Ruglið á undan hruninu Frosti Logason skrifar 9. mars 2017 07:00 Ísland hefur lengi verið ofarlega á listanum yfir dýrustu lönd í heimi. Að mati greiningardeilda stóru viðskiptabankanna höfum við nú slegið öllum keppinautum okkar við. Ísland er dýrasta land í heimi. Noregur og Sviss fölna í samanburðinum. Eðlilega því hér er allt best og flottast. Norðurljósin eru orðin heitasta lúxusvaran. Við erum á grænni grein. Nema hvað það hefur enginn okkar orðið efni á þessu. Ég er ekki viss um að ferð með fjölskylduna í Bláa lónið sé eitthvað í boði á næstu misserum. Þingmenn á hinu háa Alþingi sem eru með 800 þúsund krónur á mánuði eftir skatt hafa ekki efni á þaki yfir höfuðið. Norðurljósaferðirnar kosta ekki nema sex og fimm á haus og fyrir sama pening færðu tæplega tvo hamborgara og sósu. Samt eru launin okkar víst líka með þeim allra hæstu í heiminum. En það er eingöngu þegar við horfum í erlenda mynt og leiðréttum ekki fyrir kaupmætti. Það er því ráð að kaupa allt sem maður getur á netinu eða grípa sér far með einhverju lággjalda flugfélagi til suðrænna stranda þar sem verð stendur í stað. Mokfyllum þar töskurnar af ódýru góssi. Sem betur fer eru verslunarmenn þó að átta sig á þessu. Stórar erlendar verslunarkeðjur undirbúa komu sína til landsins og ætla að bjóða upp á mannsæmandi verðlagningu. Hérlendir heildsalar eru að hugsa um að skrúfa aðeins niður í okrinu. Það er aldrei að vita nema bleyjur og barnamatur verði á færi venjulegs launafólks. Og vonandi sjáum við þetta allt raungerast áður en næsta efnahagshrun skellur á okkur. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frosti Logason Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun
Ísland hefur lengi verið ofarlega á listanum yfir dýrustu lönd í heimi. Að mati greiningardeilda stóru viðskiptabankanna höfum við nú slegið öllum keppinautum okkar við. Ísland er dýrasta land í heimi. Noregur og Sviss fölna í samanburðinum. Eðlilega því hér er allt best og flottast. Norðurljósin eru orðin heitasta lúxusvaran. Við erum á grænni grein. Nema hvað það hefur enginn okkar orðið efni á þessu. Ég er ekki viss um að ferð með fjölskylduna í Bláa lónið sé eitthvað í boði á næstu misserum. Þingmenn á hinu háa Alþingi sem eru með 800 þúsund krónur á mánuði eftir skatt hafa ekki efni á þaki yfir höfuðið. Norðurljósaferðirnar kosta ekki nema sex og fimm á haus og fyrir sama pening færðu tæplega tvo hamborgara og sósu. Samt eru launin okkar víst líka með þeim allra hæstu í heiminum. En það er eingöngu þegar við horfum í erlenda mynt og leiðréttum ekki fyrir kaupmætti. Það er því ráð að kaupa allt sem maður getur á netinu eða grípa sér far með einhverju lággjalda flugfélagi til suðrænna stranda þar sem verð stendur í stað. Mokfyllum þar töskurnar af ódýru góssi. Sem betur fer eru verslunarmenn þó að átta sig á þessu. Stórar erlendar verslunarkeðjur undirbúa komu sína til landsins og ætla að bjóða upp á mannsæmandi verðlagningu. Hérlendir heildsalar eru að hugsa um að skrúfa aðeins niður í okrinu. Það er aldrei að vita nema bleyjur og barnamatur verði á færi venjulegs launafólks. Og vonandi sjáum við þetta allt raungerast áður en næsta efnahagshrun skellur á okkur. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.