Hrist upp í rútínunni Lilja Björk Hauksdóttir skrifar 26. janúar 2017 11:30 Jón Benediktsson hefur sett sér það markmið að ganga á eitt fjall í hverri viku Meistaramánaðar. Vísir/Anton Brink Jón Benediktsson forritari hefur alltaf tekið á einhvern hátt þátt í Meistaramánuði þegar hann hefur verið formlega á dagskrá. Hann líkir markmiðasetningu Meistaramánaðar við nýársheitin, þau verði að vera framkvæmanleg. „Það má ekki alveg sprengja skalann í metnaðinum því þá klúðrast þetta í fyrstu vikunni. Þetta eru einföld markmið sem ég hef verið að setja mér eins og að fara snemma að sofa og reyna að borða vegan mat tvisvar í viku,“ segir hann og samþykkir tillögu blaðamanns um að hægt sé að segja að hann sé einfaldlega að reyna að verða betri maður. „Það er alltaf gaman að taka þátt í Meistaramánuði og markmiðin þurfa ekki alltaf að vera heilsutengd. Eitt árið setti ég mér markmið um að heimsækja ömmu einu sinni í viku og einhvern tíma var það bara að bjóða alltaf góðan daginn, þetta snýst bara um að reyna aðeins að hrista upp í rútínunni.“ Jón ætlar að vera með í komandi Meistaramánuði nú í febrúar og er hann búinn að setja sér ákveðið markmið. „Ég ætla að ganga á fjall einu sinni í viku. Það er kannski ekki mjög sniðugt í febrúar en ég ætla að vona að veðrið verði í lagi og svo er alltaf hægt að velja sér réttu fjöllin,“ segir hann í léttum dúr. Spurður að því hvort hann sé vanur því að ganga á fjöll segir Jón að hann hafi gert það þegar hann var yngri. „Ég hef ekki gengið á fjöll eftir að ég varð fullorðinn en er alveg til í að endurnýja kynni mín við fjöllin.“Meistaramánuður hóf göngu sína árið 2008 en hefur ekki verið haldinn formlega síðustu tvö ár. Hann hefur nú verið endurvakinn af Íslandsbanka og verður haldinn í febrúar. Pálmar Ragnarsson er í forsvari fyrir meistaramánuð Íslandsbanka og segir hann að markmiðið sé að gera þetta að stærsta meirstaramánuði frá upphafi.Til að taka þátt er hægt að skrá sig á meistaramanudur.is og þar geta þátttakendur útbúið sér dagatöl til þess að halda utan um markmiðin sín. Heilsa Meistaramánuður Tengdar fréttir Ástin blómstraði í kjölfar Meistaramánaðar Júlíana Sól Sigurbjörnsdóttir og eiginmaður hennar, Magnús Berg Magnússon, hafa yfirleitt tekið þátt í Meistaramánuði. Þau setja sér alltaf sameiginleg markmið auk þess að vera með sín eigin markmið. Ástarsaga þeirra hjóna hófst í tengslum við Meistaramánuð. 25. janúar 2017 16:00 Meistaramánuðurinn framundan: Svona áttar þú þig á því hverju þú vilt breyta í lífinu Pálmar Ragnarsson verður í forsvari fyrir meistaramánuði Íslandsbanka sem verður að þessu sinni í febrúar. 23. janúar 2017 16:00 Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið
Jón Benediktsson forritari hefur alltaf tekið á einhvern hátt þátt í Meistaramánuði þegar hann hefur verið formlega á dagskrá. Hann líkir markmiðasetningu Meistaramánaðar við nýársheitin, þau verði að vera framkvæmanleg. „Það má ekki alveg sprengja skalann í metnaðinum því þá klúðrast þetta í fyrstu vikunni. Þetta eru einföld markmið sem ég hef verið að setja mér eins og að fara snemma að sofa og reyna að borða vegan mat tvisvar í viku,“ segir hann og samþykkir tillögu blaðamanns um að hægt sé að segja að hann sé einfaldlega að reyna að verða betri maður. „Það er alltaf gaman að taka þátt í Meistaramánuði og markmiðin þurfa ekki alltaf að vera heilsutengd. Eitt árið setti ég mér markmið um að heimsækja ömmu einu sinni í viku og einhvern tíma var það bara að bjóða alltaf góðan daginn, þetta snýst bara um að reyna aðeins að hrista upp í rútínunni.“ Jón ætlar að vera með í komandi Meistaramánuði nú í febrúar og er hann búinn að setja sér ákveðið markmið. „Ég ætla að ganga á fjall einu sinni í viku. Það er kannski ekki mjög sniðugt í febrúar en ég ætla að vona að veðrið verði í lagi og svo er alltaf hægt að velja sér réttu fjöllin,“ segir hann í léttum dúr. Spurður að því hvort hann sé vanur því að ganga á fjöll segir Jón að hann hafi gert það þegar hann var yngri. „Ég hef ekki gengið á fjöll eftir að ég varð fullorðinn en er alveg til í að endurnýja kynni mín við fjöllin.“Meistaramánuður hóf göngu sína árið 2008 en hefur ekki verið haldinn formlega síðustu tvö ár. Hann hefur nú verið endurvakinn af Íslandsbanka og verður haldinn í febrúar. Pálmar Ragnarsson er í forsvari fyrir meistaramánuð Íslandsbanka og segir hann að markmiðið sé að gera þetta að stærsta meirstaramánuði frá upphafi.Til að taka þátt er hægt að skrá sig á meistaramanudur.is og þar geta þátttakendur útbúið sér dagatöl til þess að halda utan um markmiðin sín.
Heilsa Meistaramánuður Tengdar fréttir Ástin blómstraði í kjölfar Meistaramánaðar Júlíana Sól Sigurbjörnsdóttir og eiginmaður hennar, Magnús Berg Magnússon, hafa yfirleitt tekið þátt í Meistaramánuði. Þau setja sér alltaf sameiginleg markmið auk þess að vera með sín eigin markmið. Ástarsaga þeirra hjóna hófst í tengslum við Meistaramánuð. 25. janúar 2017 16:00 Meistaramánuðurinn framundan: Svona áttar þú þig á því hverju þú vilt breyta í lífinu Pálmar Ragnarsson verður í forsvari fyrir meistaramánuði Íslandsbanka sem verður að þessu sinni í febrúar. 23. janúar 2017 16:00 Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið
Ástin blómstraði í kjölfar Meistaramánaðar Júlíana Sól Sigurbjörnsdóttir og eiginmaður hennar, Magnús Berg Magnússon, hafa yfirleitt tekið þátt í Meistaramánuði. Þau setja sér alltaf sameiginleg markmið auk þess að vera með sín eigin markmið. Ástarsaga þeirra hjóna hófst í tengslum við Meistaramánuð. 25. janúar 2017 16:00
Meistaramánuðurinn framundan: Svona áttar þú þig á því hverju þú vilt breyta í lífinu Pálmar Ragnarsson verður í forsvari fyrir meistaramánuði Íslandsbanka sem verður að þessu sinni í febrúar. 23. janúar 2017 16:00