Sjö leikjum er nýlokið í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.
Zlatan Ibrahimovic skoraði öll þrjú mörk Manchester United í 3-0 sigri á Saint-Etienne á Old Trafford.
Edin Dzeko skoraði þrennu þegar Roma burstaði Villarreal, 0-4, á útivelli. Bosníumaðurinn er orðinn markahæsti leikmaður Evrópudeildarinnar í vetur með átta mörk.
Gamla brýnið Artiz Aduriz skoraði sitt sjöunda mark í Evrópudeildinni í vetur þegar Athletic Bilbao vann 3-2 sigur á APOEL á San Mamés.
Þá er Schalke 04 svo gott sem komið áfram eftir 0-3 sigur á PAOK í Grikklandi.
Nánar má fræðast um hina níu leikina sem fóru fram fyrr í kvöld með því að smella hér.
Úrslitin í kvöld:
Man Utd 3-0 St Etienne
Anderlecht 2-0 Zenit
Athletic Bilbao 3-2 APOEL
H. Be'er Sheva 1-3 Besiktas
Legia 0-0 Ajax
PAOK 0-3 Schalke
Villarreal 0-4 Roma
Dzeko sökkti Gula kafbátnum
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið



Grealish og Foden líður ekki vel
Enski boltinn



Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld
Íslenski boltinn



