Laun bæjarfulltrúa hækka um 44 prósent Sveinn Arnarsson skrifar 21. janúar 2017 07:00 Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur samþykkt 44 prósenta launahækkun kjörinna fulltrúa. vísir/gva Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar ákvað á bæjarstjórnarfundi síðastliðinn miðvikudag að hækka laun sín um 44 prósent og fylgja þar með ákvörðun kjararáðs um hækkun þingfararkaups. Meirihlutinn telur að fyrst þingmenn ætli ekki að aðhafast um sína launahækkun sé það óráðið að bæjarfulltrúar hlutist til um sín laun. Eftir launahækkun kjörinna fulltrúa reiknast Fréttablaðinu til að oddviti Bjartrar framtíðar verði með rúmar 900 þúsund krónur í mánaðarlaun fyrir stjórnunarstörf og setu í hinum ýmsu nefndum og oddviti Sjálfstæðisflokksins verði með um 850 þúsund krónur.Rósa GuðbjartsdóttirGunnar Axel Axelsson, oddviti Samfylkingar, gagnrýnir launahækkunina. „Við lögðum það til strax í október að þessi dæmalausa ákvörðun kjararáðs myndi ekki hafa áhrif á laun bæjarfulltrúa. Var málinu frestað þar til að Alþingi hefði tekið málið fyrir sem enn hefur ekki verið gert. Samt sem áður er þessi hækkun keyrð í gegn,“ segir Gunnar Axel. Laun kjörinna sveitarstjórnarfulltrúa eru í langflestum sveitarfélögum hlutfall af þingfararkaupi þingmanna. Önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki tekið ákvörðun um að fara eftir hækkun kjararáðs en heimildir Fréttablaðsins herma að önnur sveitarfélög muni fylgja í humátt á eftir Hafnarfirði og hækka laun bæjarfulltrúa um 44 prósent.Gunnar Axel Axelsson„Í rauninni ákváðum við í júlí síðastliðnum að tengja laun bæjarfulltrúa við þingfararkaup einmitt til að taka þetta úr höndum kjörinna bæjarfulltrúa að ákveða laun sín sjálfir,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar. „Það er óeðlilegt að kjörnir fulltrúar ákvarði sín laun sjálfir. Í kjölfar ákvörðunar kjararáðs þann 1. nóvember frestuðum við gildistöku þeirrar hækkunar til að sjá hvort Alþingi ætlaði að gera eitthvað í málinu. Þingmenn ákváðu fyrir jól að breyta ekki sínum launum og því afturkölluðum við frestunina og höldum sama striki og Alþingi,“ segir hún. „Bæjarfulltrúastarfið er aukastarf en launin í dag eru í mörgum tilvikum umtalsvert hærri en þau mánaðarlaun sem bæjarstarfsmenn fá fyrir fulla vinnu,“segir Gunnar Axel. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar ákvað á bæjarstjórnarfundi síðastliðinn miðvikudag að hækka laun sín um 44 prósent og fylgja þar með ákvörðun kjararáðs um hækkun þingfararkaups. Meirihlutinn telur að fyrst þingmenn ætli ekki að aðhafast um sína launahækkun sé það óráðið að bæjarfulltrúar hlutist til um sín laun. Eftir launahækkun kjörinna fulltrúa reiknast Fréttablaðinu til að oddviti Bjartrar framtíðar verði með rúmar 900 þúsund krónur í mánaðarlaun fyrir stjórnunarstörf og setu í hinum ýmsu nefndum og oddviti Sjálfstæðisflokksins verði með um 850 þúsund krónur.Rósa GuðbjartsdóttirGunnar Axel Axelsson, oddviti Samfylkingar, gagnrýnir launahækkunina. „Við lögðum það til strax í október að þessi dæmalausa ákvörðun kjararáðs myndi ekki hafa áhrif á laun bæjarfulltrúa. Var málinu frestað þar til að Alþingi hefði tekið málið fyrir sem enn hefur ekki verið gert. Samt sem áður er þessi hækkun keyrð í gegn,“ segir Gunnar Axel. Laun kjörinna sveitarstjórnarfulltrúa eru í langflestum sveitarfélögum hlutfall af þingfararkaupi þingmanna. Önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki tekið ákvörðun um að fara eftir hækkun kjararáðs en heimildir Fréttablaðsins herma að önnur sveitarfélög muni fylgja í humátt á eftir Hafnarfirði og hækka laun bæjarfulltrúa um 44 prósent.Gunnar Axel Axelsson„Í rauninni ákváðum við í júlí síðastliðnum að tengja laun bæjarfulltrúa við þingfararkaup einmitt til að taka þetta úr höndum kjörinna bæjarfulltrúa að ákveða laun sín sjálfir,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar. „Það er óeðlilegt að kjörnir fulltrúar ákvarði sín laun sjálfir. Í kjölfar ákvörðunar kjararáðs þann 1. nóvember frestuðum við gildistöku þeirrar hækkunar til að sjá hvort Alþingi ætlaði að gera eitthvað í málinu. Þingmenn ákváðu fyrir jól að breyta ekki sínum launum og því afturkölluðum við frestunina og höldum sama striki og Alþingi,“ segir hún. „Bæjarfulltrúastarfið er aukastarf en launin í dag eru í mörgum tilvikum umtalsvert hærri en þau mánaðarlaun sem bæjarstarfsmenn fá fyrir fulla vinnu,“segir Gunnar Axel. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira