Bandaríkjamenn beita Írana þvingunum Þórgnýr einar Albertsson skrifar 4. febrúar 2017 07:00 Stjórn Trumps beitir Írana viðskiptaþvingunum. Nordicphotos/AFP Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, ákvað í gær að beita Írana viðskiptaþvingunum vegna nýrra eldflaugatilrauna þeirra. Ákvörðunin beinist gegn þrettán einstaklingum og tólf fyrirtækjum sem annaðhvort eru írönsk eða tengjast írönskum stjórnvöldum. Verða eignir viðkomandi í Bandaríkjunum frystar og Bandaríkjamönnum verður meinað að stunda viðskipti við viðkomandi aðila. „Þessar aðgerðir endurspegla skuldbindingu Bandaríkjanna gagnvart því að framfylgja þvingunaraðgerðum gegn Írönum vegna eldflaugaverkefnis þeirra og tilrauna þeirra til þess að koma á óreiðu á svæðinu,“ segir í tilkynningu frá fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna. Þá er aðgerðin talin tengjast tilskipun Trumps um að meina ríkisborgurum sjö þjóða í Norður-Afríku og Mið-Austurlöndum inngöngu í Bandaríkin. Eitt þeirra ríkja er Íran. Vegna tilskipunarinnar bönnuðu írönsk stjórnvöld bandarískum glímuköppum sem áttu að keppa á móti í höfuðborginni Teheran að koma til landsins. Sjálfur tjáði Trump sig um eldflaugatilraunir Írana á Twitter í gær. „Íranar leika sér að eldinum. Þeir átta sig ekki á því hversu linur Obama forseti var í þeirra garð. Það verð ég ekki,“ skrifaði Trump og vísaði þar til forvera síns í starfi. Írönsk stjórnvöld svara Trump hins vegar fullum hálsi. Ali-Akbar Velayati, utanríkismálaráðgjafi æðstaklerksins Khamenei, sagði að Bandaríkin myndu tapa þessari deilu. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem barnalegur Bandaríkjamaður hótar Írönum,“ sagði hann í gær. Árið 2015 komust Íranar að samkomulagi við Bandaríkin, Bretland, Rússland, Frakkland, Kína, Þýskaland og Evrópusambandið um að hætta þróun kjarnorkuvopna gegn því að viðskiptaþvingunum yrði aflétt. Ráðamenn í Bandaríkjunum halda því fram að nýjar tilraunir brjóti á þessu samkomulagi. Því neita Íranar. Tilraunirnar eru sagðar liður í að styrkja varnir ríkisins. Sameinuðu þjóðirnar hafa ekki komist að niðurstöðu um hvort tilraunirnar brjóti á samkomulaginu. Áður en tilkynnt var um nýjar þvinganir sagði utanríkisráðherra Írans, Mohammad Javad Zarif, að hótanir myndu ekki bíta á írönsk stjórnvöld. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Íranar staðfesta eldflaugaskot Segjast ekki hafa brotið gegn kjarnorkusamkomulaginu. 1. febrúar 2017 11:57 Senda Íran viðvörun vegna eldflaugatilrauna Bandarísk yfirvöld útiloka ekki að þau grípi til aðgerða til að bregðast við eldflaugatilraunum Írana. 2. febrúar 2017 22:04 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fleiri fréttir Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Sjá meira
Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, ákvað í gær að beita Írana viðskiptaþvingunum vegna nýrra eldflaugatilrauna þeirra. Ákvörðunin beinist gegn þrettán einstaklingum og tólf fyrirtækjum sem annaðhvort eru írönsk eða tengjast írönskum stjórnvöldum. Verða eignir viðkomandi í Bandaríkjunum frystar og Bandaríkjamönnum verður meinað að stunda viðskipti við viðkomandi aðila. „Þessar aðgerðir endurspegla skuldbindingu Bandaríkjanna gagnvart því að framfylgja þvingunaraðgerðum gegn Írönum vegna eldflaugaverkefnis þeirra og tilrauna þeirra til þess að koma á óreiðu á svæðinu,“ segir í tilkynningu frá fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna. Þá er aðgerðin talin tengjast tilskipun Trumps um að meina ríkisborgurum sjö þjóða í Norður-Afríku og Mið-Austurlöndum inngöngu í Bandaríkin. Eitt þeirra ríkja er Íran. Vegna tilskipunarinnar bönnuðu írönsk stjórnvöld bandarískum glímuköppum sem áttu að keppa á móti í höfuðborginni Teheran að koma til landsins. Sjálfur tjáði Trump sig um eldflaugatilraunir Írana á Twitter í gær. „Íranar leika sér að eldinum. Þeir átta sig ekki á því hversu linur Obama forseti var í þeirra garð. Það verð ég ekki,“ skrifaði Trump og vísaði þar til forvera síns í starfi. Írönsk stjórnvöld svara Trump hins vegar fullum hálsi. Ali-Akbar Velayati, utanríkismálaráðgjafi æðstaklerksins Khamenei, sagði að Bandaríkin myndu tapa þessari deilu. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem barnalegur Bandaríkjamaður hótar Írönum,“ sagði hann í gær. Árið 2015 komust Íranar að samkomulagi við Bandaríkin, Bretland, Rússland, Frakkland, Kína, Þýskaland og Evrópusambandið um að hætta þróun kjarnorkuvopna gegn því að viðskiptaþvingunum yrði aflétt. Ráðamenn í Bandaríkjunum halda því fram að nýjar tilraunir brjóti á þessu samkomulagi. Því neita Íranar. Tilraunirnar eru sagðar liður í að styrkja varnir ríkisins. Sameinuðu þjóðirnar hafa ekki komist að niðurstöðu um hvort tilraunirnar brjóti á samkomulaginu. Áður en tilkynnt var um nýjar þvinganir sagði utanríkisráðherra Írans, Mohammad Javad Zarif, að hótanir myndu ekki bíta á írönsk stjórnvöld. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Íranar staðfesta eldflaugaskot Segjast ekki hafa brotið gegn kjarnorkusamkomulaginu. 1. febrúar 2017 11:57 Senda Íran viðvörun vegna eldflaugatilrauna Bandarísk yfirvöld útiloka ekki að þau grípi til aðgerða til að bregðast við eldflaugatilraunum Írana. 2. febrúar 2017 22:04 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fleiri fréttir Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Sjá meira
Íranar staðfesta eldflaugaskot Segjast ekki hafa brotið gegn kjarnorkusamkomulaginu. 1. febrúar 2017 11:57
Senda Íran viðvörun vegna eldflaugatilrauna Bandarísk yfirvöld útiloka ekki að þau grípi til aðgerða til að bregðast við eldflaugatilraunum Írana. 2. febrúar 2017 22:04