Söngkonan FKA Twigs er andlit nýrrar herferðar Nike sem auglýsir nýja línu af íþróttabuxum. Twigs kemur með algjörlega nýja nálgun á auglýsingarherferðina sem hefur ekki sést áður frá íþróttavöruframleiðandanum.
FKA Twigs leikstýrði auglýsingunni en þar má sjá 12 kraftmiklar konur að vera að iðka allskonar íþróttir. Sjón er sögu ríkari en auglýsinguna er hægt að sjá hér fyrir neðan.