Það sem hefur vakið athygli er klæðaburður sjónvarpskonunnar Ragnhildar Steinunnar sem var kynnir í gærkvöldi, og stóð sig mjög vel í því hlutverki. Samfestingurinn sem hún klæddist var þó kunnuglegur enda sást hann síðast á fyrirsætunni Gigi Hadid á tískupallinum í París í haust fyrir franska tískuhúsið Balmain þar sem yfirhönnuðurinn Olivier Rousteing ræður ríkjum.
Samfestingurinn sem Ragnhildur Steinunn klæddist var þó örlítið rauðari og beltið í öðrum stíl, og því ekki um hinn eina sanna Balmain samfesting að ræða.
Hvað segja lesendur, hönnunarstuldur eða einungis innblástur frá pöllunum í París? Hvað ætli Rousteing finnist um málið?
Meira um málið má lesa í Fréttablaðinu í fyrramálið.

