Digurt en innihaldslaust Jónas Sen skrifar 1. febrúar 2017 10:15 Flutt var tónsmíð að nafni Dolorosa eftir Atla Heimi Sveinsson fyrir strengi. Hún mun hafa verið samin í minningu Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur forsetafrúar. Fréttablaðið/GVA Vísir/GVA Tónlist Verk eftir Atla Heimi Sveinsson, Kristínu Þóru Haraldsdóttur, Hauk Tómasson, Úlf Hansson og Thomas Ades í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Einleikari: Þórunn Ósk Marinósdóttir víóluleikari. Stjórnandi: Petri Sakari. Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 26. janúar Sinfóníutónleikarnir á Myrkum músíkdögum byrjuðu vel. Flutt var tónsmíð að nafni Dolorosa eftir Atla Heimi Sveinsson fyrir strengi. Hún mun hafa verið samin í minningu Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur forsetafrúar, sem lést langt fyrir aldur fram. Tónmálið var einfalt, hnitmiðaðar laglínur, hefðbundnir hljómar, mikið um sama liggjandi bassatóninn. Andrúmsloftið var tregafullt og einmanalegt, byrjunin minnti á tónlistina sem heyrist snemma í kvikmyndinni Aliens, þegar geimfar sést líða inn úr myrkrinu, búið að vera á sveimi í fjölmörg ár. Slíkur var annarleikinn í músíkinni. Því miður var næsta atriði á efnisskránni engan veginn nógu gott, Cycles eftir Kristínu Þóru Haraldsdóttur. Þar gerðist fátt, tónlistin var einn samfelldur niður sem var fráhrindandi, grár og dimmur. Það var engin greinanleg framvinda, enginn hápunktur, ekki ein spennandi hugmynd. Að vísu var einhver gáfuleg útskýring í tónleikaskránni, en hún varpaði ekki neinu ljósi á óskapnaðinn sem heyrðist. Echo Chamber eftir Hauk Tómasson var næst. Sagt var í skránni að um væri að ræða tónræna túlkun á því þegar „…?hugmyndir eru magnaðar með dreifingu og endurtekningu inni í „lokuðu“ kerfi, þar sem ólíkar eða andstæðar hugmyndir eru bannaðar.“ Í takt við þetta var mikið um að sama hugmyndin bergmálaði á milli ólíkra hljóðfærahópa. Það varð fljótlega einsleitt. Heildaráferðin var auk þess býsna ofhlaðin. Lítið heyrðist t.d. í einleikaranum, Þórunni Ósk Marinósdóttur víóluleikara, fyrir þráhyggjukenndum hamaganginum í hljómsveitinni. Eiginlega var ekki fyrr en undir lokin að hægt væri að kalla spilamennsku hennar einleik. Eftir hlé var fyrst Arborescence eftir Úlf Hansson. Það var svipuðu marki brennt og músíkin á undan, tónavefurinn var svo þéttofinn og þykkur allan tímann að hann varð tilbreytingarlaus og þreytandi. Polaris eftir Thomas Ades kom varla betur út, tónlistin sjálf var að vísu tignarleg og margbrotin, en flutningurinn var óásættanlegur. Blásararnir voru ekki alltaf með sitt á hreinu, talsvert var um rangar nótur og sumt virtist hreinlega úr takti. Útkoman var fúl, en um leið viðeigandi endir á fremur misheppnaðri dagskrá.Niðurstaða: Ómerkilegir tónleikar þar sem fátt var um innblástur. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. febrúar 2017 Tónlistargagnrýni Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónlist Verk eftir Atla Heimi Sveinsson, Kristínu Þóru Haraldsdóttur, Hauk Tómasson, Úlf Hansson og Thomas Ades í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Einleikari: Þórunn Ósk Marinósdóttir víóluleikari. Stjórnandi: Petri Sakari. Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 26. janúar Sinfóníutónleikarnir á Myrkum músíkdögum byrjuðu vel. Flutt var tónsmíð að nafni Dolorosa eftir Atla Heimi Sveinsson fyrir strengi. Hún mun hafa verið samin í minningu Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur forsetafrúar, sem lést langt fyrir aldur fram. Tónmálið var einfalt, hnitmiðaðar laglínur, hefðbundnir hljómar, mikið um sama liggjandi bassatóninn. Andrúmsloftið var tregafullt og einmanalegt, byrjunin minnti á tónlistina sem heyrist snemma í kvikmyndinni Aliens, þegar geimfar sést líða inn úr myrkrinu, búið að vera á sveimi í fjölmörg ár. Slíkur var annarleikinn í músíkinni. Því miður var næsta atriði á efnisskránni engan veginn nógu gott, Cycles eftir Kristínu Þóru Haraldsdóttur. Þar gerðist fátt, tónlistin var einn samfelldur niður sem var fráhrindandi, grár og dimmur. Það var engin greinanleg framvinda, enginn hápunktur, ekki ein spennandi hugmynd. Að vísu var einhver gáfuleg útskýring í tónleikaskránni, en hún varpaði ekki neinu ljósi á óskapnaðinn sem heyrðist. Echo Chamber eftir Hauk Tómasson var næst. Sagt var í skránni að um væri að ræða tónræna túlkun á því þegar „…?hugmyndir eru magnaðar með dreifingu og endurtekningu inni í „lokuðu“ kerfi, þar sem ólíkar eða andstæðar hugmyndir eru bannaðar.“ Í takt við þetta var mikið um að sama hugmyndin bergmálaði á milli ólíkra hljóðfærahópa. Það varð fljótlega einsleitt. Heildaráferðin var auk þess býsna ofhlaðin. Lítið heyrðist t.d. í einleikaranum, Þórunni Ósk Marinósdóttur víóluleikara, fyrir þráhyggjukenndum hamaganginum í hljómsveitinni. Eiginlega var ekki fyrr en undir lokin að hægt væri að kalla spilamennsku hennar einleik. Eftir hlé var fyrst Arborescence eftir Úlf Hansson. Það var svipuðu marki brennt og músíkin á undan, tónavefurinn var svo þéttofinn og þykkur allan tímann að hann varð tilbreytingarlaus og þreytandi. Polaris eftir Thomas Ades kom varla betur út, tónlistin sjálf var að vísu tignarleg og margbrotin, en flutningurinn var óásættanlegur. Blásararnir voru ekki alltaf með sitt á hreinu, talsvert var um rangar nótur og sumt virtist hreinlega úr takti. Útkoman var fúl, en um leið viðeigandi endir á fremur misheppnaðri dagskrá.Niðurstaða: Ómerkilegir tónleikar þar sem fátt var um innblástur. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. febrúar 2017
Tónlistargagnrýni Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira