Liðin í 5. til 9. sæti geta öll endað með 22 stig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2017 06:30 Matthías Orri Sigurðarson á mikinn þátt í uppgangi ÍR eftir áramót en liðið þarf að ná í úrslit í kvöld til að komast í úrslitakeppnina. vísir/eyþór Svo gæti farið eftir leiki kvöldsins í lokaumferð Domino´s deildar karla að eitt lið með 22 stig missi af úrslitakeppninni en að annað lið með 22 stig endi í fimmta sæti. Úrvalsdeild karla hefur sjaldan verið jafnari en í ár og þótt úrslit síðustu umferðar hafi komið í veg fyrir úrslitaleiki um deildarmeistaratitil og fall þá er mikið undir í leikjum kvöldsins.Margir möguleikar í stöðunni Fréttablaðið hefur legið yfir mögulegum útkomum eftir lokaumferðina í kvöld og þar eru margir möguleikar fyrir liðin sem keppa um laus sæti í úrslitakeppninni. KR hefur tryggt sér deildarmeistaratitilinn, Skallagrímur og Snæfell eru fallin og Haukarnir eru fastir í einskismannslandi í 10. sætinu. Stjarnan og Tindastóll keppa um 2. sætið og mögulegan heimavallarrétt í undanúrslitum komist þau þangað, þannig að það er mikið undir hjá þeim þótt sætið í úrslitakeppninni og heimavallarréttur í átta liða úrslitum séu í höfn fyrir löngu síðan. Tindastóll verður alltaf ofar endi liðin með jafnmörg stig. Málið flækist hins vegar þegar við skoðum stöðu hinna fimm liðanna. Keflavík og Þór Þorlákshöfn eru bæði með 22 stig og örugg inn í úrslitakeppnina. Hin þrjú liðin sem gætu endaði með 22 stig, Þór Akureyri, ÍR og Njarðvík, eru ekki örugg en þó í misgóðri stöðu. Akureyrar-Þórsarar búa að því að vera með betri innbyrðisstöðu á móti Njarðvík en eru hins vegar verri innbyrðis á móti ÍR. ÍR-ingar gætu því komist í úrslitakeppnina þrátt fyrir tap á móti Keflavík ef Snæfell vinnur Þór Akureyri og Njarðvík vinnur Þórsara úr Þorlákshöfn.Verða að vinna í kvöld Eina liðið sem verður að vinna til að eiga einhverja von er Njarðvík. Það er ekki hægt að reikna liðið inn í úrslitakeppnina nema ef það vinnur í Þorlákshöfn. Það gæti meira segja ekki dugað ef öll fimm liðin verða jöfn með 22 stig því þá sæti Njarðvík eftir í 9. sætinu. Njarðvíkingar eru verri innbyrðis á móti öllum. Akureyrar-Þórsarar eru í mjög góðri stöðu enda á heimavelli á móti neðsta liðinu í deildinni. Snæfell hefur ekki unnið leik í vetur og Þórsliðið er öruggt inn með sigri. ÍR-ingar geta hoppað hæst af liðunum í sjöunda til níunda sæti eða alla leið upp í 5. sætið og þeir eru á heimavelli þar sem liðið hefur unnið sex leiki í röð. Mótherjinn er hins vegar ekki af verri endanum, eða endurfætt Keflavíkurlið sem hefur unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum.Horfa líka upp Lið Keflavíkur og Þórs úr Þorlákshöfn geta bæði horft ofar í töfluna og draumur um heimavallarrétt í átta liða úrslitum lifir hjá báðum liðum. Það verður þó aldrei nema ef Grindavíkinga misstíga sig á móti föllnum Borgnesingum. Hér á síðunni er farið yfir möguleika liðanna fimm sem þurfa að treysta bæði á sig og aðra í kvöld.Svona lítur lokakvöld deildarkeppninnar út fyrir liðin í Domino's deildinniKR: 1. sætiTindastóll: 2. eða 3. sætiStjarnan: 2. eða 3. sætiHaukar: 10. sætiSkallagrímur: 11. sætiSnæfell: 12. sætiGrindavík: 4. til 5. sætiFyrir bjartsýna: Grindavík tryggir sér 4. sætið með sigri á Skallagrími á heimavelli.Fyrir svartsýna: Grindavík getur dottið niður í 5. sætið tapi liðið fyrir Skallagrími á sama tíma og Þór Þorlákshöfn eða Keflavíkur vinnur sinn leik. Grindavík er verri innbyrðis á móti bæði Keflavík og Þór Þorl.Þór Þorl. 4. til 7. sætiFyrir bjartsýna: Þórsarar geta náð 4. sætinu vinni þeir Njarðvík á sama tíma og Grindavík og Keflavík tapa bæði sínum leikjum. Þór er með betri innbyrðisstöðu á móti bæði Grindavík og Keflavík.Fyrir svartsýna: Þórsarar geta farið alla leið niður í 7. sæti. Það myndi gerast er þeir tapa á móti Njarðvík á sama tíma og Keflavík vinnur ÍR og Þór Akureyri vinnur Snæfell.Keflavík: 4. til 7. sætiFyrir bjartsýna: Keflvíkingar geta náð 4. sætinu, vinni þeir ÍR á sama tíma og Grindavík og Þór Þorlákshöfn tapa bæði sínum leikjum. Keflavík er með betri innbyrðisstöðu á móti Grindavík.Fyrir svartsýna: Keflvíkingar geta farið alla leið niður í 7. sæti en þá þurfa úrslitin að vera þeim afar óhagstæð. Það myndi gerast ef þeir tapa stórt á móti ÍR sama tíma, Njarðvík vinnur Þór naumlega og Snæfell vinnur Þór Akureyri.Þór Ak.: 6. til 9. sætiFyrir bjartsýna: Þórsarar komast ekki ofar en í sjötta sætið en þeir myndu enda þar með sigri á Snæfelli á sama tíma og Keflavík vinnur ÍR og Njarðvík vinnur Þór Þorlákshöfn.Fyrir svartsýna: Þórsarar missa ekki af úrslitakeppninni nema ef þeir tapa á móti Snæfelli á sama tíma og Njarðvík vinnur sinn leik. Þórsarar eru bestir innbyrðis ef þeir eru jafnir ÍR og Njarðvík en ÍR er aftur á móti betra innbyrðis á móti Þór verði þau tvö bara jöfn.ÍR: 5. til 9. sætiFyrir bjartsýna: ÍR-ingar geta komist alla leið upp í fimmta sætið en til þess þurfa þeir að vinna Keflavík, Snæfell að vinna Þór Akureyri og Njarðvík að vinna Þór Þorlákshöfn.Fyrir svartsýna: ÍR-ingar missa af úrslitakeppninni ef þeir tapa á móti Keflavík á sama tíma og Þór Akureyri vinnur Snæfell og Njarðvík vinnur Þór úr Þorlákshöfn.Njarðvík 6. til 9. sætiFyrir bjartsýna: Njarðvíkingar komast hæst upp í sjötta sætið ef þeir vinna Þór Þorlákshöfn með meira en 16 stigum, Keflavík vinnur ÍR og Snæfell vinnur Þór Ak.Fyrir svartsýna: Njarðvíkingar missa af úrslitakeppninni ef þeir tapa á móti Þór Þorlákshöfn.Stig liðanna fyrir lokaumferðina: 34 stig KR 30 stig Tindastóll og Stjarnan 24 stig Grindavík 22 stig Þór Þorl. og Keflavík 20 stig Þór Ak., ÍR og Njarðvík 16 stig Haukar 14 stig Skallagrímur 0 stig Snæfell Dominos-deild karla Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Sjá meira
Svo gæti farið eftir leiki kvöldsins í lokaumferð Domino´s deildar karla að eitt lið með 22 stig missi af úrslitakeppninni en að annað lið með 22 stig endi í fimmta sæti. Úrvalsdeild karla hefur sjaldan verið jafnari en í ár og þótt úrslit síðustu umferðar hafi komið í veg fyrir úrslitaleiki um deildarmeistaratitil og fall þá er mikið undir í leikjum kvöldsins.Margir möguleikar í stöðunni Fréttablaðið hefur legið yfir mögulegum útkomum eftir lokaumferðina í kvöld og þar eru margir möguleikar fyrir liðin sem keppa um laus sæti í úrslitakeppninni. KR hefur tryggt sér deildarmeistaratitilinn, Skallagrímur og Snæfell eru fallin og Haukarnir eru fastir í einskismannslandi í 10. sætinu. Stjarnan og Tindastóll keppa um 2. sætið og mögulegan heimavallarrétt í undanúrslitum komist þau þangað, þannig að það er mikið undir hjá þeim þótt sætið í úrslitakeppninni og heimavallarréttur í átta liða úrslitum séu í höfn fyrir löngu síðan. Tindastóll verður alltaf ofar endi liðin með jafnmörg stig. Málið flækist hins vegar þegar við skoðum stöðu hinna fimm liðanna. Keflavík og Þór Þorlákshöfn eru bæði með 22 stig og örugg inn í úrslitakeppnina. Hin þrjú liðin sem gætu endaði með 22 stig, Þór Akureyri, ÍR og Njarðvík, eru ekki örugg en þó í misgóðri stöðu. Akureyrar-Þórsarar búa að því að vera með betri innbyrðisstöðu á móti Njarðvík en eru hins vegar verri innbyrðis á móti ÍR. ÍR-ingar gætu því komist í úrslitakeppnina þrátt fyrir tap á móti Keflavík ef Snæfell vinnur Þór Akureyri og Njarðvík vinnur Þórsara úr Þorlákshöfn.Verða að vinna í kvöld Eina liðið sem verður að vinna til að eiga einhverja von er Njarðvík. Það er ekki hægt að reikna liðið inn í úrslitakeppnina nema ef það vinnur í Þorlákshöfn. Það gæti meira segja ekki dugað ef öll fimm liðin verða jöfn með 22 stig því þá sæti Njarðvík eftir í 9. sætinu. Njarðvíkingar eru verri innbyrðis á móti öllum. Akureyrar-Þórsarar eru í mjög góðri stöðu enda á heimavelli á móti neðsta liðinu í deildinni. Snæfell hefur ekki unnið leik í vetur og Þórsliðið er öruggt inn með sigri. ÍR-ingar geta hoppað hæst af liðunum í sjöunda til níunda sæti eða alla leið upp í 5. sætið og þeir eru á heimavelli þar sem liðið hefur unnið sex leiki í röð. Mótherjinn er hins vegar ekki af verri endanum, eða endurfætt Keflavíkurlið sem hefur unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum.Horfa líka upp Lið Keflavíkur og Þórs úr Þorlákshöfn geta bæði horft ofar í töfluna og draumur um heimavallarrétt í átta liða úrslitum lifir hjá báðum liðum. Það verður þó aldrei nema ef Grindavíkinga misstíga sig á móti föllnum Borgnesingum. Hér á síðunni er farið yfir möguleika liðanna fimm sem þurfa að treysta bæði á sig og aðra í kvöld.Svona lítur lokakvöld deildarkeppninnar út fyrir liðin í Domino's deildinniKR: 1. sætiTindastóll: 2. eða 3. sætiStjarnan: 2. eða 3. sætiHaukar: 10. sætiSkallagrímur: 11. sætiSnæfell: 12. sætiGrindavík: 4. til 5. sætiFyrir bjartsýna: Grindavík tryggir sér 4. sætið með sigri á Skallagrími á heimavelli.Fyrir svartsýna: Grindavík getur dottið niður í 5. sætið tapi liðið fyrir Skallagrími á sama tíma og Þór Þorlákshöfn eða Keflavíkur vinnur sinn leik. Grindavík er verri innbyrðis á móti bæði Keflavík og Þór Þorl.Þór Þorl. 4. til 7. sætiFyrir bjartsýna: Þórsarar geta náð 4. sætinu vinni þeir Njarðvík á sama tíma og Grindavík og Keflavík tapa bæði sínum leikjum. Þór er með betri innbyrðisstöðu á móti bæði Grindavík og Keflavík.Fyrir svartsýna: Þórsarar geta farið alla leið niður í 7. sæti. Það myndi gerast er þeir tapa á móti Njarðvík á sama tíma og Keflavík vinnur ÍR og Þór Akureyri vinnur Snæfell.Keflavík: 4. til 7. sætiFyrir bjartsýna: Keflvíkingar geta náð 4. sætinu, vinni þeir ÍR á sama tíma og Grindavík og Þór Þorlákshöfn tapa bæði sínum leikjum. Keflavík er með betri innbyrðisstöðu á móti Grindavík.Fyrir svartsýna: Keflvíkingar geta farið alla leið niður í 7. sæti en þá þurfa úrslitin að vera þeim afar óhagstæð. Það myndi gerast ef þeir tapa stórt á móti ÍR sama tíma, Njarðvík vinnur Þór naumlega og Snæfell vinnur Þór Akureyri.Þór Ak.: 6. til 9. sætiFyrir bjartsýna: Þórsarar komast ekki ofar en í sjötta sætið en þeir myndu enda þar með sigri á Snæfelli á sama tíma og Keflavík vinnur ÍR og Njarðvík vinnur Þór Þorlákshöfn.Fyrir svartsýna: Þórsarar missa ekki af úrslitakeppninni nema ef þeir tapa á móti Snæfelli á sama tíma og Njarðvík vinnur sinn leik. Þórsarar eru bestir innbyrðis ef þeir eru jafnir ÍR og Njarðvík en ÍR er aftur á móti betra innbyrðis á móti Þór verði þau tvö bara jöfn.ÍR: 5. til 9. sætiFyrir bjartsýna: ÍR-ingar geta komist alla leið upp í fimmta sætið en til þess þurfa þeir að vinna Keflavík, Snæfell að vinna Þór Akureyri og Njarðvík að vinna Þór Þorlákshöfn.Fyrir svartsýna: ÍR-ingar missa af úrslitakeppninni ef þeir tapa á móti Keflavík á sama tíma og Þór Akureyri vinnur Snæfell og Njarðvík vinnur Þór úr Þorlákshöfn.Njarðvík 6. til 9. sætiFyrir bjartsýna: Njarðvíkingar komast hæst upp í sjötta sætið ef þeir vinna Þór Þorlákshöfn með meira en 16 stigum, Keflavík vinnur ÍR og Snæfell vinnur Þór Ak.Fyrir svartsýna: Njarðvíkingar missa af úrslitakeppninni ef þeir tapa á móti Þór Þorlákshöfn.Stig liðanna fyrir lokaumferðina: 34 stig KR 30 stig Tindastóll og Stjarnan 24 stig Grindavík 22 stig Þór Þorl. og Keflavík 20 stig Þór Ak., ÍR og Njarðvík 16 stig Haukar 14 stig Skallagrímur 0 stig Snæfell
Dominos-deild karla Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Sjá meira