Ekki þessi leiðindi Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 28. mars 2017 07:00 Það er kannski til marks um það hversu miklir snobbarar við Íslendingar erum, að við teljum orðspor okkar í hættu ef upp kemst að við eigum ekki peninga. En ef heimurinn vissi hvernig við hegðum okkur þegar við eigum pening, þá værum við heimsfræg fyrir leiðindi. Ég er hvað stoltastur af því hversu margt skemmtilegt fólk býr á Íslandi og hversu margir eru frjóir í hugsun, eins og sjá má á okkar blómstrandi menningarlífi. Hins vegar finnst mér eins og sífellt sé verið að reyna að stemma stigu við þessum skemmtilegheitum með því að gera landið einsleitt, óréttlátt og leiðinlegt. Stjórnmálamenn tryggja leiðindin með því að varða leið fyrir lénsherra vora. Það getur til dæmis farið svona fram: Skorin var upp herör gegn Airbnb, og dugði ekkert minna en lagasetning og svo hefur bæjarstjóri í Kópavogi talað um að banna það á vissum svæðum til að tryggja eðlilegt framboð af litlum og meðalstórum íbúðum á húsnæðismarkaði. Gott og vel. En frá 2013 hafa félög eins og Gamma, Heimavellir, BK Eignir og Ásbrú ehf. keypt upp hátt í þrjú þúsund íbúðir og mokgræða á að leigja þær út. Leigan hefur á sama tíma hækkað von úr viti og er svo komið að fólk sem er ekki með háar tekjur er á vonarvöl. Stjórnvöld hafa brugðist við og í þessum mánuði undirritaði borgarstjóri samning við fyrirtæki í eigu Ólafs Ólafssonar um að reisa 332 íbúðir. Býsna ólík viðbrögð við svipuðum vanda sem staðfesta viðleitnina. Þar sem pólitíkusar duga engan veginn, biðla ég beint til auðmanna: Þið fenguð fiskinn, og völdin, og fáið fjármálastofnanirnar jafnóðum og almenningur hefur lagað þær. Hvernig væri nú að fara að njóta lífsins og hætta þessum leiðindum? Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Það er kannski til marks um það hversu miklir snobbarar við Íslendingar erum, að við teljum orðspor okkar í hættu ef upp kemst að við eigum ekki peninga. En ef heimurinn vissi hvernig við hegðum okkur þegar við eigum pening, þá værum við heimsfræg fyrir leiðindi. Ég er hvað stoltastur af því hversu margt skemmtilegt fólk býr á Íslandi og hversu margir eru frjóir í hugsun, eins og sjá má á okkar blómstrandi menningarlífi. Hins vegar finnst mér eins og sífellt sé verið að reyna að stemma stigu við þessum skemmtilegheitum með því að gera landið einsleitt, óréttlátt og leiðinlegt. Stjórnmálamenn tryggja leiðindin með því að varða leið fyrir lénsherra vora. Það getur til dæmis farið svona fram: Skorin var upp herör gegn Airbnb, og dugði ekkert minna en lagasetning og svo hefur bæjarstjóri í Kópavogi talað um að banna það á vissum svæðum til að tryggja eðlilegt framboð af litlum og meðalstórum íbúðum á húsnæðismarkaði. Gott og vel. En frá 2013 hafa félög eins og Gamma, Heimavellir, BK Eignir og Ásbrú ehf. keypt upp hátt í þrjú þúsund íbúðir og mokgræða á að leigja þær út. Leigan hefur á sama tíma hækkað von úr viti og er svo komið að fólk sem er ekki með háar tekjur er á vonarvöl. Stjórnvöld hafa brugðist við og í þessum mánuði undirritaði borgarstjóri samning við fyrirtæki í eigu Ólafs Ólafssonar um að reisa 332 íbúðir. Býsna ólík viðbrögð við svipuðum vanda sem staðfesta viðleitnina. Þar sem pólitíkusar duga engan veginn, biðla ég beint til auðmanna: Þið fenguð fiskinn, og völdin, og fáið fjármálastofnanirnar jafnóðum og almenningur hefur lagað þær. Hvernig væri nú að fara að njóta lífsins og hætta þessum leiðindum? Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun