atvinnugrein. Í framhaldinu mátti líka sýna fram á það vandræðalaust að þessar svokölluðu skapandi greinar eru öflugur og arðbær atvinnuvegur sem margborgar sig fjárhagslega fyrir þjóðarbúskapinn þó svo skilningurinn sé ekki alltaf til staðar. Það er í sjálfu sér merkilegt þar sem allt virðist snúast um peninga í íslensku samfélagi. Þeir eru upphaf og endir alls. Í nýjum stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er að finna ákveðna staðfestingu á þessu en þar segir: „Menning og skapandi greinar verða sífellt mikilvægari hluti atvinnulífs og verðmætasköpunar í íslensku samfélagi. Ríkisstjórnin mun leggja sig fram um að búa skapandi greinum vandaða umgjörð og gott starfsumhverfi.“ Það má að sönnu taka undir að menning og skapandi greinar séu sífellt mikilvægari hluti af atvinnulífinu enda ört vaxandi atvinnugrein sem býr yfir miklum fjárfestingartækifærum fyrir þjóðina. En um það segir sáttmálinn ekkert. Heldur aðeins eitthvað um „vandaða umgjörð og gott starfsumhverfi“. Hvað er það? Satt best að segja þá hljómar það eins og innantómt loforð um ekki neitt. Í besta falli vísbending um skilningsleysi á fjárfestingar- og framtíðarmöguleikum listarinnar í landinu. Í einhverri nítjándualdarhugsun hefur listsköpun sem atvinnugrein lengi mátt búa við það að vera einhvers konar hliðargrein við menntun fremur en sjálfstæð atvinnugrein. Atvinnugrein sem rétt eins og sjávarútvegur og ferðaþjónusta, svo dæmi sé tekið, er uppfull af tækifærum fyrir framsækna þjóð. Það er því eiginlega fyrst og fremst synd að við skulum ætla að halda áfram að láta þessi tækifæri fram hjá okkur fara. Enn og áfram. Kristján Þór Júlíusson, nýskipaður mennta- og menningarmálaráðherra, á eftir að hafa ærinn starfa við að gera bragarbót á íslenska menntakerfinu. Verkefnið hlýtur að vera að byggja upp til lengri tíma menntakerfi sem þjónustar landsmenn alla og samfélag sitt inn í nýja og ört breytilega tíma. Það er fullt starf og vel það svo það er í raun glórulaust að nú þegar ný ríkisstjórn er að keppast við að endurskipuleggja innviði stjórnsýslunnar með fjölgun ráðherra að ein vænlegasta atvinnugrein þjóðarinnar til framtíðar eigi að liggja áfram sem aukabúgrein við menntamálin. Þessu þurfum við að breyta eða öllu heldur, þessu þarf ný ríkisstjórn að breyta. Sýna landsmönnum fram á að hún hugsi til framtíðar. Þori að fjárfesta í öðru en steypu, stáli, stíflum, fiski og ferðamönnum með fullri virðingu.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun
Fyrsta skrefið að framförum er oftar en ekki fólgið í skilningi. Skilningi samfélagsins á viðkomandi þörfum og möguleikum til framtíðar, samfélaginu öllu til heilla. Staða lista á Íslandi er gott dæmi um þetta en til þess að efla skilning ráðamanna og líkast til samfélagsins alls var á sínum tíma farið að tala í auknum mæli um listsköpun sem „skapandi greinar“ en hugtakið bæði víkkar skilning okkar á sköpun og tekur sér sess í orðræðunni sem atvinnugrein. Í framhaldinu mátti líka sýna fram á það vandræðalaust að þessar svokölluðu skapandi greinar eru öflugur og arðbær atvinnuvegur sem margborgar sig fjárhagslega fyrir þjóðarbúskapinn þó svo skilningurinn sé ekki alltaf til staðar. Það er í sjálfu sér merkilegt þar sem allt virðist snúast um peninga í íslensku samfélagi. Þeir eru upphaf og endir alls. Í nýjum stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er að finna ákveðna staðfestingu á þessu en þar segir: „Menning og skapandi greinar verða sífellt mikilvægari hluti atvinnulífs og verðmætasköpunar í íslensku samfélagi. Ríkisstjórnin mun leggja sig fram um að búa skapandi greinum vandaða umgjörð og gott starfsumhverfi.“ Það má að sönnu taka undir að menning og skapandi greinar séu sífellt mikilvægari hluti af atvinnulífinu enda ört vaxandi atvinnugrein sem býr yfir miklum fjárfestingartækifærum fyrir þjóðina. En um það segir sáttmálinn ekkert. Heldur aðeins eitthvað um „vandaða umgjörð og gott starfsumhverfi“. Hvað er það? Satt best að segja þá hljómar það eins og innantómt loforð um ekki neitt. Í besta falli vísbending um skilningsleysi á fjárfestingar- og framtíðarmöguleikum listarinnar í landinu. Í einhverri nítjándualdarhugsun hefur listsköpun sem atvinnugrein lengi mátt búa við það að vera einhvers konar hliðargrein við menntun fremur en sjálfstæð atvinnugrein. Atvinnugrein sem rétt eins og sjávarútvegur og ferðaþjónusta, svo dæmi sé tekið, er uppfull af tækifærum fyrir framsækna þjóð. Það er því eiginlega fyrst og fremst synd að við skulum ætla að halda áfram að láta þessi tækifæri fram hjá okkur fara. Enn og áfram. Kristján Þór Júlíusson, nýskipaður mennta- og menningarmálaráðherra, á eftir að hafa ærinn starfa við að gera bragarbót á íslenska menntakerfinu. Verkefnið hlýtur að vera að byggja upp til lengri tíma menntakerfi sem þjónustar landsmenn alla og samfélag sitt inn í nýja og ört breytilega tíma. Það er fullt starf og vel það svo það er í raun glórulaust að nú þegar ný ríkisstjórn er að keppast við að endurskipuleggja innviði stjórnsýslunnar með fjölgun ráðherra að ein vænlegasta atvinnugrein þjóðarinnar til framtíðar eigi að liggja áfram sem aukabúgrein við menntamálin. Þessu þurfum við að breyta eða öllu heldur, þessu þarf ný ríkisstjórn að breyta. Sýna landsmönnum fram á að hún hugsi til framtíðar. Þori að fjárfesta í öðru en steypu, stáli, stíflum, fiski og ferðamönnum með fullri virðingu.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun