Forsíðuna prýðir fyrirsætan Meghan Collison, sem er ein heitasta fyrirsætan um þessar mundir þar sem hún gengur pallana fyrir öll stærstu tískuhúsin á tískuvikunum. Forsíðutakan fór fram hér í landi en ljósmyndarinn Kári Sverriss er á bakvið linsuna. Þetta er fyrsta sinn sem Kári myndar forsíðu íslenska Glamour en hann á heiðurinn af tveimur tískuþáttum. Silja Magg er svo með einn tískuþátt svo alls eru þrír tískuþættir í þessu sérstaka tískublaði.
Meghan á rætur að rekja til Íslands en hún hefur starfað sem fyrirsæta í 10 ár. Við kynnumst henni betur í blaðinu þar sem meðal annars kemur fram að hún var uppgötvuð í fyrirsætukeppni í verslunarmiðstöð í heimabæ sínum í Kanada, varð stjörnustjörf þegar hún hitti ALEXANDER MCQUEEN, elskaði Bláa lónið og hlustar á klassískt rokk.

Það er óhætt að segja að það er litríkt sumar framundan þar sem þægindin eru í fyrirrúmi. Meira í trendbiblíunni sem tískuunnendur mega ekki láta framhjá sér fara!

Í nýjasta tölublaðinu er að finna ítarlega umfjöllun um hvort launamunur kynjana sé óheppilega tilviljun eða óréttlæti sem ber að útrýma?

Þetta og margt margt fleira í fjölbreytti blaði sem enginn má láta framhjá sér fara!
Vissir þú að Glamour fylgir nú með Risa- og Stórapakka 365? Kynntu þér áskrift af Glamour hér!