Greta frestar listamannalaunum um 9 mánuði vegna anna Birgir Olgeirsson skrifar 12. janúar 2017 16:00 Greta Salóme. Vísir/Vilhelm Tónlistarmaðurinn Greta Salóme Stefánsdóttir ritar mikla grein á Vísi þar sem sem hún kemur listamannalaunum til varnar. Hún var ein af þeim fjölmörgu listamönnum sem fá starfslaun í ár en í hennar tilviki eru um að ræða sex mánaða tímabil sem hún fær úthlutað úr launasjóði tónlistarflytjenda. Hún segist rita þessa grein sem mótvægi við háværar raddir sem eru á móti listamannalaunum. Hún segir að því miður virðast enn ríkja sá misskilningur hjá mörgum sem halda að þegar listamenn sökkvi á botn volæðis og eymdar sæki þeir um listamannalaun fyrir það eitt að kalla sig listamenn. „Þannig geti það haldið áfram að drekka latte-ið sitt, sofa til hádegis og njóta þess að vera á ríkisstyrk án nokkurrar eftirfylgni eða kröfu um afköst,“ skrifar Greta og segir þetta auðvitað alrangt.Margar fórnir Hún segist hafa hafið sitt tónlistarnám fjögurra ára gömul og að hún hafi lokið sínu sérnámi 22 árum seinna með mastersgráðu eftir nám hérlendis og erlendis. Frá fjögurra ára aldri hefur nánast hver einasta stund snúist um tónlist og fórnirnar verið marga. Greta segir árið 2017 uppbókað hjá sér og um liðin jólin eyddi hún hvorki aðfangadegi, jóladegi né gamlársdegi með fjölskyldu sinni, ekki frekar en jól síðustu ára. „Hvers vegna? Jú vegna þess að ég var að vinna. Ég hef verið svo lánsöm að hafa lifað á listinni minni frá því að ég var unglingur og það sem meira er, ég hef virkilega gaman af vinnunni minni. Ég eiginlega elska hana. Vinnudagarnir spanna oft miklu meira en það sem eðlilegt telst og ég þekki varla frídaga. Sem tónlistarkona og hljóðfæraleikari þá þarf ég einnig að sjá til þess að ég sé í nægilega góðu spilaformi til að takast á við öll þessi verkefni þannig að í þau örfáu skipti sem koma rólegri dagar þá þarf ég að æfa mig og undirbúa þannig næsta verkefni á eftir. Með öðrum orðum þá stimpla ég mig aldrei út úr vinnunni. Sem verktaki þarf ég einnig að sjá um öll mín fjármál, réttindi, skil o.fl. sjálf. Þessi upptalning er ekki til að státa sig af því að hafa nóg að gera eða til að kalla á samúð vegna skorts á frídögum heldur einungis til að hrekja þau rök að listamannalaunþegar nenni ekki að vinna og sæki þess vegna um mánaðarlega ölmusu frá ríkinu,“ skrifar Greta.Þarf að sýna getu til að skapa Hún segir eðlilegt að spyrja hvers vegna hún þurfi listamannalaun fyrst það er svona mikið að gera hjá henni. Hún segir listamannalaunin vera fjárfestingu ríkisins í einstaklings- og hópframtali listamanna sem hafa sýnt fram á getu til að skapa og framkvæma. „Það virðist vera algengur misskilningur að umsóknum sé þannig háttað að þú kynnir þig með nafni, vonar að fólk þekki nafnið þitt og krossar svo putta fram í janúar þegar ölmusunni er úthlutað. Þegar þú svo hlýtur vinninginn þá taka við mánuðir af afslöppun þar sem þú bíður eftir að andinn komi yfir þig og vonar að eitthvað sæmilega viturlegt eða rétt nægilega sannfærandi komi nú út úr þessu fríi. Því fer fjarri,“ skrifar Greta og lýsir því næst löngu og ströngu umsóknarferli og að listamannalaunin séu í raun verktakavinna Hún tekur fram að lögum um launin kemur fram að komi í ljós að listamaðurinn sé ekki að sinna því verkefni sem lá til grundvallar úthlutunar megi fella starfslaunin niður eða krefja viðkomandi um endurgreiðslu. Listamaðurinn þarf að skila skýrslu í lok tímabilsins þar sem framvindu og framkvæmd er lýst í smáatriðum. Þá má listamaður ekki sinna öðrum verkefnum eða starfi á starfslaunatíma sem teljist meira en þriðjungur úr stöðugildi.Harðduglegt fólk Hún segir að í listum þurfi að skapa áður en er framkvæmt og oft strandi framkvæmdin á tíma til að skapa. „Ótrúlegt en satt þá er listafólk nefnilega margt hvert harðduglegt vinnandi fólk.“ Hún segist taka við sinni úthlutun með auðmýkt og þakklæti og vinast til að skilja eftir sig jákvætt mark á lista- og menningarlíf landsins. „Ég hlakka mikið til að takast á við þetta en þarf þó að fresta starfstímabilinu um 9 mánuði þar sem það er svo mikið að gera í vinnunni minni fram að því.“ Listamannalaun Tengdar fréttir Þessi fá listamannalaun árið 2017 Til úthlutunar eru 1.600 mánaðarlaun, sótt var um 9.506 mánuði. 6. janúar 2017 15:21 Nokkrar hugleiðingar listamannalaunþega Það er þessi árstími aftur. Listamannalaunin eru tilkynnt sem og viðtakendur þeirra og umræðan fer í gang á mismálefnalegum nótum rétt eins og árið á undan. 12. janúar 2017 16:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Greta Salóme Stefánsdóttir ritar mikla grein á Vísi þar sem sem hún kemur listamannalaunum til varnar. Hún var ein af þeim fjölmörgu listamönnum sem fá starfslaun í ár en í hennar tilviki eru um að ræða sex mánaða tímabil sem hún fær úthlutað úr launasjóði tónlistarflytjenda. Hún segist rita þessa grein sem mótvægi við háværar raddir sem eru á móti listamannalaunum. Hún segir að því miður virðast enn ríkja sá misskilningur hjá mörgum sem halda að þegar listamenn sökkvi á botn volæðis og eymdar sæki þeir um listamannalaun fyrir það eitt að kalla sig listamenn. „Þannig geti það haldið áfram að drekka latte-ið sitt, sofa til hádegis og njóta þess að vera á ríkisstyrk án nokkurrar eftirfylgni eða kröfu um afköst,“ skrifar Greta og segir þetta auðvitað alrangt.Margar fórnir Hún segist hafa hafið sitt tónlistarnám fjögurra ára gömul og að hún hafi lokið sínu sérnámi 22 árum seinna með mastersgráðu eftir nám hérlendis og erlendis. Frá fjögurra ára aldri hefur nánast hver einasta stund snúist um tónlist og fórnirnar verið marga. Greta segir árið 2017 uppbókað hjá sér og um liðin jólin eyddi hún hvorki aðfangadegi, jóladegi né gamlársdegi með fjölskyldu sinni, ekki frekar en jól síðustu ára. „Hvers vegna? Jú vegna þess að ég var að vinna. Ég hef verið svo lánsöm að hafa lifað á listinni minni frá því að ég var unglingur og það sem meira er, ég hef virkilega gaman af vinnunni minni. Ég eiginlega elska hana. Vinnudagarnir spanna oft miklu meira en það sem eðlilegt telst og ég þekki varla frídaga. Sem tónlistarkona og hljóðfæraleikari þá þarf ég einnig að sjá til þess að ég sé í nægilega góðu spilaformi til að takast á við öll þessi verkefni þannig að í þau örfáu skipti sem koma rólegri dagar þá þarf ég að æfa mig og undirbúa þannig næsta verkefni á eftir. Með öðrum orðum þá stimpla ég mig aldrei út úr vinnunni. Sem verktaki þarf ég einnig að sjá um öll mín fjármál, réttindi, skil o.fl. sjálf. Þessi upptalning er ekki til að státa sig af því að hafa nóg að gera eða til að kalla á samúð vegna skorts á frídögum heldur einungis til að hrekja þau rök að listamannalaunþegar nenni ekki að vinna og sæki þess vegna um mánaðarlega ölmusu frá ríkinu,“ skrifar Greta.Þarf að sýna getu til að skapa Hún segir eðlilegt að spyrja hvers vegna hún þurfi listamannalaun fyrst það er svona mikið að gera hjá henni. Hún segir listamannalaunin vera fjárfestingu ríkisins í einstaklings- og hópframtali listamanna sem hafa sýnt fram á getu til að skapa og framkvæma. „Það virðist vera algengur misskilningur að umsóknum sé þannig háttað að þú kynnir þig með nafni, vonar að fólk þekki nafnið þitt og krossar svo putta fram í janúar þegar ölmusunni er úthlutað. Þegar þú svo hlýtur vinninginn þá taka við mánuðir af afslöppun þar sem þú bíður eftir að andinn komi yfir þig og vonar að eitthvað sæmilega viturlegt eða rétt nægilega sannfærandi komi nú út úr þessu fríi. Því fer fjarri,“ skrifar Greta og lýsir því næst löngu og ströngu umsóknarferli og að listamannalaunin séu í raun verktakavinna Hún tekur fram að lögum um launin kemur fram að komi í ljós að listamaðurinn sé ekki að sinna því verkefni sem lá til grundvallar úthlutunar megi fella starfslaunin niður eða krefja viðkomandi um endurgreiðslu. Listamaðurinn þarf að skila skýrslu í lok tímabilsins þar sem framvindu og framkvæmd er lýst í smáatriðum. Þá má listamaður ekki sinna öðrum verkefnum eða starfi á starfslaunatíma sem teljist meira en þriðjungur úr stöðugildi.Harðduglegt fólk Hún segir að í listum þurfi að skapa áður en er framkvæmt og oft strandi framkvæmdin á tíma til að skapa. „Ótrúlegt en satt þá er listafólk nefnilega margt hvert harðduglegt vinnandi fólk.“ Hún segist taka við sinni úthlutun með auðmýkt og þakklæti og vinast til að skilja eftir sig jákvætt mark á lista- og menningarlíf landsins. „Ég hlakka mikið til að takast á við þetta en þarf þó að fresta starfstímabilinu um 9 mánuði þar sem það er svo mikið að gera í vinnunni minni fram að því.“
Listamannalaun Tengdar fréttir Þessi fá listamannalaun árið 2017 Til úthlutunar eru 1.600 mánaðarlaun, sótt var um 9.506 mánuði. 6. janúar 2017 15:21 Nokkrar hugleiðingar listamannalaunþega Það er þessi árstími aftur. Listamannalaunin eru tilkynnt sem og viðtakendur þeirra og umræðan fer í gang á mismálefnalegum nótum rétt eins og árið á undan. 12. janúar 2017 16:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Sjá meira
Þessi fá listamannalaun árið 2017 Til úthlutunar eru 1.600 mánaðarlaun, sótt var um 9.506 mánuði. 6. janúar 2017 15:21
Nokkrar hugleiðingar listamannalaunþega Það er þessi árstími aftur. Listamannalaunin eru tilkynnt sem og viðtakendur þeirra og umræðan fer í gang á mismálefnalegum nótum rétt eins og árið á undan. 12. janúar 2017 16:00