Ný Ford Fiesta ST Finnur Thorlacius skrifar 22. febrúar 2017 11:41 Ford Fiesta 2018. Ford ætlar að kynna Fiesta bíl af nýju kynslóðinni í ST-útgáfu á föstudaginn en bíllinn verður svo sýndur almenningi á bílasýningunni í Genf í kjölfarið. Ein helsta breytingin frá forveranum er að undir húddinu leynist nú 1,5 lítra EcoBoost vél í stað 1,6 lítra EcoBoost vélar. Það þýðir ekki að aflið verði minna heldur er búist við því að það fari úr 182 hestöflum í kringum 200 hestöfl. Líklega dugar ekkert minna í samkeppninni við aðra smá “hot hatch”-bíla. Nýr Ford Fiesta mun væntanlega eiga í mikilli samkeppni við nýjan Toyota Yaris GRNM, sem er einmitt um 200 hestöfl, en hann er með 1,8 lítra vél með keflablásara. Ford Fiesta ST mun koma á göturnar í sumar en nákvæmari tímasetning er ekki ljós. Á meðfylgjandi mynd sést því miður ekki vel hvernig bíllinn lítur út, enda er hann í feluklæðum, en það kemur allt í ljós á föstudaginn. Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent
Ford ætlar að kynna Fiesta bíl af nýju kynslóðinni í ST-útgáfu á föstudaginn en bíllinn verður svo sýndur almenningi á bílasýningunni í Genf í kjölfarið. Ein helsta breytingin frá forveranum er að undir húddinu leynist nú 1,5 lítra EcoBoost vél í stað 1,6 lítra EcoBoost vélar. Það þýðir ekki að aflið verði minna heldur er búist við því að það fari úr 182 hestöflum í kringum 200 hestöfl. Líklega dugar ekkert minna í samkeppninni við aðra smá “hot hatch”-bíla. Nýr Ford Fiesta mun væntanlega eiga í mikilli samkeppni við nýjan Toyota Yaris GRNM, sem er einmitt um 200 hestöfl, en hann er með 1,8 lítra vél með keflablásara. Ford Fiesta ST mun koma á göturnar í sumar en nákvæmari tímasetning er ekki ljós. Á meðfylgjandi mynd sést því miður ekki vel hvernig bíllinn lítur út, enda er hann í feluklæðum, en það kemur allt í ljós á föstudaginn.
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent