Sjö fyrirsætur prýða forsíðuna saman, þær Adwoa Aboah, Liu Wen, Ashley Graham, Vittoria Ceretti, Imaan Hammam, Gigi Hadid, og Kendall Jenner. Það þykir sæta tíðinda að sjá svona margar fyrirsætur saman hjá Vogue en yfirskriftin er konur stjórna. Myndina tóku ljósmyndararnir Inez van Lamsweerde og Vinoodh Matadin.
Vogue þykir vera að senda skýr skilaboð með þessari forsíðu á tímum þar sem samstaða kvenna vestanhafs er mikilvæg og sömuleiðis má þarna sjá fyrirsætur af öllum stærðum og gerðum með ólíka uppruna.