Mun leggja mikla áherslu á jafnrétti Samúel Karl Ólason skrifar 11. janúar 2017 12:03 "Það er mikill heiður að fá að taka þau að mér. Mér þykir vænt um það, sem karlmanni að vera treyst fyrir þessum málaflokki.“ Vísir/ERNIR Þorsteinn Víglundsson mun taka við embætti félags- og jafnréttisráðherra í dag þegar ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar tekur við völdum. Í samtali við Vísi segir hann mörg mikilvæg og spennandi verkefni liggja fyrir en að mikil áhersla verði lögð á jafnrétti, eins og nafnabreyting ráðuneytisins gefi til kynna. „Þetta leggst mjög vel í mig. Þetta er viðamikið og spennandi ráðuneyti,“ segir Þorsteinn. Hann segir að heiti ráðuneytisins hafi verið breytt í félags- og jafnréttisráðuneyti til marks um þær áherslur sem verði lagðar á jafnréttismálin. „Það er mikill heiður að fá að taka þau að mér. Mér þykir vænt um það, sem karlmanni að vera treyst fyrir þessum málaflokki. Því við þurfum nú líka að láta okkur jafnréttismálin varða. Það er alveg ljóst að við munum leggja mjög mikla áherslu á þau mál í ráðuneytinu.“ Eitt af fyrstu málunum sem mun koma frá ráðuneytinu mun varða innleiðingu jafnlaunavottunar. Þorsteinn segir þó mörg mikilvæg verkefni fram undan. Þar á meðal séu verkefni sem tengist Salek samkomulaginu svokallaða og þær áherslur sem hafi verið lagðar á breytt vinnubrögð á vinnumarkaði. „Það er líka ljóst að nú verður að ganga í það að ljúka samkomulagi við öryrkja varðandi breytingar á almannatryggingalögum, sem er óklárað enn,“ segir Þorsteinn. „Að sama skapi má finna í stjórnarsáttmálanum áherslur á að draga úr tekjuskerðingum lífeyrisgreiðslna vegna atvinnutekna aldraðra.“ Þorsteinn nefndi einnig húsnæðismálin og að áfram yrði lögð áhersla á þau. Meðal annars væri horft til þess hvernig hægt væri að hjálpa ungu fólki að eignast sína fyrstu íbúð. „Þetta er mikið af virkilega spennandi verkefnum. Ég hlakka mikið til og það verður af nógu að taka.“ Þorsteinn segist hafa sóst eftir ráðuneytinu þegar fyrir lág að það myndi falla Viðreisn í skaut. „Mér fannst þetta mjög spennandi ráðuneyti að taka við. Þarna eru gríðarlega mikilvægir málaflokkar sem skiptir miklu máli hvernig unnið er með.“ Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson mun taka við embætti félags- og jafnréttisráðherra í dag þegar ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar tekur við völdum. Í samtali við Vísi segir hann mörg mikilvæg og spennandi verkefni liggja fyrir en að mikil áhersla verði lögð á jafnrétti, eins og nafnabreyting ráðuneytisins gefi til kynna. „Þetta leggst mjög vel í mig. Þetta er viðamikið og spennandi ráðuneyti,“ segir Þorsteinn. Hann segir að heiti ráðuneytisins hafi verið breytt í félags- og jafnréttisráðuneyti til marks um þær áherslur sem verði lagðar á jafnréttismálin. „Það er mikill heiður að fá að taka þau að mér. Mér þykir vænt um það, sem karlmanni að vera treyst fyrir þessum málaflokki. Því við þurfum nú líka að láta okkur jafnréttismálin varða. Það er alveg ljóst að við munum leggja mjög mikla áherslu á þau mál í ráðuneytinu.“ Eitt af fyrstu málunum sem mun koma frá ráðuneytinu mun varða innleiðingu jafnlaunavottunar. Þorsteinn segir þó mörg mikilvæg verkefni fram undan. Þar á meðal séu verkefni sem tengist Salek samkomulaginu svokallaða og þær áherslur sem hafi verið lagðar á breytt vinnubrögð á vinnumarkaði. „Það er líka ljóst að nú verður að ganga í það að ljúka samkomulagi við öryrkja varðandi breytingar á almannatryggingalögum, sem er óklárað enn,“ segir Þorsteinn. „Að sama skapi má finna í stjórnarsáttmálanum áherslur á að draga úr tekjuskerðingum lífeyrisgreiðslna vegna atvinnutekna aldraðra.“ Þorsteinn nefndi einnig húsnæðismálin og að áfram yrði lögð áhersla á þau. Meðal annars væri horft til þess hvernig hægt væri að hjálpa ungu fólki að eignast sína fyrstu íbúð. „Þetta er mikið af virkilega spennandi verkefnum. Ég hlakka mikið til og það verður af nógu að taka.“ Þorsteinn segist hafa sóst eftir ráðuneytinu þegar fyrir lág að það myndi falla Viðreisn í skaut. „Mér fannst þetta mjög spennandi ráðuneyti að taka við. Þarna eru gríðarlega mikilvægir málaflokkar sem skiptir miklu máli hvernig unnið er með.“
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira