Síðbúið réttlæti Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 11. mars 2017 07:00 Í endurreisnarstarfinu eftir hrun var feigðarflan að nýta forn og úrelt ákvæði um Landsdóm,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í vikunni um Landsdóm sem kallaður var saman í fyrsta og eina skiptið til að rétta yfir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, um embættisathafnir hans í aðdraganda efnahagshrunsins. Guðni tók enn dýpra í árinni og sagði að vandfundinn væri sá maður sem teldi að ákvæði um Landsdóm ættu heima í stjórnarskránni. Fólk getur greint á um það hvort rétt sé að forsetinn lýsi skoðun sinni á lögum í landinu og hætti sér þar með út á flughált pólitískt svellið. En forsetinn hittir naglann á höfuðið. Ákvæði um Landsdóm eru alger tímaskekkja, standast ekki kröfur nútíma réttarríkis og farsinn í kringum réttarhöldin yfir Geir H. Haarde mun verða þeim sem þar léku lykilhlutverk til ævarandi vansa. Getur einhver haldið því fram að Geir H. Haarde hafi orðið fyrir ærumissi þrátt fyrir að hafa verið sakfelldur fyrir að halda ekki fundargerðir? Alls ekki. Réttarhöldin yfir Geir H. Haarde byggðust á eftiráspeki af versta toga, þar sem framganga ráðherra í aðdraganda hrunsins var dæmd úr fílabeinsturni sem búinn var baksýnisspegli af stærstu sort. Kannski hefði baksýnisspegillinn þó mátt vera enn stærri. Nú er almennt viðurkennt að neyðarlögin, sem Geir og félagar hans í ríkisstjórn höfðu frumkvæði að, lögðu grunninn að efnahagslegri endurreisn landsins. Ekki má heldur gleyma því að Alþingi fer með ákæruvaldið fyrir Landsdómi. Upphaflega voru greidd atkvæði um hvort ákæra skyldi fjóra ráðherra, tvo úr Samfylkingu og tvo úr Sjálfstæðisflokki. Að endingu var ákveðið að ákæra Geir einan. Skömm þeirra þingmanna sem létu pólitík og flokkadrætti ráða atkvæði sínu er sýnu verst. Eins og Árni Páll Árnason, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, hefur sagt felur fyrirkomulagið með Landsdóm í sér ákæru án undangenginnar rannsóknar sem telja má til grundvallarreglna í lýðræðisríkjum. Í því felst að við gáfum afslátt frá reglum réttarríkisins á þeim forsendum að það væri eina leiðin til að „ljúka uppgjörinu á hruninu“, eins og Atli Gíslason, lögmaður og formaður þingmannanefndar um málið, orðaði það á sínum tíma. Ótrúleg nálgun frá reyndum lögmanni. Lög og reglur eiga að tryggja öllum sömu réttindi og girða fyrir að hægt sé að stytta sér leið þótt upp komi sérstakar aðstæður. Dómstólar mega ekki vera eins og lauf í vindi almenningsálitsins hverju sinni. Við uppgjör á efnahagshruninu í sögubókum framtíðarinnar mun Landsdómsmálið fá harða útreið. Alþingi ætti að afnema úrelt ákvæði um Landsdóm og biðja þá sem fyrir ranglæti urðu afsökunar. Betra er réttlæti um síðir, en ævarandi ranglæti.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Landsdómur Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun
Í endurreisnarstarfinu eftir hrun var feigðarflan að nýta forn og úrelt ákvæði um Landsdóm,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í vikunni um Landsdóm sem kallaður var saman í fyrsta og eina skiptið til að rétta yfir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, um embættisathafnir hans í aðdraganda efnahagshrunsins. Guðni tók enn dýpra í árinni og sagði að vandfundinn væri sá maður sem teldi að ákvæði um Landsdóm ættu heima í stjórnarskránni. Fólk getur greint á um það hvort rétt sé að forsetinn lýsi skoðun sinni á lögum í landinu og hætti sér þar með út á flughált pólitískt svellið. En forsetinn hittir naglann á höfuðið. Ákvæði um Landsdóm eru alger tímaskekkja, standast ekki kröfur nútíma réttarríkis og farsinn í kringum réttarhöldin yfir Geir H. Haarde mun verða þeim sem þar léku lykilhlutverk til ævarandi vansa. Getur einhver haldið því fram að Geir H. Haarde hafi orðið fyrir ærumissi þrátt fyrir að hafa verið sakfelldur fyrir að halda ekki fundargerðir? Alls ekki. Réttarhöldin yfir Geir H. Haarde byggðust á eftiráspeki af versta toga, þar sem framganga ráðherra í aðdraganda hrunsins var dæmd úr fílabeinsturni sem búinn var baksýnisspegli af stærstu sort. Kannski hefði baksýnisspegillinn þó mátt vera enn stærri. Nú er almennt viðurkennt að neyðarlögin, sem Geir og félagar hans í ríkisstjórn höfðu frumkvæði að, lögðu grunninn að efnahagslegri endurreisn landsins. Ekki má heldur gleyma því að Alþingi fer með ákæruvaldið fyrir Landsdómi. Upphaflega voru greidd atkvæði um hvort ákæra skyldi fjóra ráðherra, tvo úr Samfylkingu og tvo úr Sjálfstæðisflokki. Að endingu var ákveðið að ákæra Geir einan. Skömm þeirra þingmanna sem létu pólitík og flokkadrætti ráða atkvæði sínu er sýnu verst. Eins og Árni Páll Árnason, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, hefur sagt felur fyrirkomulagið með Landsdóm í sér ákæru án undangenginnar rannsóknar sem telja má til grundvallarreglna í lýðræðisríkjum. Í því felst að við gáfum afslátt frá reglum réttarríkisins á þeim forsendum að það væri eina leiðin til að „ljúka uppgjörinu á hruninu“, eins og Atli Gíslason, lögmaður og formaður þingmannanefndar um málið, orðaði það á sínum tíma. Ótrúleg nálgun frá reyndum lögmanni. Lög og reglur eiga að tryggja öllum sömu réttindi og girða fyrir að hægt sé að stytta sér leið þótt upp komi sérstakar aðstæður. Dómstólar mega ekki vera eins og lauf í vindi almenningsálitsins hverju sinni. Við uppgjör á efnahagshruninu í sögubókum framtíðarinnar mun Landsdómsmálið fá harða útreið. Alþingi ætti að afnema úrelt ákvæði um Landsdóm og biðja þá sem fyrir ranglæti urðu afsökunar. Betra er réttlæti um síðir, en ævarandi ranglæti.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.